Fagrar og sexý eða konur í neyð

Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú sérð svona myndir?  Í gegnum huga minn flaug spurningin,

a2b2Hvað er eiginlega að í þessum heimi?

Ef það eru til vitsmunaverur á öðrum hnöttum, skilur maður vel af hverju þær halda sig fjarri okkur, þegar við skoðum myndirnar sem hér fylgja og berum þær saman.

a3b5Sumar eru teknar í landi þar sem fólk lifir við alsnægtir og friður ríkir. Aðrar eru teknar þar sem styrjaldir, hungurneyðar og kerfisbundin utrýming fólks hafa átt sér stað.

Sjúkdómarnir sem valda þessu ástandi eru mismunandi.

a1b1Þeir heita mismunandi nöfnum en eiga það sameiginlegt að eiga heima í huga og hjörtum fólks.

Annars vegar heita þeir;  hatur og vanþekking, fordómar og græðgi. Einkenni þessarar sjúkdóma á heimsmælikvarða eru styrjaldir og hungurneyðir.

a6b7Hins vegar heita þeir; sjálfshatur, ímyndarveiki, depurð og einmannleiki sem eru andleg einkenni anorexíu og búlimíu.

Eins og flestum er orðið ljóst eru myndirnar vinstra megin af tísku-sýningarstúlkum. Þær eru fyrirmyndir þúsunda ungra stúlkna í Bandaríkjunum og mörgum löndum Evrópu. Stúlkurnar hægra megin eru fórnalömb úr útrýmingarbúðum og hungursneyða af völdum styrjalda.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Já, og sjáum hvað það er sjúkt að "tísku"stúlkunum skuli veitt vinna, í stað þess að hjálpa þeim til lækninga. Svo breytist viðmiðunin (og hefur gert) smám saman, svo á endanum verður hver og einn veikur af einni eða annarri ástæðu.

Hinar myndirnar sem settar eru til samanburðar, rífa úr manni hjartað. Þótt þar séu önnur öfl að verki þá verður hungursneyð og aðrar hörmungar, stundum hafðar að féþúfu líka.

Ekki færi ég til svona plánetu

Eygló, 24.4.2009 kl. 02:48

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ó mægod; Hver er munurinn ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 24.4.2009 kl. 03:11

3 identicon

Er alveg sammála - en hef þó séð þessar myndir af fyrirsætunum áður, en þær hafa flogið um tölvuheiminn... stuttu seinn komu þó fram aðrar myndir - sömu myndirnar í raun - áður en þær voru ýktar með photoshop...

,,Fyrir" myndirnar voru reyndar mjög sláandi líka, þó ekki alveg eins svakalegar og þær eru gerðar með aðstoð tölvutækni... !

Bryndís NIelsen (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 12:00

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hverjum finnst þetta fallegt í alvöru talað, segi það nú líka hvað er að í þessum heimi.

Rut Sumarliðadóttir, 24.4.2009 kl. 12:38

5 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Mér finnst í raun furðulegt að "fyrirmyndirnar" skuli geta staðið uppréttar. Þær kúguðu hægra megin geta það illa.

Það er mikið að hjá okkur, það er alveg ljóst.

Marta Gunnarsdóttir, 24.4.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband