Sagan í hausnum

Hausmyndin mín er máluð af tveimur kínverskum listamönnum og gerð í stíl ítalskra endurreisnarmálara. Á henni er a finna 100 frægar persónur úr mannkynssögunni auk listamannanna sjálfra. Til skamms tíma var hausmyndin á blogginu mínu mín tekin innan úr þessari mynd en sett inn í fullri stærð fyrir viku. 

Með því að smella á myndina hér fyrir neðan og síðan aftur á myndina sem þá birtist, færðu upp stækkaða mynd þar sem öll smáatriði koma greinilega fram. Þú getur athugað hversu margar persónur þú telur þig þekkja á myndinni.

Ef þær eru færri en 20 er komin tími til að þú rifjir lítillega upp mannkynssöguna. Ef Þú kannast við 20-60 ertu gjaldgengur í hvaða spurningakeppni sem er og ef þú þekkir 61-100 ertu snillingur. Ef þú þekkir nöfn allra þeirra 102 andlita sem á verkinu sjást ertu annar þeirra sem málaðir verkið.

famous_people

Þegar þú ert búin að spreyta þig á kunnáttu þinni getur þú fengið allar upplýsingar um hverjar þessar persónur eru, með því að færa bendilinn yfir andlit þeirra á myndinni sem er að finna HÉR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég náði yfir 20 :) svo ég slepp við sögukennsluna.

Óskar Þorkelsson, 2.5.2009 kl. 17:50

2 identicon

Mér tókst að bera kennsl á 46 einstaklinga.

Ingó (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 17:56

3 identicon

spurning hvort ætti að nota þetta sem inntökupróf í sagnfræðina

Ingó (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 17:57

4 identicon

Allt of margir Kínverjar. 42. En ég er er hræddur um að málurunum hafi orðið á stórkostleg mistök. Ég finn hvergi John Lennon!!

sigurvin (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 22:35

5 identicon

Ég þekki nöfn 30 þessara einstaklinga, kannast við fleiri sem ég get ekki nefnt með nafni. Skemmtileg þraut!

Kolla (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 23:23

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ingó greinilega mega-glöggur á framliðna :)

Sammála því að svona uber Sarg.Pepper stæling ætti að hafa Bítlana eða alla vega John. Líka því að það eru of margir Kínverjar þarna fyrir minn vestræna smekk.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.5.2009 kl. 00:23

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það má líka líta svo á að kínverjar eigi að hafa 42 menn þarna.. þrátt fyrir allt er þetta elsta menningarríki heims og líka það fjölmennasta.. en okkar vestræni hugsunarháttur og vestræn sögukennsla nær ekki til kína nema bara á yfirborðinu..

Óskar Þorkelsson, 3.5.2009 kl. 10:06

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hvað má þá segja um Indverja? Bara einn á myndinni?

En það er dálítið sérstakt, að á flestum listum yfir 100 "mikilvægustu" sögupersónurnar hafa Skotar alltaf átt flestar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.5.2009 kl. 10:11

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er merkileg staðreynd með skotana..

Já hvers eiga indverjar að gjalda :).. þeir eiga þó Buddah hann var ekki á myndinni ef ég man rétt.

Óskar Þorkelsson, 3.5.2009 kl. 10:23

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sjúkkit...  Þarna ertu! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.5.2009 kl. 12:12

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Smá stillingarvilla Lára mín. Komið í lag.

Svanur Gísli Þorkelsson, 3.5.2009 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband