Ísland í 4. sæti

image001Íslenskar þingkonur komu saman til að fagna því að fleiri konur sitja nú á alþingi en nokkru sinni fyrr. Konur sitja í 27 af 63. þingstólum sem er 42.9% af heildafjöldanum. Þegar listinn yfir hlutfall fjölda kvenna á löggjafaraþingum landa heimsins er skoðaður sést að hinn góði árangur kvenna í síðustu kosningum lyfti Íslandi upp í fjórða sæti.

Efst á þeim lista trónir Afríkulandið Rúanda þar sem rúmar tíu milljónir manns búa. Landið sem er einna þekktast fyrir skelfileg þjóðarmorð sem áttu sér stað þar 1994 var fyrsta þjóðin í heiminum sem konur voru kosnar í meiri hluta á löggjafarsamkundu þjóðlands.

Í Rúanda sitja konur í 45 af 80 sætum þingsins sem er hlutfallslega 56.3%

ime_7441Í öðru sæti eru grannar okkar og frændur Svíar. Á Sænska þinginu sitja 164 konur en alls er fjöldi þingsæta 349. Hlutfall kvenna er því 47%

Í þriðja sæti er Kúba. Þar eru þingsæti alls 614 en konur sitja í 265 þeirra sem er hlutfallslega 43.2%

Það vakti athygli mína að Bretland er í 58. sæti á listanum, en þar er hlutfall kvenna á þingi aðeins 19.5%.

Bandaríkin eru enn neðar, eða í 70. sæti með 16.8%.

Þeir sem vilja rýna enn frekar í þennan merka lista, geta gert það HÉR

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband