Kóreustríðinu framhaldið

0627_n_korea11Þegar að Norður Kóreumenn gerðu innrás í Suður Kóreu árið 1950 hófst Kóreustríðið. Árið 1953 var gert vopnahlé á milli stríðandi aðila sem hefur haldið að mestu þar til núna. Aldrei var skrifað undir neina friðarsamninga til að ljúka styrjöldinni.

Í kjölfarið á kjarnorkutilraunum N-Kóreumanna á dögunum sögðust S-Kóreumenn ætla að taka þátt í að leita vopna um borð í bátum á Gula Hafinu sem færu til eða frá Norður Kóreu, en bæði löndin liggja að því hafi. Stjórn Kim Jang-il í  Norður Kóreu  lýsti því þá yfir að vopnahléinu væri lokið.

Hverjar eru líkurnar á stór-átökum?

Mjög litlar verður að telja. Ólíklegt er að N- Kórea geri aftur innrás í S-Kóreu sem er studd af Bandaríkjunum og Kim mundi örugglega tapa þrátt fyrir að hafa meira en eina milljón manna undir vopnum. Mikilvægasta markmið Kims er og hefur verið að halda völdum. Styrjöld mundi binda endi á stjórnarferil hans.

Hvaða möguleikar eru í stöðunni?

Mögulegt er að það komi til minniháttar átaka, sérstaklega á svæðinu í Gula hafinu sem aldrei hefur náðst samkomulag um hver eigi tilkall til. Til sjóorrusta gæti komið ef Bandaríkin og S-Kóreumenn reyna að framkvæma vopnaleit um borð í skipum frá N-Kóreu.

Hvað um kjarnavopn Norður Kóreu?

Trúlegt er að N-Kóreumenn ráði yfir allt að 10 kjarnaorkusprengjum. Plútoníum í sprengjurnar fengu þeir frá kjarnorkuverinu í Youngbyon. En þær eru ekki eins ógnvekjandi og halda mætti. N-Kóreu hefur ekki tekist að þróa kjarnaodda sem eldflaugar gætu borið. Kjarnorkusprengjum þeirra yrði því að varpa úr flugvél. Ef að herflugvél tæki síg á loft frá N-Kóreu á átakatímum mundi hún umsvifalaust verða skotin niður.

Hvað er það versta sem Norður Kórea getur gert?

Mesta hættan fyrir S-Kóreu stafar af langdrægum þungavopnum N-Kóreu. Seúl höfuðborg S-Kóreu er aðeins um 46 km. frá landamærum þjóðanna og þar búa rúmlega 20.000.000 manns. Stórskotalið N-Kóreu sem telur um 18.000 mismunandi stórskotaliðs-einingar og flestum þeirra er beint að S-Kóreu. N-Kórea gæti því dælt allt á milli 300.000 og 500.000 sprengikúlum inn í Seúl-borg á hverri klukkustund.

Hvað mun gerast í framhaldinu?

S-Kórea og Bandaríkin munu saman reyna að halda Kim í skefjum og herða viðskiptabönnin sem þegar hafa verið samþykkt gegn stjórn hans. Leitað verður í skipum N-Kóreu og reynt að útiloka að til eða frá landi berist búnaður til kjarnavopna gerðar. En hvorugir munu sækjast eftir að styrjöldin hefjist aftur fyrir alvöru. Suður-Kórea vill ekki taka þá áhættu að Soúl verði lögð í rúst og Kim vill ekki að völd hans raskist því þau eru honum mikilvægari en nokkuð annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Styrjöld mundi binda endi á stjórnarferil hans.

Karlálkan hann Kim jung Il  er  fárveikur eftir því sem fregnir herma.. kannski hann vilji fara með hvelli !  bókstaflega.

Óskar Þorkelsson, 28.5.2009 kl. 19:27

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta eru viðsjárverðir tímar !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.5.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband