1.6.2009 | 23:34
Hafa rétt til að vera jafn óhamingusamar og karlar
Að skoða samtímann í ljósi viðtækra og marktækra skoðanakannana, gefur okkur m.a. tækifæri til þess að sjá hvaða áhrif ný hugmyndafræði hefur á samfélagið.
Fyrir 1970, áður en kveinréttindabaráttan náði hámarki á vesturlöndum, fór fram viðamikil skoðanakönnun sem sýndi að konur álitu sig öllu jafna, umtalsvert hamingjusamari en karlar.
Á síðustu 30 árum hafa tækifæri kvenna til að velja hvort og hvenær þær kjósa að stofan til fjölskyldu og barneigna, til að ganga menntaveginn og til að láta að sér kveða í stjórnmálum og atvinnulífi, aukist til muna. Jafnrétti kynjanna hefur verið lögfest í vel flestum löndum vesturheims.
Niðurstöður nýrrar bandarískrar könnunar sem einnig náði til Evrópulandanna og kynnt hefur verið undir nafninu "Mótsögnin um minnkandi hamingju kvenna" sýnir að hamingja kvenna er nú til jafns við það sem gengur og gerist á meðal karla.
Þeir sem stóðu fyrir könnuninni viðurkenna að konur séu í dag líklegri til að segja hug sinn allan en þær voru þegar viðmiðunarkönnunin var gerð um 1970. Þannig er mögulegt að niðurstöður þeirrar könnunar hafi verið skekktar af tilhneigingu kvenna á þeim tíma, til að látast vera sáttar við sinn hlut, vegna þess að almenn viðhorf styrktu þá ímynd kvenna að þær ættu helst heima í eldhúsinu, uppteknar af barnauppeldi.
Ein af spurningunum sem vakna þegar rýnt er í þessa nýju könnun er hvort þau karllægu gildi sem svo greinilega ráða lögum og lofum í samfélaginu og konum er boðið að tileinka sér, hafi þær áhuga á að neyta jafnréttis síns, séu yfirleitt til þess fallin að auka hamingju fólks.
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Dægurmál, Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú "fáum" við konur líka að deyja úr sömu streitusjúkdómum og karlar...
Áhugaverður pistill hjá þér Svanur.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 2.6.2009 kl. 04:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.