22.4.2009 | 15:46
Endanleg kosningaspá Dr. Phil
Kosningaspá Dr. Phil fyrir alþingiskosningarnar á Íslandi 2009 hefur setið óþýdd í tölvupóstinum mínum í tvo daga. Ég hef verið að leiða það hjá mér að þýða og birta hana, en nú er mér ekki stætt á því lengur, því ítrekað hefur verið spurt hverju henni líði. Hér kemur því spáin.
Mjög hefur dregið úr þreki ránfuglsins og er hann nú orðin svo máttfarinn að honum mun aðeins auðnast að klekja út fimmtán eggjum.
Mikil verður vegur hins rauða röðuls en hans vagn munu draga um himinhvolfið, áður en yfir lýkur, ekki færri en tveir tugir geithafra.
Ljósbláa týran sem áður vakti athylgi líkt og hrævareldar á mastri þjóðarskútunnar, mun slokkna.
Örvhenta græna fylkingin mun breikka og tala skjaldbera hennar bera upp á tölu þjóðhátíðardagsins.
Þeir sem guðirnir elska deyja ungir og sumir ná því aldrei að fæðast og komast í tölu lifenda.
Græna frúin situr hokin í herðum og handfjatlar hattinn sinn. Úr honum hafa fokið allar skrautfjaðrirnar nema sex.
Hamar Þórs mun lenda á íslenska þjóðarsteðjanum með miklu meiri þunga en búist var við. Af höggi hans munu fimm appelsínugulir neistar spretta fram og kveikja í morgunhimninum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Menning og listir | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hlýtur að hafa átt að vera fimmtán fúleggjum
Þorvaldur Guðmundsson, 22.4.2009 kl. 15:58
Jahá....
Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2009 kl. 16:01
Þetta er djúp speki hjá Dr. Phil. Úr eggjum koma ungar - nýtt líf . Geithafrar eru vinnuhestar sem draga vagna leiðtogans - og altarisfórnir. Skjaldberar eru verndarvættir. Skrautfjaðrir eru það ... notaðar til skrauts. Neistar slokkna.
Til að byrja munu því geithafrar og skjaldberar stjórna áfram þar til hin raunverulegu svik og spilling koma í ljós, geithöfrunum verður þá fórnað og við það munu neistarnir slokkna. Þá munu væntanlega skjaldberar ásamt ungunum sem þá verða þroskaðir og farnir að hefja sig til flugs taka við og nota þá skrautfjaðrir þegar á þarf að halda.
gp (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:25
Sínum augum lítur hver á silfrið Þorvaldur minn. Sumum finnast þessi egg örugglega vera gullegg :)
Jamm Sigrún....ertu eitthvað vantrúuð á þessa spá?
gp: Phil er dulúðugur mjög en samt skýr á tölunum finnst mér. En þetta er ágætis ábending hjá þér um möguleikana sem má lesa út úr þessari spá
Svanur Gísli Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 16:46
En mikið rosalega eiga þessi egg eftir að vera spæld að loknum kosningum.
Þorvaldur Guðmundsson, 22.4.2009 kl. 17:46
Tölurnar eru svo skýrar að það þarf nú varla að endurtaka þær; D-15, S-20, F-0, V-17, L-0, B-6, O-5, samtals 63 þingmenn. Miklu skemmtilegra að spá í textann hans og hvaða vísbendingar er að finna þar.
Hin eggin, önnur en þessi fimmtán sem klekjast út og verða að ungum, verða hugsanlega fúlegg eða spæld egg, en ungarnir verða að fuglum sem læra að fljúga. Hér er mikilvægt að skoða það sem við höfum að vinna með í framtíðinni í stað þess að einblína á það sem ekki verður í boði.
gp (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 18:08
Þetta er sem sagt spá ekki könnun, ætli hann hafi notað kúlu eða Tarot spil, nú eða vambir og garnir. Ég hefði getað toppað þetta auðveldlega með Tarotspilunum.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 22.4.2009 kl. 19:18
Þetta er stórmerkilegt. Ég sendi þetta yfir á fésbókina.
D - 15
V - 20
F - 0
S - 17
P - 0
B - 6
O - 5
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.4.2009 kl. 20:22
Er Lára Hanna ekki að snúa við þingmannafjöldanum hjá VG og Samfylkingu?
Svanur ég vildi óska að þetta yrðu kosningaúrslitin
Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2009 kl. 21:20
Þetta er alveg rétt hjá þér, Sigrún... ég var búin að punkta þetta niður á blað og hafði rétt þar. Svo snerist þetta í endurriti.
Takk fyrir að leiðrétta mig!
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.4.2009 kl. 22:09
Hvað þýðir þetta fyrir okkur sama ömurlega spilingin og Séra Jón mun áfram vera séra Jón og Jón bara Jón.
Ingó (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 01:05
Af litlum neista verður oft mikið bál.
Margrét Sigurðardóttir, 23.4.2009 kl. 08:47
Athyglisvert að nýja Borgarahreyfingin fær einum færri en Framsókn, það væri gaman ef það yrði öfugt. Held að tími Framsóknarmanna sé alveg liðinn og var að vona að það sama mætti segja um Sjálfsstæðismenn, held þessir tveir flokkar þyrftu góða hvíld núna. Þetta er skemmtilega fram sett og gaman að þessu - takk fyrir og gleðilegt sumar
Ingibjörg (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 09:23
Ingibjörg; Mér og mínum að meinalausu megi ósk þín rætast :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 12:48
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item261954/
Axel Þór Kolbeinsson, 24.4.2009 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.