Heldri bloggarar

bloggersÉg hef lengi verið að hugsa um að skrifa pistil um Félag heldri bloggara á blog.is en einhvern veginn ekki komið mér að því fyrr en nú. Ég hef sterkan grun um að ástæðan fyrir þessu framtaksleysi sé sú, að þetta ágæta félag er ekki til.

Það ætti að vera til og gæti orðið til, en mér vitanlega hefur það ekki verið stofnað enn.

Félag heldri bloggara gæti starfað mjög svipað og önnur menningarfélög. Félagar kæmu saman einu sinni tvisvar á ári, til að sýna sig og sjá aðra, hvetja hvern annan til dáða og klappa hverjum öðrum á bakið.

Eða kannski er þetta bara gömul hugmynd sem ég greip út úr ljósvakanum, og sem löngu er búið að afgreiða sem dauðadæmt rugl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þetta er ekkert rugl Svanur, stofnuð hafa verið mörg vitlausari félög en svo.

Maður er manns gaman, og bloggið hefur svo sannarlega aukið fjölbreytni í litrófi mannlífsins.  Nú á síðustu og verstu tímum, hefur það örugglega hjálpað mörgum til að finna reiði sinni og óánægju farveg, sem er ögn heilbrigðara en að láta hana bitna á saklausum.

Svo hallast ég líka að því að tilkoma bloggsins, sem strangs aðhalds og frjórrar skoðanamyndunnar,  sé jafn mikil ef ekki meiri bylting en þegar forsetaframbjóðendur USA Nixon og Kennedy háðu sínar fyrstu sjónvarpskappræður.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.4.2009 kl. 02:25

2 Smámynd: Jakob S Jónsson

Þetta er skemmtileg hugmynd, Svanur, sem verður gaman að sjá hvernig þróast. Ég er þeirrar skoðunar að bloggið per se hefur lítil sem engin áhrif á frjálsa umræðu né heldur eflir það skoðanaskipti. Til að svo verði, þarf einmitt það sem er lykilatriði í hugmynd þinni - heldri bloggara, sem kunna orðum sínum forráð og nota ekki miðilinn til að spreða hvaða bulli sem er. Þú ert einn þessara bloggara, Svanur, og átt sem slíkur að sjálfsögðu heima í slíkum félagsskap.

Jakob S Jónsson, 15.4.2009 kl. 07:58

3 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Sæll Svanur!  Þó ég eigi ekki heima í þessum félagsskap þá finnst mér þetta góð hugmynd!  kveðja baldur

Baldur Kristjánsson, 15.4.2009 kl. 08:40

4 identicon

Það finnst mér sniðugt og ekkert rugl.  Og þó fólk eins og ég sem sem bloggar ekki beint, heldur ´skiptir sér bara af´ kannski passi ekki inn´í, finnst mér hann Baldur að ofan vel passa með þeim heldri.

EE elle (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 09:52

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ágætis hugmynd Svanur. Og nú er „boltinn“ hjá þér - hvað næst?

Hjálmtýr V Heiðdal, 15.4.2009 kl. 11:41

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góð hugmynd

Hólmdís Hjartardóttir, 15.4.2009 kl. 13:21

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er klárt að Baldur væri ómissandi í slíkum félagsskap enda eðalbloggari sem og þið öll hin sem hér hafa tjáð sig.

En það er spurningin hvað næst eins og Hjálmtýr segir.  Vona að fleiri tjái sig um málið, líka þeir sem sjá þessu eitthvað til foráttu.

En það væri kannski ráð kalla saman á undirbúningsfund þá sem mundu vilja koma að skipulagningu stofnfundar.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.4.2009 kl. 15:04

8 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Hverjir eru heldri borgarar, áttu við eldri borgarana. Hvað yrði þá aldurstakmarkið. Það er líklega ómögulegt að ákvarða hverjir eru "heldri borgarar" nema nota aldursár.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 15.4.2009 kl. 18:45

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Nei Tara, Þetta er bara grín-nafn. Auðvitað fengju allir bloggarar sem taka sjálfa sig hæfilega alvarlega aðgang.

Svanur Gísli Þorkelsson, 15.4.2009 kl. 22:18

10 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Nú nú þar fór það

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 16.4.2009 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband