Endanleg kosningaspá Dr. Phil

islandbladraKosningaspá Dr. Phil fyrir alþingiskosningarnar á Íslandi 2009 hefur setið óþýdd í tölvupóstinum mínum í tvo daga. Ég hef verið að leiða það hjá mér að þýða og birta hana, en nú er mér ekki stætt á því lengur, því ítrekað hefur verið spurt hverju henni líði. Hér kemur því spáin.

Mjög hefur dregið úr þreki ránfuglsins og er hann nú orðin svo máttfarinn að honum mun aðeins auðnast að klekja út fimmtán eggjum.

Mikil verður vegur hins rauða röðuls en hans vagn munu draga um himinhvolfið, áður en yfir lýkur, ekki færri en tveir tugir geithafra.

Ljósbláa týran sem áður vakti athylgi líkt og hrævareldar á mastri þjóðarskútunnar, mun slokkna.

Örvhenta græna fylkingin mun breikka og tala skjaldbera hennar bera upp á tölu þjóðhátíðardagsins.

Þeir sem guðirnir elska deyja ungir og sumir ná því aldrei að fæðast og komast í tölu lifenda.

Græna frúin situr hokin í herðum og handfjatlar hattinn sinn. Úr honum hafa fokið allar skrautfjaðrirnar nema sex.

Hamar Þórs mun lenda á íslenska þjóðarsteðjanum með miklu meiri þunga en búist var við. Af höggi hans munu fimm appelsínugulir neistar spretta fram og kveikja í morgunhimninum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Þetta hlýtur að hafa átt að vera fimmtán fúleggjum

Þorvaldur Guðmundsson, 22.4.2009 kl. 15:58

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Jahá....

Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2009 kl. 16:01

3 identicon

Þetta er djúp speki hjá Dr. Phil. Úr eggjum koma ungar - nýtt líf . Geithafrar eru vinnuhestar sem draga vagna leiðtogans - og altarisfórnir. Skjaldberar eru verndarvættir. Skrautfjaðrir eru það ... notaðar til skrauts. Neistar slokkna.

Til að byrja munu því geithafrar og skjaldberar stjórna áfram þar til hin raunverulegu svik og spilling koma í ljós, geithöfrunum verður þá fórnað og við það munu neistarnir slokkna. Þá munu væntanlega skjaldberar ásamt ungunum sem þá verða þroskaðir og farnir að hefja sig til flugs taka við og nota þá skrautfjaðrir þegar á þarf að halda.

gp (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:25

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sínum augum lítur hver á silfrið Þorvaldur minn. Sumum finnast þessi egg örugglega vera gullegg :)

Jamm Sigrún....ertu eitthvað vantrúuð á þessa spá?

gp: Phil er dulúðugur mjög en samt skýr á tölunum finnst mér. En þetta er ágætis ábending hjá þér  um möguleikana sem má lesa út úr þessari spá

Svanur Gísli Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 16:46

5 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

En mikið rosalega eiga þessi egg eftir að vera spæld að loknum kosningum.

Þorvaldur Guðmundsson, 22.4.2009 kl. 17:46

6 identicon

Tölurnar eru svo skýrar að það þarf nú varla að endurtaka þær; D-15, S-20, F-0, V-17, L-0, B-6, O-5, samtals 63 þingmenn. Miklu skemmtilegra að spá í textann hans og hvaða vísbendingar er að finna þar.

Hin eggin, önnur en þessi fimmtán sem klekjast út og verða að ungum, verða hugsanlega fúlegg eða spæld egg, en ungarnir verða að fuglum sem læra að fljúga. Hér er mikilvægt að skoða það sem við höfum að vinna með í framtíðinni í stað þess að einblína á það sem ekki verður í boði.

gp (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 18:08

7 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Þetta er sem sagt spá ekki könnun, ætli hann hafi notað kúlu eða Tarot spil, nú eða vambir og garnir. Ég hefði getað toppað þetta auðveldlega með Tarotspilunum.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 22.4.2009 kl. 19:18

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er stórmerkilegt. Ég sendi þetta yfir á fésbókina.

D - 15
V - 20
F - 0
S - 17
P - 0
B - 6
O - 5

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.4.2009 kl. 20:22

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Er Lára Hanna ekki að snúa við þingmannafjöldanum hjá VG og Samfylkingu?

Svanur ég vildi óska að þetta yrðu kosningaúrslitin

Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2009 kl. 21:20

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er alveg rétt hjá þér, Sigrún... ég var búin að punkta þetta niður á blað og hafði rétt þar. Svo snerist þetta í endurriti.

Takk fyrir að leiðrétta mig! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.4.2009 kl. 22:09

11 identicon

Hvað þýðir þetta fyrir okkur sama ömurlega spilingin og Séra Jón mun áfram vera séra Jón og Jón bara Jón.

Ingó (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 01:05

12 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Af litlum neista verður oft mikið bál.

Margrét Sigurðardóttir, 23.4.2009 kl. 08:47

13 identicon

Athyglisvert að nýja Borgarahreyfingin fær einum færri en Framsókn, það væri gaman ef það yrði öfugt. Held að tími Framsóknarmanna sé alveg liðinn og var að vona að það sama mætti segja um Sjálfsstæðismenn, held þessir tveir flokkar þyrftu góða hvíld núna. Þetta er skemmtilega fram sett og gaman að þessu - takk fyrir og gleðilegt sumar

Ingibjörg (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 09:23

14 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ingibjörg; Mér og mínum að meinalausu megi ósk þín rætast  :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.4.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband