Klúður hjá Neil Armstrong í "tunglskrefinu"

Frægasta setning síðust aldar er ótvírætt setningin sem Neil Armstrong sagði þegar hann fyrstur manna steig niður á tunglið 20. júlí árið 1969; . "One small step for man. One giant leap for mankind".

 Svona hefur setningin verið skrifuð og þetta er það sem heyrist á öllum afritum af setningunni sem milljónir manna heyrðu hann segja í beinni útsendingu frá fyrstu tungllendingunni þegar Neil sté úr stiga tunglferjunnar Erninum og niður á mánann.

Neil Armstrong during Apollo 11 mission (Nasa)                                    Ein af fáum myndum sem til eru af Neil Armstrong á tunglinu

"Eitt lítið skref fyrir manninn. Eitt stórt stökk fyrir mannkynið" sem er bókstaflega þýðingin á þessari setningu. Í þessu samhengi þýðir "manninn" það sama og "mannkynið" þannig að setningin verður merkingarfræðilega hálfgert klúður.

Þess vegna hefur Neil Armstrong ávallt haldið því fram að hann hafi sagt "Eitt lítið skref fyrir mann." þ.e. "One small step for a man" en a-ið hafi fyrirfarist í útsendingunni og einfaldlega ekki heyrst. Auki hafi hann mjög mjúkan hreim eins og allir frá Ohio þar sem a-in heyrast varla.

 

Neil Armstrong (Nasa)
Mr Armstrong sagði að hann hefði sagt "eitt lítið skref fyrir mann"

Nú hefur verið sannað að a-ið var aldrei sagt og að Neil hefur líklega sleppt því vegna álagsins sem hann var undir.

Þegar setningunni hefur verið breytt í stafrænar upplýsingar sést vel að það er ekkert pláss fyrir a-ið því að r-ið í "for" rennur saman við m-ið í "man". Rannsókn á raddbeitingu Armstrongs gefur til kynna að hann hafi ætlað að sega "a man" því hann hækkar tóninn í "man" en lækkar hann í "mankind".

Þá bendir margt til að þessi fræga setning sem allir hafa haldið vera samda fyrir Neil að segja af einhverjum hjá NASA eða jafnvel í Hvíta húsinu, hafi verið spunnin upp af honum sjálfum á staðnum.

Bent er á að hrynjandin í málfari Armstrongs og að það vanti samtengingar í textann eins og "og" eða "en" sem yfirleitt fylgir skrifuðum texta, séu vísbendingar um að hann hafi sagt það sem hann sagði af sjálfum sér. Merkingarfræðileg mistök hans renna líka stoðum undir þessa kenningu.  

                    Tunglferjan Örnin á leiðinni niður á Tunglið 20. júlí 1969
 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband