6.6.2009 | 03:13
Hvernig þú færð aðra til að líka við þig
Allir vilja að örðum líki vel við sig. Hundruð þykkra doðranta hafa verið skrifaðar um efnið en yfirleitt eru þær svo flóknar að fólk gleymir þeim jafnóðum. Þess vegna ákvað ég að taka saman í eins stuttu máli og hægt er, þá þætti sem reynslan hefur sýnt að gerir fólk vinsælla en nokkuð annað. Ef þú tileinkar þér þessar einföldu ráðleggingar mun fólki líka við þig. Prófaðu bara í næsta skipti sem þú hittir einhvern. Ég ábyrgist að þetta virkar. Ef ekki færðu peningana þína aftur:)
Til að fólki líki við þig skaltu:
1. Sýna öðru fólki einlægan áhuga.
2. Brosa
3. Muna eftir hvað fólk heitir.
4. Spyrja spurninga....og þegja svo
5. Spyrja um það sem aðrir hafa áhuga á
6. Slá fólki einlæga gullhamra
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:14 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 787015
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú mælir semsagt með yfirborðsmennsku? Er hægt að sýna öllu fólki "einlægan" áhuga. Hélt að einlægnin kæmi að innan, eins og gleði, vellíðan etc. Sama gildir um áhugan.
Er bros ekki ósjálfráð viðbrögð, sem eru föls ef þau eru þvinguð fram?
Sumir hafa gloppótt minni, en það er hægt að leggja sig í líma við að muna nöfn. Dale Carnegie kennir það. (raunar er þetta allt eins og upp úr æklingi frá þeim)
Að hlusta er sjálfsögð kurteysi, að spyrja engin kvöð. Stundum gott að láta það vera.
Að spyrja um áhugamál annara fellur inn í fyrsta lið. Maður spyr tæpast um það, sem vekur engan áhuga manns. Það er yfirborðsmennska.
Að slá fólki "einlæga" gullhamra? Eru allir þess verðir? Er hæfgt að vera einlægur eftir pöntun?..svona í fyllstu einlægni?
Og svo síðast en ekki síst. Er það ekki svoldið sjúklegt að allir þurfi að láta sér líka vel við mann? Er nokkur leið að þvinga það fram?
Mér er ekki vel við fólk, sem er yfirborðskennt, brosir þvingað oglætursemþað hafi áhuga á mér og mínum þönkum. Ég greini ágætlega á milli einlægni og yfirborðsmennsku.
Money back. Now.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 03:33
Hvernig gengur það annars hjá þér að beita þessu? Líkar öllum vel við þig? Þarftu að beita svona manipúlasjónum til þess? Eða er þetta kannski bara svona vasaheimspeki, sem þú hefur handbæra til að gefa þér yfirbragð visku? (Í einlægni spurt)
Afsakaðu svo prentvillurnar. Lyklaborðið er eitthvað í messi, ef þér láist að spyrja.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 03:40
Sæll Jón Steinar. Long time no see.
Fróðlegt að skyggnast aðeins inn í þinn hugarheim. Ég meina ekki þetta sem þú skrifar hér, heldur myndbandið sem þú settir saman um depurð fyrir nokkru. Faðir minn átti við þennan skratta að etja og það setti sitt mark á hann og um leið þá sem hann umgekkst. Gott framtak hjá þér.
Það er rétt að þetta er "vasaheimspeki" sem virkar hjá mér af því hún er svo einföld og það fatta hana allir undir eins enda ekkert sérlega viskulegt við hana.
En til að byrja með er þetta samt dálítið erfitt en svo kemst þetta allt upp í vana og verður fljótt hluti af þér.
Áhuginn verður einlægur, brosið gleiðara af velværð og velþóknun, minnið skánar og áhuginn fyrir því hvað fólk er að aðhafst færist í aukana jafnvel þótt það falli ekki að hugðarefnum þínum og það sprettur upp löngunin til að segja öðru fólki frá hversu frábært þér finnst það :)
Þetta er því alvöru win win og no money back fyrr en þú ert búinn að reyna.
Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2009 kl. 04:52
Vona að það hafi ekki verið sneið til að hnykkja á samhenginu þarna í inngangnum hjá þér. Það segði mér meira um þinn hugarheim, en ég kæri mig um að vita.
Pointið hjjá mér er að þú ert helst til fullyrðingaglaður með þessa fegurðardrottingarheimspeki þína. Það er fátt svo algilt, sem þú ´virðist láta í veðri vaka.
Auðvitað er bros, áhugi og vinsamlegt viðmót til bóta, en þá sé ég það sem viðleitni til að hjálpa öðrum að líða betur með sjálfa sig. Því margar manneskjur eru óöruggar með sig. Ekki til að öðlast sjálfhverfa viðurkenningu með yfirborðsmennsku, eins og ég les úr pistli þínum.
Ég er ekkert spar á að hrósa fólki fyrir það sem það gerir af bestu getu. Ég brosi og hvet, en ég get ekki þvingað mig til að gera það, ef tilefnin vakna ekki með mér sjálfum. Það er fals. Ég kem til dyranna eins og ég er klæddur. Þannig er ég alinn upp. Dapur eða kátur. Ég kýs það frá fólki og tel að fólk kjósi slíkan heiðarleika líka.
En eins og ég segi. Yfirborðskennd og sjálfsupphafningu fíla ég ekki og það er það sem ég les úr þessu, jafnvel ódregilega rætni í tilsvari, með fullri virðingu. Leyfum fólki svo að dæma um það. Kannski les það eitthvað annað.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 06:30
Ástæðan fyrir því að ég setti myndbandið inn á sínum tíma var einmitt ghreystingar tveim manneskjum hér á blogginu. Viðleitni til hvatningar og huggunnar. Það eru einhverjir mánuðir, síðan ég tók það út, svo mér finnst merkilegt að þú sjáir tilefni til að kommentera á það í þessu samhengi, en ekki á kommentakerfinu á sínum tíma.
Þetta er feimnismál fyrir mörgum, en ekki mér. Ég er þurr alki líka, ef þú villt vita það. Ég nota mikið af tíma mínum til að miðla til þeirra, sem glíma við þann djöful. Það er svo ekki smekklegt af þér að koma hér fram með játningar fyrir hönd föður þíns. Kannski fer þér betur að tala um alla aðra en þig.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 06:38
til hughreystingar...átti að standa.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 06:38
Hér er svo myndbandið.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 07:52
Ég verð nú að taka upp hanskann fyrir Svan Gísla. Ég er ekki sáttur við tóninn hjá þér Jón Steinar. Það sem ég les út úr pistli Svans Gísla er ekki yfirborðsmennska eða fals. Það sem hann gerði var að taka saman, í "vasaheimspeki", það sem margir hafa skrifað þykkar bækur um. Þetta er spurning um lífsstíl og með þessari "vasaheimspeki" er hægt að hafa mikil áhrif á líf sitt.
"Auðvitað er bros, áhugi og vinsamlegt viðmót til bóta, en þá sé ég það sem viðleitni til að hjálpa öðrum að líða betur með sjálfa sig. Því margar manneskjur eru óöruggar með sig. Ekki til að öðlast sjálfhverfa viðurkenningu með yfirborðsmennsku, eins og ég les úr pistli þínum."
Ef þú hjálpar öðrum að öðlast það sem þeir vilja eru þér allir vegir færir, þ.e. þú færð það sem þú vilt og meira til.
En nú máttu ekki skilja það sem svo Jón Steinar að ég sé að gagnrýna þig persónulega. Ég set út á það sem þú skrifaðir í athugasemdum hér, ekki þig sjálfan. Ég virði það mikils það sem þú nefnir að þú miðlir af þinni reynslu til þeirra sem glíma við Bakkus.
Burkni (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 08:58
Hvað finnst þér um rætnina í Svan Burkni minn? Lestu það sem hann skrifar af yfirlæti og þótta, sem honum er einum lagið. Hvað finnst þér um að hann þykist þekkja hugarheim minn eftir sjúkdómi, sem engu kemur hugarheimi mínum við.
Er það alveg í anda greinarinnar? Ert þú kannski að sveipa þig viskuljóma líka? Er eitthvað nýtt í því sem kemur hér fram, sem fólk hefur ekki áttað sig á?
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 10:43
Góðan daginn Jón Steinar.
Ég gerði ekki athugasemd við myndbandið á sínum tíma á þinni síðu af því að þá sem nú, bregst þú ókvæða við athugasemdum mínum. Ég hefi lagt það í vana minn að gera aldrei athugasemd þar sem þú hefur gert athugasemdir til að reita þig ekki til reiði en þú hefur oft svarað athugasemdum mínum á annarra manna bloggum sem hér með skætingi og reynt af tilefnislausu af minni hálfu, að efna til illinda.
Athugasemd mín um myndbandið hér að ofan er engu að síðu sönn. Um annað í athugasemdum þínum ætla ég ekki að fjölyrða. Hafðu það sem best.
Burkna þakka ég kærlega fyrir að taka upp hanskann fyrir mig. Skilningur hans á þessu léttmeti er eins og ég býst fastlega við að flestir skilji færsluna.
Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2009 kl. 11:04
Þessar ágætu reglur eru kenndar í sölumennsku og virka ágætlega til að kynnast fólki sem maður hefur aldrei hitt og þekkir ekki baun...
Yfirborðmennska eður ei.. þetta virkar Jón og þá er tilgangnum náð.. síðan kynnsit þú innri manni viðkomandi og þá velur þú hvort þú vilt halda vinskapnum áfram eða ekki ;)
Óskar Þorkelsson, 6.6.2009 kl. 12:02
Hvernig gat ég brugðist ókvæða við athugasemdum þínum Svanur, ef þú skrifaðir þær ekki? Ég bregst við þegar þú skrifar af yfirlæti og sjálfhverfu, sem svo einatt er einkennismerki þitt. Hefuðu hugleitt að kannski líki ekki öllum við þig af þeirri ástæðu? Kannski þarft þú bara svona artificial stimúlans til að þrífast. Kæmi mér ekki á óvart. Þú stenst samt ekki málið að prédíka það sem eilífan sannleik frá þeim, sem allt veit. Fullyrðingarnar eru allavega þannig.
Eftir þessa orðræðu er nokkuð víst að mér verður seint vel við þig. Þú sýndir mér aðeins of mikið af hugarheimi þínum til þess. Well done.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 12:32
Jón Steinar...ég skrifaði um ástæðuna fyrir því að ég gerði ekki athugasemd á sínum tíma við myndbandið þitt "...en þú hefur oft svarað athugasemdum mínum á annarra manna bloggum sem hér með skætingi og reynt af tilefnislausu af minni hálfu, að efna til illinda."
Mér sýnist að þú sért enn við sama heygarðshornið hvað þetta varðar.
Þér er tíðrætt um yfirlæti mitt og sjálfhverfu mína sem þér ætti þá ekki að verða skotaskuld úr að finna efnislega stað og vitna til en þú velur þess heldur að kasta gífuryrðum sem eins og ætíð, dæma sig sjálf.
Nú er það þannig Jón Ragnar að ég þekki þig ekki nokkurn skapaðan hlut, hef aldrei hitt þig og aldrei heyrt þig nefndan fyrr en ég kynntist þér hér á blogginu. Ég sé á skrifum þínum að þú getur verið skeleggur penni en kryddar þau oft með óvægum orðum. - Þér ætti að vera það auðvelt mál að leiða hjá þér skrif mín sem þér hugnast svona illa, sérstaklega þegar ég geri mér far um að verða ekki á vegi þínum eins og ég hef þegar lýst.
Að því sögðu legg ég til að við fáum okkur kaffibolla saman. Ég verð á Íslandi upp úr miðjum mánuði og þá getum við séð hvort ekki er mögulegt að grafa stríðsöxina annars staðar enn í hausnum á hver öðrum :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 6.6.2009 kl. 13:27
Ég verð að viðurkenna að ég skildi ekki svarið frá þér Jón Steinar en vertu ekkert að hafa fyrir því að reyna að útskýra það.
Mér finnst með ólíkindum hvað þér tekst að halda ró þinni Svanur Gísli. Og reyndar finnst mér það magnað að þú skulir ekki bara blokkera Jón Steinar á þinni síðu. Svona athugasemdir á blogg þykja mér ekki til fyrirmyndar, menn verða að gæta orða sinna hvort sem er í rituðu máli eða sögðu.
Varðandi kaffibollann, sem ég veit að þú bauðst Jóni Steinari, væri bara gaman að geta þegið hjá þér ef leiðir okkar liggja saman aftur.
Burkni (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 21:12
Sæll Burkni og þakka þér aftur þetta.
Ég er alveg til í kaffibolla bæði með og án Jóns:)
Sendu mér email með númeri og ég bjalla þegar þar að kemur.
kv,
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.6.2009 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.