4.6.2009 | 23:00
Of hrædd til að ferðast saman í sömu flugvél -
Sögur þeirra farþega sem hurfu í Atlantshafið með flugi Air France AF 447 og aðstandenda þeirra eru byrjaðar að flæða um fjölmiðlana og netið. Ein þeirra segir frá hinni sænsku Schnabl fjölskyldu.
Christine 34 ára og eiginmaður hennar höfðu búið í Rio de Janeiro í tíu ár, en upprunalega voru þau frá Svíþjóð. þau áttu tvö börn, Philip fimm ára og þriggja ára dóttur.
Þau ákváðu að heimsækja Svíþjóð saman en vegna þess að bæði voru hrædd við að lenda í flugslysi ákváðu þau að skipta fjölskyldunni upp og taka sitt hvora vélina til Parísar og aka þaðan til Svíþjóðar.
Herra Schnabl ásamt dótturinni tók vél sem fór á undan og þau lentu heilu á höldnu í París nokkrum tímum seinna. Hann spurðist fyrir um vélina sem Christine kona hans og sonur hans Philip höfðu tekið og fór í loftið tveimur tímum á eftir hans vél.
Honum var þá sagt að hennar væri saknað.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Ferðalög | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 787017
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
...þau fóru hvort í sína flugvélina.
And the moral of this story is?
Jóhann (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 23:24
Einmitt Jóhann. Kannski; ..sometimes what you plan for may happen..
Svanur Gísli Þorkelsson, 4.6.2009 kl. 23:58
Nú gerist þú of mikill forlagahyggjusinni fyrir minn smekk.
Áttu við að vegna þess að þetta par óttaðist dauðann, þá hrapaði vélin?
Eigi má sköpum renna? Er það mórallinn í sögunni?
Jóhann (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 00:24
Sniðugur, Jóhann!?
Þessar ráðstafanir urðu til þess að ástvinir hjónanna, til dæmis önnur börn, foreldrar og systkini, misstu þau ekki öll á "einu bretti" - ef svo má segja.
þÚ skilur ef til vill ekki að slíkt skipti máli?
Hlédís, 5.6.2009 kl. 00:36
Gættu hvað þú hugsar, það raungerist oft. Sbr. Gættu hvers þú óskar, það gæti ræst.
Eygló, 5.6.2009 kl. 00:36
Er ég sniðugur Hlédís? Ég er einfaldlega að spyrja hvað liggur til grundvallar þessarar sögu Svans.
Ekkert meir.
Að ég skilji ekki "hvað skiptir máli" er önnur umorðun spurningu minni.
Trúir þú því að það sé eitthvað orsakasamhengi á milli þess að hjónin ákváðu að fara hvort með sinni flugvél? Að sú ákvörðun hafi valdið því að önnur flugvélin fórst!?
Þvættingur!
Jóhann (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 02:24
En hvar var guddi eiginlega...? var hann kannski upptekin með Gunnari Á Krossinum... eða var hann að setja Maríu & Sússa á ristað brauð.
DoctorE (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 09:25
Sæll og blessaður Jóhann!
Ég trúi ekki á orsakasamhengi í svona máli. Veit að aragrúi varkárra hjóna flýgur ekki saman af umræddri ástæðu. Sérlega ekki er skilja börnin eftir. Það hlaut að koma að þessu. Líkindareikningur. Sjálf var ég ánægð að öll fjölskyldan var saman, er lenti í flugvélar-hremmingum fyrir mörgum árum. Vissi að þá yrði ekkert barn munaðarlaust. Hugsaði samt til ömmu og afa barnanna og fáeinna góðvina!
Hlédís, 5.6.2009 kl. 09:35
En ætluðu þau að fara saman í bíl frá París til Svíþjóðar? Það er margfalt hættulegra en flugið. Það er háskaleikur fyrir hjón að eyða yfirleitt nokkrum tíma í návígi, maður veit aldrei hvar loftsteinn kemur niður eða banvæn ný veira brýst út eða ég veit ekki hvað...
GJ (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 10:25
Það eru margar hliðar á þessu máli og þess vegna vakti sagan athygli mína. Eitt er augljóst að hjónin skipulögðu ferðir sínar og gerðu ráðstafanir til að mæta aðstæðum sem þessum frekar en að láta skeika að sköpuðu.
Auðvitað er þetta líkindareikningur en hversu nákvæmur er hann. Eru ekki meiri líkur á því að þau mundu deyja öll í bílslysi á milli Svíþjóðar og París en í Flugslysi yfir Atlantshafi eins og GJ kemur inn á? En líkindalega gerðu þau rétt í að ferðast því flest slys verða í minna en 1 km fjarlægð frá heimili manns.
Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2009 kl. 10:57
DoctorE finnst greinilega að ef til sé Guð þá ætti hann að sjá til þess að slys geti ekki átt sér stað, engar tilviljanir, engir erfiðleikar og ekkert "vont".
Í slíkum heimi væri engin munur á neinu, allt væri "gott" og þess vegna væri hugsun og skilningur og þar af leiðandi sjálfsvitund algjörlega óþörf og reyndar óhugsandi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2009 kl. 12:34
Til hamingju Svanur... sérðu núna hversu fáránlegt himnaríki er.. .hversu fáránlegur aldingarðurinn Eden er....hversu fáránlegir guðir eru
DoctorE (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 12:59
Einhver benti mér á að ef ég vildi vera nokkuð viss að engin sprengja væri um borð á flugvélini sem ætti að ferðast með þá ætti ég að taka með mér sprengju. Því séð út frá líkindum þá eru litlar líkur á að tvær sprengjur séu um borð á flugvél.
Það er kanski verra að reyna útskýra þetta fyrir yfirvöldum.
Ingó (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 14:26
Kæri DoctorE. Ef ég sæi heiminn með þínum augum, væri kannski ástæða til þess að þú óskaðir mér til hamingju, gerandi ráð fyrir að þú sért hamingjusamur maður. En sá Guð sem þú teiknar upp í þínum athugasemdum er mér mjög framandi. Ég trú ekki á Guð sem setur upp náttúrulögmálin og situr svo um hvert færi til að rjúfa þau þegar að þau valda mönnunum óhamingju. -
Fyrir mér er aldingarðurinn tákn fyrir þá ómunatíð í þróun mannsins þegar að hann lifði og dó eins og dýr merkurinnar, óuppfræddur um lögmál lífsins og ómeðvitaður um að til væri eitthvað sem væri rangt og annað sem væri rétt. Á vitundar um slíkt er engin synd til. Sagan af skilningstrénu er dæmisaga um þá tíma þegar sú þekking kemur til sögunnar og hægt er að kalla mannskepnuna til ábyrgðar fyrir gjörðir sínar.
Himnaríki fyrir mér er ekki staður heldur andlegt ástand. Það ástand felur í sátt við sjálfan sig og aðra menn í þeirri fullvissu að ég hafi gert mitt besta og valið að gera rétt eins og ég skil það hugtak. Val er því afar mikilvægt fyrir það ástand. Ef að öllum hlutum væri stjórnað á þá leið að til væri enginn sársauki eða þjáning, væri ég stöðugt í "paradís" eða nákvæmlega á þeim stað sem mannkynið var fyrir "syndafallið" í aldingarðinum Eden. Við það að geta valið og fundið sjálfur til fyrir afleiðingum vals míns verður til það sem við köllum andlegur þroski. Þroski er óhugsanlegur án breytinga.
Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2009 kl. 16:04
Sæll Ingó. Já, ef allir höguðu lífi sínu eftir líkindafræðinni eingöngu væri fátt aðhafst í henni veröld.
Svanur Gísli Þorkelsson, 5.6.2009 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.