Hafdís Huld fór á kostum

hh2Segja má með sanni að Hafdís Huld  hafi farið á kostum á tónleikunum hennar hér á The Porter í Bath s.l fimmtudagskvöld. Húsakynnin voru þétt setin í þessum litla en fræga kjallara sem sem er búin að festa sig í sessi sem viðkomustaður tónlistarfólks á ferð um Bretland að kynna nýjar plötur.

Hafdís söng þarna lög af 'Dirty Paper Cup' sem kom út 2006 og einnig af nýrri plötu sem hún er með í smíðum. Undir söng hennar lék gítarleikari úr hljómsveitinni sem hún öllu jafna hefur á bak við sig, en það var fyrst og fremst söngur Hafdísar sem þarna var á boðstólum.

Krystal tær röddin og íslenski framburðurinn heillaði alla þá sem ekki voru þegar aðdáendur hennar.

Sviðsframkoma hennar er líka aðdáunarverð. Hafdís er svo eðlileg og óþvinguð að strax eftir fyrstu kynningu virtust sem tónleikagestir ættu í henni hvert bein og hún í þeim.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Heillandi listamaður hún Hafdís Huld og góð tónlistin hennar.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.6.2009 kl. 00:29

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heill og sæll Svanur Gísli!

Gaman að heyra af viðgangi Hafdísar, raunar mjög merkilegt hve íslenskar söngkonur virðast hver á eftir annari geta haslað sér völl á alþjóðamarkaði.

Leikur annars svolítil forvitni á að heyra hvernig tónlistarferill hafdísar er að þróast, voru þessi nýju lög af væntanlegri plötu mikið frábrugðin þeim eldri? Heyrði hana nýlega syngja með blúsrokkgítarleikaranum þekkta Joey Bonamassa, þar sem hún söng Stop er söngkonan SAm Brown gerði vinsælt um árið og JB flytur á sinni nýjustu skífu, The Ballad Of John Henry.

En hingað inn kom ég nú fyrst og fremst til að hrósa þér og þakka fyrir einkar góð og málefnaleg skrif inn á síðunni hans Sr. Svavars Alfreðs Jónssonar frá mailokum og ég var að lesa rétt áðan. Það er einfaldlega allt of sjaldan sem velþenkjandi og rökföst skrif verða á vegi manns, eitthvað sem maður sjálfur er þó alltaf að rembast við að stunda.

Magnús Geir Guðmundsson, 14.6.2009 kl. 02:56

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gott hjá Eyjólfi að leiðrétta mig,borgar sig ekki að vera að röfla svona um hánótt, en hitt stendur óhaggað um þín góðu skrif, Svanur Gísli!

Magnús Geir Guðmundsson, 14.6.2009 kl. 17:49

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka þér Magnúsfyrir athugasemdina og hlý orð. Þetta er auðvitað kórrétt hjá þér því að ég held eina cover lagið sem Hafdís tók á hljómleikunum hafi verið lagið STOP.
Veit að þetta svar kemur dálítið seint, en ég lagðist í ferðlög til Landsins Bláa og er loks komin aftur í tölvusamband.
Takk einnig  Eyjólfur og Lilja fyrir innlitið :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.6.2009 kl. 01:18

5 identicon

Hérna er bloggið hennar Hafdísar

http://hafdishuld.blog.is/blog/hafdishuld/

Ingó (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 10:30

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ekkert að afssaka, takk fyrir að svara.

Magnús Geir Guðmundsson, 21.6.2009 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband