Ertu sjálfur Alfred inn við beinið?

Hj_rleifsh_f_i_l_p_na'Sumarið er tíminn', söng Bubbi og hafði svo sannarlega rétt fyrir sér. Um leið og ég nálgaðist Reykjavík á föstudags eftir-meðdegi eftir að hafa ekið laufléttan hring í kring um landið (sleppt Vestfjörum að vísu) varð merking þessara orða mér ljós. Það sumar á Íslandi og sumar í íslenskum hugum. Á sumrin gleymast hremmingar vetrarins og allt verður svo bjart og yndislegt.

Frá Hveragerði og inn að Árbæ var stanslaus röð bíla með hústjöld og hjólhýsi í eftirdragi. Þeim sem í bílunum voru leið eflaust ekki ósvipað með umferðina og þeim er sagt að trúa um kreppuna. Þeim er sagt að allir séu hluti af vandmálinu en geti lítið gert sjálfir til að leysa það annað en að bíða þolinmóðir og vona hið besta. 

Allir sem sagt á leið í 'útilegu' eins og hún tíðkast í dag á landinu bláa, eða á ég að segja fjólubláa? Það er meira réttnefni þegar tillit er tekið til hinna víðáttumiklu Lúpínubreiða sem hvarvetna þekja orðið undirlendið. Hún er komin til að græða landið, safna jarðvegi og bægja burtu sóley og fífli sem áður uxu á strjáli í örfoka landinu. Lúpínan hagar sér nefnilega dálítið eins útrásarvíkingur.   

Tjalds_IMG_4276Engin 'kreppumerki' var að sjá á þessum tilkomumikla jeppaflota sem silaðist í austurátt með tjaldvagna og hjólhýsi í eftirdragi og ca. 15.000 kall á tankinum.

Eftir að hafa fylgst með ósköpunum úr fjarlægð, sem yfir landið gengu s.l. mánuði, var fróðlegt að upplifa viðbrögð fólks vítt og breitt um landið frá fyrstu hendi.  Það kom mér reyndar á óvart hversu ólík sjónarmiðin eru.

En samt eiga flestir þrennt sameiginlegt. Það kvarta allir yfir því að upplýsingar berist seint og illa frá stjórnvöldum til almennings. Það kvarta allir yfir því að þeir sem stálu sjóðum landsins skuli ekki refsað og Það kvarta allir yfir því að það finnist hvergi heilræn, hvað þá sameiginleg, sýn á framtíð landsins. 

Ótrúlega margir voru á því að hin marg-umtalaða kreppa væri ekki til nema í fjölmiðlum, mótmælafundum og kannski mest á blogginu. Þeir bentu á líf sitt og þeirra sem þeir þekkja og spurðu; hvað hefur breyst?  -

Aðrir voru þeirrar skoðunnar að kreppan hefði ekki hafist enn fyrir alvöru og fólk muni ekki gera sér ekki grein fyrir því hve alvarlegt ástandið væri fyrr en en skattarnir hækkuðu, launin lækkuðu og vöruverðið færi úr böndunum. En einmitt um það hefur nú náðst sátt meðal pólitíkusanna og sem þegar er búið að undirrita.

alfred_e_neumanÞeir sem eru í ferðamannabransanum kvarta ekkert. Einn hóteleigandinn sagði mér að herbergaverðið hefði lækkað í evrum talið frá því í fyrra. Hann var að byggja, breyta og bæta aðstöðuna hjá sér. Tók lán í svissneskum frönkum og afborganirnar af því láni hafa tvöfaldast á árinu. Samt var hann bjartsýnn. Bankinn hans sagði honum nefnilega að hann væri í A flokki fyrirtækja. Kannski erum við öll Alfred Neuman inn við beinið.

''Þetta  reddast.''

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Svanur,  öfunda þig af lauflétta hringnum!

Veit ekki hvaða fólk þú hittir, sem er svona ligeglad, en ég hitti ekki þetta fólk þarna í byrjun júní, þá er ég sprangaði um stræti Reykjavíkur.

En það er sannarlega gott að heyra, að kreppan hitti ekki alla jafnt .... eða er það svo?

Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.6.2009 kl. 03:10

2 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Svona er þetta, Kreppan sést ekki en er víst allstaðar.... svona eins og Guð, eins og eitt barnabarnið mitt sagði. En ég sá þig um daginn þegar þú varst á Cafe Paris við Austurvöll (ég truflaði ekki frægan manninn) svo þú ert sýnilegri hér á landi en Kreppan.

Marta Gunnarsdóttir, 28.6.2009 kl. 03:55

3 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Held að kreppan komi misjafnlega niður á fólki. Fátæktin verður ekki mjög sýnileg því Íslendingar skammast sín fyrir fátækt (sbr. sækja ekki rétt sinn og láta illmennsku yfir sig ganga) og fela sig.
Ég var að tala við einstæða móður með 2 börn og eingöngu LÍN-lán til að greiða af. Er í góðri vinnu en með greiðslu fyrir barnapössun og húsaleigu er hún í mínus í hverjum mánuði. Hún er skynsöm og leitar sér ráðleggingar og þjónustumiðstöð (áður félagsþjónustan) segir að hún hafi ekki efni á að fara til læknis með börnin og raðleggur henni að þyggja alltaf þegar henni er boðið í mat! Þessi unga kona reykir ekki né drekkur og nú spyr ég mig: hvernig er með allt venjulegt ungt fjölskyldufólk? Hvernig meika þau þetta?

2) 

Margrét Sigurðardóttir, 28.6.2009 kl. 08:59

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Blessuð Jenný Stefanía.

Kannski er það eins og ég segi að sól og sumarylur fær fólk til að gera minna úr kreppunni og/eða að afneitunin kikkar inn svona seint.

Marta; Nú ertu að gera grín að mér.  Sjáumst við Austurvöll :) En mér finnst það athyglisverður punktur sem þú snertir á,  þ.e. hvernig börn upplifa krepputalið og kreppuáhrifin á líf þeirra. Eins og komið hefur fram hjá fjármálráðherra finnst honum kreppumálin vera svo flókin að fullorðnu fólki er ekki treystandi til að átta sig almennilega á þeim. Hvernig eiga þá börnin að skilja.

Margrét: Takk fyrir þetta. Spurningin er hvort staða konunnar væri ekki sú sama þrátt fyrir að "kreppan" hefði ekki komið til. Sumt fólk á Íslandi býr og bjó rétt við fátækramörkin og margir undir þeim. Var h+un alveg að klára dæmið áður en kreppan skall á?

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.6.2009 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband