Tæknilegt einelti

Það vekur alltaf athygli þegar ofbeldi og hrottaskapur stúlkna gegn stallsystrum sínum kemst í fréttirnar. Það er næsta víst að ofbeldi á borð við það sem átti sér stað upp í Heiðmörk fyrir stuttu, tengist einelti. Reyndar er daglegt einelti meðal unglinga orðið svo hátæknilegt að það er stundum erfitt að átta sig á hvort um raunverulegt einelti er að ræða eða "eðlileg" samskipti unglinga.

Jessie+LoganÞannig gerðist það fyrir stuttu að Jessie Logan, átján ára skólastúlka í Cincinati í Bandaríkjunum sendi stráknum sem hún var að deita, mynd af sér í dálítið sexý pósu. Slíkt er afar algengt og  stundum kallað "sexting". Eftir að þau hættu saman, hóf stráksi að dreifa myndinni meðal félaga sinna og þannig flaug myndin milli nokkur hundruð farsíma á örskammri stundu. Í kjölfarið varð Jessie að þola einelti og stríðni frá skólafélögum sínum og kunningjum sem voru að senda á hana illgjarna texta í tíma og ótíma. Skólayfirvöld reyndu að slá á eineltið með því að láta Jessie koma fram í sjónvarpi og biðjast vægðar. En allt kom fyrir ekki og að lokum hengdi Jessie sig.

5CC088DC-042F-C79A-45E502A35D623464Í Bretlandi hefur nýlega verið tekin í gagnið hjálpar-miðstöð sem kallast "Cyber-mentors"  fyrir börn og unglinga sem verða fyrir einelti og áreiti í gegnum farsíma og tölvur.  Þeir sem á annað borð taka þátt í eineltis-aðgerðum gegn félögum sínum vita að í skólum er reynt að fylgjast með atferli þeirra. Í stað "hefðbundins" eineltis er því meir og meir notast við farsíma, skilaboð og tölvur þar sem hægt er að semda myndefni og rætna texta eftirlitslaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta svo viðurstyggileg árás og augeðslegt að ég á ekki til orð til að lýsa því hvernig mér líður þegar ég heyri um svona hegðun gagnvart annarri mannveru.

Fólk þarf að gera sér grein fyrir því að því fylgir ábyrgð að búa við frelsi, þá á ég ekki við frelsi þar sem fólk telur sig hafa leyfi til þess að gera það sem þeim langar til að gera. heldur á ég við frelsi sem félst í því að fara eftir lögum og reglum.

Með lögum skal land byggja en ólögum eyða.

Ingó (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband