Kynlíf í kvöld

Hætt er við að spennan sem hefur verið að hlaðast upp í fólki smá saman undanfarnar vikur og jafnvel mánuði, nái hámarki í kvöld, þegar kjörstöðum verður lokað og byrjað verður að telja upp úr kössunum. Víst er að Það verður spennufall hjá mörgum seinni hluta kvöldsins þegar úrslit verða staðfest og því mikilvægt að vita hvernig hægt er að bregðast við því. -

Framvindan um myndun stjórnar eftir kosningar er nokkuð skýr og fyrirsjáanleg, þannig að ekki verður nein veruleg spenna tengd henni. XV og XS munu mynda stjórn og í stjórnarandstöðu verða XO, XB og XD. En hvort sem þú telur að þú hafir unnið eða tapað kosningunum, aukið völd þín eða tapað þeim, er viðbúið að í þér búi langvaraandi streita sem leita muni útrásar í kvöld.

Sex-and-stressÞað er samdóma álit lækna og sérfræðinga að besta leiðin til að bregðast við spennufalli sé að beina hinni innlokuðu orku inn í kynlífið. 

Kynlíf og spenna eru mjög tengd. Spenna hefur oft verið sögð orsök minni kynþarfar en jafnframt er kynlíf oft besta leiðin til að losa um spennu. Þeir sem eru í vafa um undursamleg áhrif kynlífs á heilsu og líf okkar, geta lesið hér  og hér stuttar greina um efnið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Ætli það verði titringur á skjálftamælum veðurstofnunar eftir fyrstu tölur. Setjum öll X við kynlíf eftir lokun kjörstaða

Þorvaldur Guðmundsson, 25.4.2009 kl. 14:11

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Huxa að þjóðin öll hafi gargandi þörf fyrir einn.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.4.2009 kl. 16:25

3 identicon

Góð hugmynd eða - talarðu af reynslu? Ég á eina góða minningu af spennufalli á kosninganótt

gp (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband