Ronnie Wood vinnur áfangasigur í Kazakhstan

ronnie-wood_0Ég get ómögulega stillt mig um að koma hér á framfæri smá "update"  á fyrsta og eina "skúbbinu" mínu, fram að þessu, þ.e. þegar ég hitti Ronnie Wood á förnum vegi í fyrra og átti við hann orðastað.

Það er ljóst að ævintýrið á Írlandi þar sem hann dvaldist með hinni rússnesku ástmey sinni Ekaterínu hefur dregið dilk á eftir sér. Um það sagði Ronnie á sínum tíma að hann hefði verið "bad boy". Ég taldi víst að hann meinti að þetta væru eins og hver önnur rokk-strákpör hjá honum.  En nú er Ronnie skilinn og reynir hvað hann getur til að vingast við fjölskyldu kærustunnar og sérstaklega hina 75 ára gömlu Lyudmillu Ivanovu, sem er höfuð ættarinnar.

RUSSIA-Lyudmila-Ivanovna-Pensioner-190Hún býr í Kazakhstan og er enn ómyrk í máli þegar hún tjáir sig um Ronnie hinn 61. árs gamla gítarleikara sem hún kallar Ronik.

Hún sagði eitt sinn að Rollingarnir væru "bæði ljótir og ógeðslegir". Nýlega var hún spurð hvað henni fyndist um tilhugalíf þeirra Ronnie og Ekaterínu. "Ef hann vill giftast Ekaterínu, þá mun ég gleðjast fyrir þeirra hönd."  svaraði sú gamla."Ef þetta er raunveruleg ást leyfum þeim þá að vera hamingjusöm."

Lyudmilla segist samt halda að  " hjónbandið endist ekki lengi. "Hún er miklu yngri en hann þannig að hún mun fá tækifæri til að giftast aftur ef eitthvað kemur fyrir Ronik." "En svona er heimurinn í dag. Gamlir menn yfirgefa fjölskyldur sínar og finna sér ungar kærustur".

Ronnie_Woods_Russian_beauty_Ekaterina_Ivano_Picapp_44071Ronnie yfirgaf Jo Wood eftir 23 ára hjónaband til að vera með Ekatreínu.

Gamla konan heldur því jafnframt fram að ástæðan fyrir því að enginn úr fjölskyldu Ronnie, ekki einu sinni börn hans,  taka í mál að hitta Ekaterínu, sé að Jo hafi beðið þau um það. "Þetta ástand er ekki gott" bætir hún við.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru tveir spurningar sem ég fæ í kollinn þegar ég las þessa greinn, en þær eru

Er þetta líffræðileg hvött til þess að eiga betri möguleika á að fjölga sér?

Eða er þetta lítil stjórn á andlegum dyggðum?

Hvað er það sem stjórnar okkur er það ég eða eru þetta allt saman lífræðileg boð sem segja okkur hvað við eigum að gera.

Ingó (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 18:57

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Man eftir þessari færslu.  Hehe, strax eftir frumsýninguna á Shine a Light.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2009 kl. 22:06

3 identicon

Þú ert nú meiri wannabí-inn!

Og hvað viltu verða?

Blogg-hetja?

Jóhann (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 01:11

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hvar var Karl Bretaprins meðan þið Róni voruð að sinna ömmunni frá Kaz ???

Þetta fer að verða verra en þegar Hrafn Gunnlaugsson var í heita pottinum með Ingmar Bergman og Leonard Choen -og Bob Dylan fékk ekki að vera memm...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 17.4.2009 kl. 03:06

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einmitt Hildur, Þetta er bara alveg eins.

Aldrei vitað hvað ég ætla að verða þegar ég er orðin stór Jóhann.

Einmitt Jenný :)

Ingó; Líf rokkarans er sex, drugs og Rock & role og ekki endilega í þessari röð, sérstaklega eftir sextugt.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.4.2009 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband