Ísland, eini ljósi punkturinn

ENDOF"Við fórum til Íslands til að kynna okkur það sem er álitið af mörgum friðunarsinnum besta viðmiðunin (gold standard) í nútíma fiskveiði-aðferðum."

Þannig komast framleiðendur nýrrar heimildakvikmyndar um fiskveiðar í heiminum að orði. Sýningar á myndinni sem heitir The End of the line hefjast í næstu viku en hún dregur upp ansi dökka mynd af ofveiðum víðast hvar í heiminum.

Í henni kemur m.a. fram að 90% fiskjar sé ofveiddur í ESB löndunum og að þau geti lært sitthvað af Íslendingum hvað varðar verndun fiskistofnanna, sérstaklega þegar kemur að því að framfylgja lögum gegn brottkasti. Segja má að Íslandshluti myndarinnar sé eini ljósi punkturinn i henni.

Heimildarmyndin er byggð á samnefndri bók blaðamannsins Charles Clover. Charles segir í viðtali við BBC að; "Þessar miklu auðlindir sem trúðum eitt sinn að væru endurnýjanlegar, sem allt mannkynið stóð í þeirri trú að væru óþrjótandi, eru ekki lengur endurnýjanlegar vegna gjörða okkar. Þess vegna þarf að nálgast málið á algjörlega nýjan heimspekilegan hátt. Framtíðin verður ekki eins og fortíð okkar"

BBC fjallar um þessa merku kvikmynd og þá umfjöllun er hægt að nálgast hér

Við þetta lof sem borið er á fiskveiðistjórn Íslendinga í myndinni rifjaðist upp frétt sem ég bloggaði um fyrir stuttu þar sem sagt er frá að sjávarútvegmálaráðherrar landa Evrópusambandsins hafi ákveðið á sameiginlegum fundi  í Brussel fyrir stuttu, að best sé að hætta að nota kvótakerfið sem ESB löndin notast við í dag og færa fiskveiðistjórnina aftur heim til landa og fyrirtækja sem veiðarnar stunda. Hér er sú grein.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband