4.6.2009 | 04:10
Mörgæsa-hommarnir Z og Vielpunkt
Í dýragarðinum í Bremerhaven, búa þeir Z og Vielpunkt. Þeir eru samkynhneigðar karlmörgæsir sem var gefið egg að liggja á eftir að raunverulegir foreldar þess höfðu hafnað því. -
Hommaparið er nú afar upptekið við að ala upp ungann sem er þegar orðin fjögra vikna gamall.
Dýragarðurinn komst í fréttirnar 2005 þegar hann setti á laggirnar sérstaka rannsókn á samkynhneigð mörgæsa þá ljóst varð að meðal mörgæsa garðsins voru þrjú pör af samkynhneigðum karlfuglum.
Þessi Þrjú pör gerði ítrekaðar tilraunir til að eðla sig og reyna síðan að liggja á og klekja út steinvölum í kjölfarið.
Þegar að stjórnendur dýragarðsins létu fljúga fjórum kvenfuglum til Þýskalands og koma þeim fyrir í sömu kerbúrum og karlfuglunum samkynhneigðu, urðu þeir að hætta við þau áform all-snarlega, vegna gífurlegra mótmæla samkynhneigðra aðgerðasinna, sem ásökuðu dýragarðinn um afskipti af eðlilegri hegðun dýrana.
Samkynhneigðu mörgæsirnar sex fengu að vera áfram dýragarðinum og nú ala tvær þeirra upp ungan sem þeir sjálfir klöktu út úr eggi sem hafði verið hafnað. Samkynhneigð meðal mörgæsa er þekkt fyrirbrigði annarstaðar frá og einnig að mörgæsahommar hafi tekið að sér munaðarlausa unga og alið þá upp.
Á síðasta ári t.d. átti að reka tvo mörgæsa-homma í burtu úr dýragarði í Kína fyrir að stela eggi frá gagnkynhneigðu pari. Eftir að dýraverndunarsamtök tóku málstað hommanna var þeim gefið egg til að klekja og voru þeir eftir það til friðs.
Vel er einnig kunnugt um samkynhneigð meðal annarra dýra sem þó er ekki að fullu skýrð. Því hefur verið haldið fram að hún þjóni fjölbreyttum tilgangi. Meðal bonobo apa sé hún notuð til að árétta yfirráð og meðal sumra fuglategunda séu það kvenfuglar sem para sig saman til að ala upp ungana.
Hjá öðrum tegundum sé það hvötin til að eðla sig þótt enginn sé makinn af gagnstæðu kyni til staðar, en líkt og hjá mönnum, virðast sumar tegundir njóta kynlífs sem ekki hefur í för með sér tímgun.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll | Facebook
Athugasemdir
Krúttlegt.
Rut Sumarliðadóttir, 4.6.2009 kl. 12:08
Sumir segja þetta náttúrulega vörn gegn offjölgun... bottom læn er að samkynhneigð er fullkomlega náttúruleg... trú er fullkomlega ónáttúruleg.
Praise nature
DoctorE (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 14:52
Ég held að það sé helst til mikil einföldun DrE að segja allir hommar eða lessur séu svar náttúrunnar við offjölgun. Samkynhneigð er líka til í samfélögum þar sem offjölgun er ekkert vandamál. Auðvitað er samkynhneigð náttúruleg enda hneigðin tengd náttúrulegum ferlum, öðru hefur aldrei verið haldið fram. Og það er líka rétt hjá þér að trú sem byggir yfirleitt á andlegum lögmálum sem eru handan náttúrunnar og getur því vel kallast ónáttúrleg.
Rut; Mjög :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 4.6.2009 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.