Sex skot af Tequila....í morgunmat

Amy að spilaUndanfarna mánuði hefur Amy Winehouse dvalið á eynni St. Lucia í Karíbahafi. Amy er söngkonan hæfileikaríka sem allir fremstu jass og funk tónlistamenn okkar tíma hafa reynt að fá til liðs við sig, án árangurs hingað til.

Hugmyndin með að senda hana til þessarar flottræfla sérlendu og leigja þar undir hana tvær villur, var að gera, að margra mati, lokatilraun til að forða henni frá því að deyja langt um aldur fram.

Amy hefur oft verið nálægt því að enda líf sitt. Hún er eituræta fram í fingurgóma, forfallinn fíkill á heróín, krakk og kók. Að auki er hún haldin sjálfsmeiðingarhvöt. Líkami hennar er öróttur eftir fjölda skurða og sígarettubruna sem hún hefur veitt sjálfri sér.

Amy að ælaÁ St. Luciu hefur átta manna starfslið reynt að koma í veg fyrir að hún næði í eiturlyf að áfengi undaskildu. Amy kann alveg að meta bús, það er ekki óalgengt að hún hefji daginn með nokkrum skotum að Tequila. Mitch faðir hennar flaug til baka til Bretlands fyrir nokkrum dögum og sagði  að "Amy þarf að bjarga sér sjálf". Talsmenn útgáfufyrirtækisins sem borgar brúsann fyrir Amy eru alveg búnir að missa vonina um að Amy geri nokkru sinni aðra plötu. Í örðu húsinu sem hún hefur til umráða var innréttað hljóðupptökustúdíó fyrir hálfa milljón punda. Amy hefur varla komið þar inn fyrir dyr. Þeim stundum sem hún er nokkurn veginn edrú, eyðir hún í félagi við sex ára innfædda stelpu sem heitir Aaliyah.

Amy og AaliyhaSkilnaður þeirra Amy og Blakes er í farvatninu. Hann á von á barni með núverandi sambýliskonu sinni. Amy saknar hans sárt og kvartar yfir að minningarnar sæki á hana. Blake og Amy eyddu hveitibrauðsdögunum einmitt á St. Lucia.

Sögurnar um drykkjuskap hennar "í meðferðinni" eru yfirgengilegar. Innfæddir eru orðnir vanir að sjá "Crazy Amy" skríðandi á fjórum fótum og spúandi yfir fætur annarra gesta sem gera sitt besta til að forðast allt samneyti við hana.

En hvað gengur Amy til með þessu framferði. Allir sem þekkja hana vita að hún er bráðskörp og afar hæfileikarík kona sem var á góðri leið með að leggja heiminn að fótum sér. Faðir hennar hefur aðeins eina skýringu. "Sem barn þóttist hún oft vera að kafna eða þóttist  villast og tínast í miðri London. Það sem hún var að sækjast eftir var að fólk hefði áhyggjur af henni."

Nánari umfjöllun um Amy er að finna  hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Það er nú ósköp einfalt sem hrjáir Amy. Hún er einfaldlega áfengis- og vímuefnasjúk eins og ca. 10-15% mannkyns. Ekkert einstakt, skrítið eða dularfullt við það. Hefðbundinn alki sem vill svo til að er líka hæfileikaríkur söngvari.

Páll Geir Bjarnason, 3.6.2009 kl. 04:25

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Pottþétt að hún alki Páll, en er hún hefðbundin? Fullt af ölkum nær tökum á fíkn sinni ekki satt? Amy getur ekki hætt að éta eitur.  Fullt af ölkum halda áfram að "framleiða" hvað sem það svo er sem þeir framleiða. Amy getur varla stunið upp hljóði. Svo er hún alltaf að skera sig og brenna?

Stjórnleysi hennar er algjört. Eina ástæðan fyrir því að hún er á lífi er að hún á fullt af peningum, foreldra sem hafa hugsað um hana og að í kringum hana er fullt af fólki sem fram að þessu hefur vonast til að geta grætt eitthvað á henni.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.6.2009 kl. 04:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er alki sjálf en ég þekki enga "hefðbundna" alka.  Þoli ekki þessar klisjur um fólk.

Mér finnst afskaplega sorglegt að fylgjast með þessari frábæru söngkonu ramba á línu milli lífs og dauða.

Úff.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2009 kl. 10:27

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég drekk appelsínusafa og kaffi á morgnana, alveg nógu sterkt fyrir mig.

Rut Sumarliðadóttir, 3.6.2009 kl. 12:28

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Leiðrétting Svanur, Amy hefur ekki ennþá getað hætt að éta eitur. Sama á við um fjölda alka. Sumir hreinlega deyja úr þessu og ná aldrei að hætta. Hver veit hvað framtíð Amy ber í skauti sér? Verður hún alki sem nær sér aldrei í neinn bata eða verður hún alki sem kemst í gegnum bataþróun. Of snemmt að segja.

Páll Geir Bjarnason, 3.6.2009 kl. 17:02

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Vona að þín fullyrðing reynist sannari félagi Páll.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.6.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband