Hvað er svona spes við páskadag

elijah_chariot_of_fireÞá er hátíðlegasti og elsti helgidagur kristinnar trúar genginn í garð. Skilningur sumra er að á þessum degi fyrir réttum 2000 árum eða svo, hafi tilgangur gjörvallrar sköpunarinnar uppfyllt sig. Sú túlkun gerir ráð fyrir að dauði Krists sé miklu mikilvægari fyrir sáluhjálp fólks en líf hans og kenningar. Þeir sem halda því fram segja líka að einstæði Krists sé fólgið í því að hann einn reis upp frá dauðum og sté upp til himna. Þeir  verða auðvitað að horfa fram hjá öðrum frásögnum í Biblíunni sem eru afar hliðstæðar, og gera það yfirleitt léttilega.  Sem dæmi, var farið á slá vel í Lasarus þegar að Kristur kallaði hann til lífs aftur, þannig að Lassarus reis upp frá dauðum löngu á undan Kristi. Nokkrum hundruðum árum hafði spámaðurinn Elía spreytt sig á svipuðu kraftaverki með góðum árangri. Hann var auk þess sjálfur uppnuminn til himna með miklum gustó eða eins og því er lýst í Síðari Konungabók;

 "11 En er þeir héldu áfram og voru að tala saman, þá kom allt í einu eldlegur vagn og eldlegir hestar og skildu þá að, og Elía fór til himins í stormviðri. 12 Og er Elísa sá það, kallaði hann: "Faðir minn, faðir minn, þú Ísraels vagn og riddarar!" Og hann sá hann ekki framar.

En ef við höldum okkur við atburði þá sem sagðir eru hafa átt sér stað á páskasunnudag fyrir rétt um 2000 árum, þá er þeim lýst í öllum fjórum guðspjöllunum.

Jóhannes ríður á vaðið með frekar látlausri frásögn þar sem allir eru voða mikið að flýta sér og hlaupa þess vegna talvert um. Það eina sem þeir finna er tóm gröf;

marymagdalene-SimoneMartini20 Jóhannes
1 Fyrsta dag vikunnar kemur María Magdalena til grafarinnar svo snemma, að enn var myrkur, og sér steininn tekinn frá gröfinni. 2 Hún hleypur því og kemur til Símonar Péturs og hins lærisveinsins, sem Jesús elskaði, og segir við þá: "Þeir hafa tekið Drottin úr gröfinni, og vér vitum ekki, hvar þeir hafa lagt hann."

3 Pétur fór þá út og hinn lærisveinninn, og þeir komu til grafarinnar. 4 Þeir hlupu báðir saman. En hinn lærisveinninn hljóp hraðar, fram úr Pétri, og kom á undan að gröfinni. 5 Hann laut inn og sá línblæjurnar liggjandi, en fór samt ekki inn. 6 Nú kom líka Símon Pétur á eftir honum og fór inn í gröfina. Hann sá línblæjurnar liggja þar 7 og sveitadúkinn, sem verið hafði um höfuð hans. Hann lá ekki með línblæjunum, heldur sér samanvafinn á öðrum stað. 8 Þá gekk einnig inn hinn lærisveinninn, sem komið hafði fyrr til grafarinnar. Hann sá og trúði. 9 Þeir höfðu ekki enn skilið ritninguna, að hann ætti að rísa upp frá dauðum. 10 Síðan fóru lærisveinarnir aftur heim til sín.

Næst kemur frásögn Markúsar. Þar eru Maríurnar orðnar tvær auk einhverrar Salome. Þá kemur ungur maður í hvítri skikkju til sögunnar.

mary,mary,salome16 Markús
1Þá er hvíldardagurinn var liðinn, keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. 2Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. 3Þær sögðu sín á milli: "Hver mun velta fyrir oss steininum frá grafarmunnanum?" 4En þegar þær líta upp, sjá þær, að steininum hafði verið velt frá, en hann var mjög stór. 5Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju og þær skelfdust.

Þá kemur framburður Lúkasar og færist nú fjör í leikinn. Konurnar eru aftur þrjár og einhver Jóhanna hefur slegist í för með Maríunum. Nú eru mennirnir sem þær sjá orðnir tveir og klæðin eru ekki lengur aðeins hvít, heldur skínandi og Þeir tala til kvennanna.

REF+-+Noli+me+Tangere+-+Giotto24 Lúkas
1En í afturelding fyrsta dag vikunnar komu þær til grafarinnar með ilmsmyrslin, sem þær höfðu búið. 2Þær sáu þá, að steininum hafði verið velt frá gröfinni, 3og þegar þær stigu inn, fundu þær ekki líkama Drottins Jesú. 4Þær skildu ekkert í þessu, en þá brá svo við, að hjá þeim stóðu tveir menn í leiftrandi klæðum. 5Þær urðu mjög hræddar og hneigðu andlit til jarðar. En þeir sögðu við þær: "Hví leitið þér hins lifanda meðal dauðra? 6Hann er ekki hér, hann er upp risinn. Minnist þess, hvernig hann talaði við yður, meðan hann var enn í Galíleu. 7Hann sagði, að Mannssonurinn skyldi framseldur verða í hendur syndugra manna og krossfestur, en rísa upp á þriðja degi."

8Og þær minntust orða hans, 9sneru frá gröfinni og kunngjörðu allt þetta þeim ellefu og öllum hinum. 10Þessar konur voru þær María Magdalena, Jóhanna og María móðir Jakobs og hinar, sem voru með þeim. Þær sögðu postulunum frá þessu. 11En þeir töldu orð þeirra markleysu eina og trúðu þeim ekki. 12Pétur stóð þó upp og hljóp til grafarinnar, skyggndist inn og sá þar líkklæðin ein. Fór hann heim síðan og undraðist það, sem við hafði borið.

Matteus slær síðan öllum hinum við. Þar byrjar sagan á jarðskjálfta, síðan koma tvær Maríur, þá er mættur engill og varðmenn komnir vettvang sem eru lafandi hræddir. Svo talar engillinn við konurnar en hápunkturinn er þegar Kristur sjálfur birtist og tekur fagnandi á móti þeim.

Etty_William_Christ_Appearing_to_Mary_Magdalene_after_the_Resurrection28 Matteus
1Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komu þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina. 2Þá varð landskjálfti mikill, því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann. 3Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór. 4Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir.

5En engillinn mælti við konurnar: "Þér skuluð eigi óttast. Ég veit, að þér leitið að Jesú hinum krossfesta. 6Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Komið og sjáið staðinn, þar sem hann lá. 7Farið í skyndi og segið lærisveinum hans: ,Hann er upp risinn frá dauðum, sjá hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann.' Þetta hef ég sagt yður."

8Og þær fóru í skyndi frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans boðin.

9Og sjá, Jesús kemur á móti þeim og segir: "Heilar þið!" En þær komu, féllu fram fyrir honum og föðmuðu fætur hans. 10Þá segir Jesús við þær: "Óttist ekki, farið og segið bræðrum mínum að halda til Galíleu. Þar munu þeir sjá mig."

Þessar mismunandi útgáfur Guðspjallanna af því hvernig lærisveinunum varð kunnugt um að að Kristur væri upprisinn bera vitni um að sagan hefur breyst eins og ævintýri í aldanna rás. Það Guðspjall sem  síðast er samið, hefur bætt flestu við söguna og gert hana ævintýralegri en hinar frásagnirnar sem eru eldri.

Það sem fæstir kristnir gefa nokkurn gaum er sú staðreynd að í þrjá daga var Kristindómurinn dauður. Upprisa kristindómsins er stóri punkturinn í þessari sögu sem hefst með því að María kallar saman fyrsta fund lærisveinanna til að ráða ráðum sínum eftir aftöku Krists. - Það finnst mér öllu meiri áfangi í sögu trúarbragðanna en yfirnáttúrulegar skýringar á því hvað varð um líkama Krists.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Síðan fór María með einum lærisveinana til Efesus og átti þar alveg þokkalega ævi.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 12.4.2009 kl. 07:10

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hildur og er nú saga að segja frá því öllu :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 12.4.2009 kl. 08:55

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég tek þessu öllu létt...en það MEIGA KRISTNIR MENN EKKI GERA! (ÞÁ ERU ÞEIR EKKI KRISTNIR!)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.4.2009 kl. 00:08

4 Smámynd: Eygló

Í sumum frásögnum Biflíunnar af frásögnum einhverra, dettur manni helst í hug að sá síðarnefndi hafi verið "á einhverju"

Eygló, 13.4.2009 kl. 02:50

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Voru guðirnir geimafarar? eldvagnar=eldflaugar? Eitthvern tíma voru uppi pælingar um þetta, hvað veit ég!

Hjá mér eru páskarnir um málshætti, hef sérstaka ánægju af þeim.

Rut Sumarliðadóttir, 13.4.2009 kl. 13:21

6 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

"Upprisa" Lasaeusasar ofl. var til dauðlegs lífs. Þau græddu nokkur ár. Mikilvægi upprisu Jesú er falið í því hver hann sagðist vera. Var Jesú úldið arabakjöt á Páskadagsmorgni? Já.

En var hann eitthvað annað og meira? Það er spurningin og einkum og sérílagi spurningin um trú. Það er niðurstaða pistils Svans, að mér finnst.

Markús er elsta ritið Matteus og Lúkas byggja á því og annarri heimild sem Markús byggir á líka. Jóhannes er yngsta og sjálfstæðasta ritið. Það er almennt samkomulag um þetta.

Sá sem les trúarrit sem lögregluskýrslu frá í gær án túlkunar kemst fljótlega í sjálfheldu, um það vitna fjöldi sértrúarsafnaða, allt frá Essenum á tíma Jesú til ja! ég vil ekki nefna neinn á nafn sérstaklega. Reyndar  verður ekki hjá því komist hjá dómara að túlka lögregluskýrslu og svo þarf að túlka niðurstöðu dómarans og svo endalaust áfram ef maðurinn á að vera hugsandi vera.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.4.2009 kl. 13:44

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hárrétt hjá þér Kristján og þakka þér góða athugasemd.

Rut; Erik Von var skemmtilegur. Já páskaegg og málshættir, gulir ungar og svoleiðis, allt frjósemistákn sem ég er ekki hissa á að þér líki við ;)

Eygló; Það hafa nokkrar bækur verið skrifaðar um sveppaát í Palestínu og kaktusjapl í Mexíkó.

Sammála þér Anna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.4.2009 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband