Að taka Heiðu

Í gær mælti ég mér mót við blogg-vinkonu mína Heiðu Heiðars. Við ætluðum að hittast á Austurvelli þar sem hún sagðist vera að taka þátt í mótmæla-aðgerðum. Þegar ég mætti á Austurvöll var Heiðu hvergi að finna. Mér var sagt að hún hefði verið handtekin fyrir að sitja á götunni fyrir framan alþingishúsið. Þar sem ég hef aðeins fylgst með mótmælunum úr fjarlægð þessa mánuði sem þær hafa staðið yfir, rak mig í rogastans.

Mér virtist nefnilega úr fjarlægðinni sem stefna lögregluyfirvalda væri fyrst og fremst að forða því að að mótmælendur yllu eignaspjöllum og meiðingum, en að öðru leiti ættu þeir að halda sig til hlés og leyfa friðsamleg mótmæli. En nú spyr ég mig hvort  það geti verið að það sem virtust vera mild og yfirveguð vinnubrögð lögreglunnar fram að þessu, hafi aðeins verið taktískar aðgerðir sem beitt var vegna þess að þeir áttu við ofurefli að etja.

En um leið og "andstæðingurinn" var orðin viðráðanlegur, er  lögreglusamþykktum borgarinnar beitt af fullri hörku. Hver önnur getur ástæðan verið að litlum hópi pottaglamursfólks á Austurvelli, sem ekkert gerðu af sér sem ekki hefur verið gert hundrað sinnum áður á sama stað, er smalað upp í lögreglubíl og það sektað um 10.000 krónur eða gert ella að sitja 2 daga í fangelsi.

Heiða veitti enga mótspyrnu þegar hún var handtekin en tók það skýrt fram að þegar hún neitaði að færa sig af götunni, væri um að ræða borgaraleg óhlýðni til að mótmæla óréttlæti í samfélaginu. -  Hún var tekin á lögreglustöðina og stungið inn í klefa þar sem hún mátti dúsa í tvo tíma, eftir að belti og skór höfðu verið fjarlægð.

Fram að þessu hefur hafa yfirvöld ekki handtekið Heiðu enda þótt hún hafi verið í fararbroddi mótmælanna frá upphafi. Hún hefur marg-oft gert það sama og hún gerði í gær og var handtekin fyrir. Hversvegna lét lögreglan til skarar skríða gegn henni núna? Vegna þess að hún sá að mótmælendur voru fámennir og að stærstum hluta úr nánustu fjölskyldu Heiðu. - Hugmyndin hefur sem sagt verið að nota tækifærið og kenna henni lexíu. Lexían sem heitir; Við höfum valdið og þótt það sýnist svo að við séum samvinnuþýðir, þá er það bara takttík. Við munum láta til skarar skríða gegn hvers konar borgaralegri óhlýðni um leið og hópurinn þynnist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég skil! Þú heldur sem sagt að þeir haldi að ég haldi mér á mottunni framvegis!

Hehe... þeir þekkja mig greinilega ekkert. Maður tvíeflist við óréttlæti :) 

Heiða B. Heiðars, 16.6.2009 kl. 12:05

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég ætla að mæta í dag... á mótmælin það er.. ekki í klefann

Heiða B. Heiðars, 16.6.2009 kl. 12:07

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Er þetta ekki vísbending, kreppukarl,  um að lögreglan sé að breikka hópin sem fram að þessu hefru verið fair game hvað handtökur varðar. Þekktir aðgerðarsinnar haf hingað til litið á það hluta af aðgerðum sínum að þola handtökur en að slíkum aðferðum se beitt gegn "miðaldra húsmæðrum" eins og  orðar það sjálf, er nýmæli.

Já, þú og aðrir eins og þú Heiða mín. Er ekki verið að segja; að lokum erum það við sem ráðum og við látum enga komast upp með neitt múður. Við erum bara að vinna okkar störf og þau fela í sér handtökur á öllu fólki sem okkur finnst til ama.

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.6.2009 kl. 12:40

4 Smámynd: Halldór Halldórsson

"Borgaraleg óhlýðni" er ekkert annað en tilbúningur sem fólk með mikla sýniþörf hefur fundið upp til að brjóta lög og reglur.  Ég vona sannarlega að lögreglan standi vaktina og stingi hverjum sem brýtur lög og reglur í fangaklefa og sekti hámarkssektum!

Halldór Halldórsson, 16.6.2009 kl. 14:04

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það er nú gott að þér líður betur eftir þessar handtökur Halldór

En ég minni þig á að það er fyrir borgaralega óhlýðni í gegnum árhundruðin sem þú hefur mörg þeirra réttinda sem þú nýtur í dag

Heiða B. Heiðars, 16.6.2009 kl. 14:09

6 Smámynd: Halldór Halldórsson

Alveg stórfurðulegt þetta sama viðkvæði þegar maður samsinnir yfirvöldum við að framfylgja lögum og reglu.  Ég skal þá bara játa að mér liði einungis betur ef handtökurnar leiddu til einhvers; a.m.k. verulegra sekta sem gæti haft í för með sér að ég þyrfti að borga minna í skatta.  Svo tekur  nú alveg steininn úr, þegar rumpulýðurinn fer að líkja sér saman við Martin Lúter King og Gandhí.  Ég hef ekki orðið var við að ykkar "borgaralega óhlýðni" í mörg ár, hafi beinst gegn neinum öðrum en venjulegu fólki sem allt í einu kemst ekki leiðar sinnar.  Er ekki nóg að nefna "Sturlaðar" vörubílaaðgerðir í því efni?

Halldór Halldórsson, 16.6.2009 kl. 14:36

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Halldór.

Borgaraleg óhlýðni er hugtak sem notað er yfir aðgerðir fólks sem ekki endilega brjóta lögin en eru samt gegn fyrirmælum stjórnvalda. Í sumum tilfellum eru sat lög brotin, einkum þegar um úrelt eða úr sér gengin lög er að ræða. Hugtakið er ekki fundið upp af athyglissjúku fólki heldur fólki sem sækist eftir að vekja athygli á málstað, oft á tíðum réttlátum málstað. ´

Heiða staðfesti við mig í samtali að mótmæli hennar og borgaraleg óhlíðinni væri til að mótmæla því óréttlæti að margir af þeim sem unnið hefðu landi og Þjóð stórtjón með framferði sínu, sætu allir stikk frí og hefðu það bara gott +a meðan atvinnuleysi eykst og vörur verða dýrari með hverjum degi sem líður. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.6.2009 kl. 15:41

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Heiða er snillingur :) og ekki allir sem fá að taka í hana ;)

Óskar Þorkelsson, 16.6.2009 kl. 19:31

9 identicon

Nú rekur mig í rogastans.  Ef þjóðin á nú allt sitt undir Heiðu, þá þarf ég að breyta stefnunni.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 21:34

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl, Hallgerður. Þjóðin á allt sitt undir því að mannréttindi séu virt í landinu og krafan um réttlæti er á allra vörum, ekki bara Heiðu.

Óskar minn, vertu stilltur :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 16.6.2009 kl. 23:56

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Alltaf dálítið sérkennilegt þegar fólk sér ekki samhengi á milli þess að fá eitthvað í sinn hlut hvort sem það eru réttindi eða peningar, til þess þarf að berjast fyrir því og fyrir karlmenn sem alla jafna kunna og skilja fótbolta ættu að vita hvernig sá leikur fer fram  bæði með reglum og "brotum" sem er sérstök kúnst í boltanum!

Takk fyrir þennan pistil Svanur.

Edda Agnarsdóttir, 17.6.2009 kl. 12:22

12 Smámynd: Eygló

Fáir mótmælendur > Lögreglan getur haft yfirtökin > lætur til skarar skríða.

Fjöldi mótmælenda > Lögreglan í miklum minnihluta > heldur sig til hlés. (Fréttamenn líka á hverju strái)

Ath:  Lögregla er yfirstjórn.   Lögregluþjónar taka við skipunum frá yfirstjórn og ber að fara eftir þeim.

Lögregla er ekki lögregluþjónn!

Eygló, 17.6.2009 kl. 12:22

13 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"Borgaraleg óhlýðni" er ekkert annað en tilbúningur sem fólk með mikla sýniþörf hefur fundið upp til að brjóta lög og reglur.  Ég vona sannarlega að lögreglan standi vaktina og stingi hverjum sem brýtur lög og reglur í fangaklefa og sekti hámarkssektum!"

Halldór Halldórsson

Nytsamir sakleysingjar á stjái og tjá sig, tek ofan fyrir fólki eins og Heiðu sem lætur ekki deigan síga í baráttunni fyrir réttlæti og mætir enn einbeittara til mótmæla og nýtir heilagan rétt til borgaralegrar óhlýðni þrátt fyrir lítilfjörlegar starfsaðferðir "laganna varða" og smásmuguheit.

Georg P Sveinbjörnsson, 17.6.2009 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband