10.5.2009 | 20:55
Nćstu 100 dagar / Nýtt upphaf eđa Waterloo
Íslenska ríkisstjórnin nýja bođar 100 daga ađgerđaráćtlun. Hún fetar ţannig í fótspor Franklins Delano Roosevelt sem varđ forseti Bandaríkjanna 4. mars 1933. Roosevelt einsetti sér ađ leggja drögin ađ ţví sem hann kallađi "The new deal" á fyrstu hundrađ dögum sínum sem forseti.
Fyrstu ađgerđir Roosevelt til ađ endurreisa efnahag Bandaríkjanna fólu í sér ađ fá ţingiđ til ađ samţykkja 15 meiriháttar lagabreytingar, sem var fylgt eftir af 15 ávörpum , 10 útvarpsrćđum, fréttafundum sem haldnir voru tvisvar í viku, ţ.e. eftir hvern ríkisstjórnarfund. Hann kallađi einnig saman alţjóđlega ráđstefnu um efnahag heimsins, og setti fram stefnu sína í utarríkismálum sem innanlands.
Ţegar kemur ađ stjórnmálsögu heimsins, koma samt ađrir 100 dagar frekar upp í hugann en 100 fyrstu valdadagar Roosevelts forseta.
Dagarnir sem liđu frá ţví ađ Napóleon snéri aftur frá útlegđinni á Elbu 20. mars 1815 og ţangađ til Lúđvík fjórtándi settist aftur í valdstól í Frakklandi, 8. júlí sama ár, voru nákvćmlega 100 dagar og eru oft kallađir 100 dagar Napóleons.
Ţeir dagar voru ölagaríkustu dagar Napóleons og ađ segja má allrar Evrópu á ţeim tíma. Á ţessu tímabili tók ein orrustan viđ af annarri hjá Napóleon og herjum hans sem enduđu viđ Waterloo ţar sem endir var loks bundinn á valdaferil hans ađ fullu og öllu.
Mér segir svo hugur ađ íslenska ríkisstjórninni leiki hugur á ađ vekja međ landmönnum svipađar tilfinningar og bćđi Napóleon og Roosevelt gerđu í brjóstum sinna landa ţótt endirinn á 100 daga ađgerđaráćtlunum ţeirra geti varla veriđ ólíkari.
En ţađ á eftir ađ koma í ljós hvort Jóhönnu og Steingrími tekst ađ gefa íslendingum sitt "nýja upphaf" eđa hvort ţau stýra ţjóđinni til sér-íslensks Waterloo.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alţjóđamál | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.