1.6.2009 | 15:39
Hvaða þvingunarleiðir nota kínversk stjórnvöld á Íslendinga?
Hvað veldur þessari þjónkun íslenskra stjórnavalda við gerræðislega tilburði kínverskra stjórnvalda til að kúga fólk, hvort sem er heima hjá sér eða að heiman. Fyrir fáeinum árum var fjöldi Falun Gong fylgjenda settur í stofufangelsi á Íslandi á meðan að tekið var á móti forseta Kína með pompi og prakt. Enn fleirum var meinað um að koma til landsins, allt vegna þess að forsetinn sem m.a. var frægur fyrir að stjórna aðgerðum kínverska hersins gegn mótmælendum á torgi hins himneska friðar 1989, þoldi ekki að sjá gulklædda Falun Gong fylgjendur nokkurs staðar í nágrenni við sig.
Nú halda íslensk stjórnvöld sig vel í fjarlægð frá Nóbels-friðarverðlaunahafanum Dalai Lama. Kínversk stjórnvöld hafa horn í síðu hans eftir að hann var hrakinn af þeim frá heimalandi sínu Tíbet, sem Kínverjar hernumdu.
Hvar sem Dalai Lama fer, fylgja kröftug mótmæli frá kínverskum stjórnvöldum sem flest lönd þó virða að vettugi. En ekki Ísland. Jafnvel þótt koma hans sé ekki í boði ríkisins hefði verið við hæfi að sýna þessum manni sem álitinn er talmaður friðar og sátta, langt út fyrir raðir þeirra sem fylgja honum að málum í trúarlegu tilliti, tilhlýðilega virðingu í stað þess að láta sem hann sé eins og hver annar ferðalangur.
Spurningin sem stjórnvöld ættu að svara, sérstaklega eftir að hafa miklað sig af nýjum og opinskáum stjórnarháttum, er; hvað hafa Kínverjar á Íslendinga og hvaða þvingunarleiðir nota þeir til að kúga íslensk stjórnvöld til hlýðni?
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 787033
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
kína hefur ekkert tak á íslenskum stjórnvöldum.. okkur íslendingum virðist bara vera í blóð borin undirlægjuháttur hverskonar..
Óskar Þorkelsson, 1.6.2009 kl. 16:52
Þessir stjórnarherrar hér eru og verða gungur og druslur,og aldrei annað.
Magnús Steinar (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 17:17
Sammála hverju orði í pistlinum - ekki síst þessu síðasta!
Lára Hanna Einarsdóttir, 1.6.2009 kl. 17:38
Það er auðvelt að sitja í dómarasæti í þessu máli en ráðherrar eru ekki öfundsverðir að vera krafðir um að taka afstöðu í þessu viðkvæma innanríkismáli í Kína. Kínversk stjórnvöld telja það alvarlega móðgun ef stjórnvöld taka á móti ,,aðskilnaðarsinnum" með opinberum hætti eins og dæmin sína. Hvað væri sagt ef forystumenn aðskilnaðarsinna í Tyrklandi, Spáni eða Rússlandi svo dæmi sé tekið kæmi hingað í heimsókn og hitti fulltrúa stjórnvalda með opinberum hætti? Á sama hátt er auðvelt að dæma ráðherra fyrir linkind gagnvart kínverskum stjórnvöldum ,,að þora ekki að hitta" Dalai Lama en höfum í huga að ráðherrar eru örugglega að hugsa um hagsmuni þjóðarinnar í þessu sambandi. Það væri auðveldur ,,populísmi" að slá sig til riddara og heilsa trúarleiðtoganum vinsæla og fá myndirnar birtar í Séð og heyrt. Það hefði örugglega skilað mörgum atkvæðum en spurningin er hvort það yrði þjóðarbúinu til hagsbóta til lengri tíma litið. Auðvitað er kalt að meta þetta svona en við skulum hafa í huga að stjórnvöld geta beitt sér bakvið tjöldin með viðræðum við valdamenn í Kína til að hafa áhrif á mannréttindi í Tíbet og annars staðar í Kína. Það er mun árangursríkari aðferð. Ég veit heldur ekki betur en að Dalai Lama hafi verið sýndur mikill sómi hér á landi t.d. með sameiginlegri friðarstund í þjóðarkirkju Íslendinga. Mikilvægasta spurning hér er: Þekkjum við aðstæður og sögu Tíbet nógu vel til að gerast dómarar í þessu viðkæma innanlandsmáli í Kína, sem gæti haft áhrif í öllu alþjóðakerfinu?
Jón Baldur Lorange, 1.6.2009 kl. 22:28
Sæll Jón og þakka þér athugasemd.
Við hana geri ég samt eftirfarandi athugasemdir.
Fyrir það fyrsta er Dalai Lama ekki aðskilnaðarsinni. Hann hefur margoft lýst því yfir að hann vilji að Tíbet fái heimastjórn en ekki fullan aðskilnað frá Kína, jafnvel þótt að sé augljóst á sögulegum forsendum að Tíbet er þjóð sem hefur verið hernumin af annarri.
Dalai Lama hefur ekki gengið í tali eða verkum sínum á móti einni einustu samþykkt sameinuðu þjóðanna, heldur hefur hann þvert á móti verið talsmaður friðsamlega lausna á málefnum síns lands, eitthvað sem ekki er hægt að segja um aðskilnaðarsinna þeirra landa sem þú nefnir sem sumir hverjir hafa verið listaðir sem hryðjuverkamenn. Það er því afar óviðeigandi að líkja Dalai Lama saman við þá.
Í öðru lagi er það sem þú segir að sé "hart að segja," ekki bara hart, heldur hreint út sagt ósiðlegt. Það er ósiðlegt og algjörlega óásættanlegt ef það er satt sem þú segir, að íslensk stjórnvöld séu að selja siðferðislega skyldu sína til að standa með réttlátum málstað fyrir einhverja íslenka "hagsmuni." Það er illur heimur sem skapast af slíkum hugsunarhætti og það á ekkert skylt við "populisma" að fylgja sannfæringu sinni. Það er miklu frekar "populismi" að gera það ekki.
Sóminn sem Dalai Lama var sýndur hér af trúfélögum á Íslandi hefur nákvæmlega ekkert með þetta mál að gera.
Og að síðustu, Já saga Tíbet er ekkert leyndarmál og hefur verið mönnum kunn um langt skeið. Fáfræði einstakra aðila er þó ætíð til vansa, einkum þeirra sem líta á innrás í annað land sem "innanríkismál", alveg eins og þegar Rússar réðust inn í Georgíu fyrir skömmu. Þeir sögðu það annarríkismál. Innrásin í Írak var líka innanríkismál Bandaríkjanna, o.s.f.r. en allir sem vilja, vita að svo var ekki.
Til að greina þarna á milli væri ekki úr vegi t.d. að kynna sér ályktanir Sameinuðu þjóðanna um málið.
Það er einnig þreytt og gömul lumma að bera fyrir sig geopólitískar ástæður til að verja illvirki og kúgun. Það gengur ekki upp þegar að upplýsingaflæðið til almennings er orðið eins mikið og raun ber vitni.
Svanur Gísli Þorkelsson, 1.6.2009 kl. 23:05
Sæll Svanur Gísli og takk fyrir svarið,
Ekki ætla ég að gerast talsmaður stjórnvalda í þessu máli heldur var þetta sjónarmið mitt inn í umræðuna þar sem ég reyndi að sitja mig í spor stjórnvalda. Þú tókst eftir að ég setti ,,aðskilnaðarsinnar" í gæsalappir þegar ég ræddi um Tíbet en ekki þegar ég ræddi um aðra aðskilnaðarsinna. Þú veist þú eins og ég Svanur að Kínverjar líta örugglega á Tíbetbúa sem aðskilnaðarsinna og auðvitað er heimastjórn fyrsta skrefið í sjálfstæðisbaráttu. Það þekkjum við best Íslendingar úr sögu okkar. Við vitum líka að ástandið í alþjóðakerfinu er mjög viðkvæmt þessa stundina og varast verður að rugga bátnum að óþörfu. Þó er ég ekki endilega að segja að þetta mál geri það.
Ég skal viðurkenna að þú þekkir örugglega betur til aðstæðna í Tíbet en ég. En ég velti fyrir mér hvort allir íbúar í Tíbet vilji aðskilnað frá Kína eða hvort það sé bundið við ,,yfirstéttina". Væntanlega vilja Tíbetbúar einnig taka upp fyrri lífshætti ef þeir fá heimastjórn og ég velti fyrir mér hvernig það rímar við aðstæður annars staðar í Kína.
En aðalmálið varðandi komu Dalai Lama, sem sannanlega er mikill trúarleiðtogi og mannvinur, er að honum er mikill sómi sýndur af Íslendingum og öllum trúarhópum á Íslandi. Á sama hátt hefur Dalai Lama sýnt íslensku þjóðinni mikinn heiður að heimsækja Ísland í för sinni um Norðurlönd. Er ekki bara ágætt að vera ekki að blanda stjórnmálamönnum í svona heilagt mál?
Jón Baldur Lorange, 1.6.2009 kl. 23:38
Ég var að lesa viðtal við Dalai Lama í Mbl. í dag. Mér sýnist maðurinn vera hallur undir Bahái trú. Heldurðu að einhver hafi boðað honum "hina einu sönnu trú"? Það væri verðugt verkefni, eða hvað?
gp (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 02:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.