10.4.2009 | 18:23
Augun í Írak
Öruggasti staðurinn í Bagdad hefur um langt skeið verið sá staður eða svæði þar sem sjálfsmorðssprengjufólk hefur látið til skarar skríða hverju sinni, næstu klukkustundirnar eftir að það hefur kippt í spottann eða ýtt á hnappinn. Það er ekkert óvenjulegt eða sjokkerandi lengur við tugi sundursprengdra líka eða blóðuga líkamsparta á víð á dreif. Og vegna þess að eftir að ósköpin hafa dunið yfir, hraða vitnis-samsærismennirnir sér af vettvangi til að segja frá "hetjudáðinni" á næsta sellufundi, sækjast bandarískir hermenn eftir að að sjá um öryggismálin á slíkum vettvangi. -
Fréttamenn sem venjulega þyrpast líka á staðinn til að taka myndir af ferskasta blóðbaðinu, hafa sagt frá því í einkaviðtölum að þegar að líkamsleyfum fólks er sópað saman, séu augun eini líkamshlutinn sem þeir beri kennsl á í fljótu bragði. Allt annað er eins og torkennilegir blóðkögglar. Það er einhver kaldhæðni í því að á meðan sum fórnarlömbin lifðu, sá almenningur aldrei meira af þeim en í augu þeirra. Gott að fréttamennirnir þekkja ekkert til Vatnsenda-Rósu og kveðskapar hennar.
Þegar að einhver sprengir sig í loft upp með sprengjubelti um mittið, verður oftast of lítið eftir af viðkomandi, til að hægt sé að bera á hann kennsl. Til þess eru því oftast notaðar upptökur úr myndavélum sem komið hefur verið fyrir af Bandamönnum víðs-vegar um borgina, einkum við opinberar byggingar, moskur og markaði. Að auki hafa Bandamen nokkur gervitungl sem stara sínum rafrænu augum niður á borgina með svo öflugum linsum að þær geta lesið á merki-flipanna í hálsmálununum á stuttermabolum drengjanna.
Í Írak hefur augað fleiri menningarlegar skírskotanir en í flestum öðrum samfélögum. Flest heimili eru skreytt með páfuglsfjöðrum enda fjaðrirnar taldar heillatákn. "Augu" fjaðranna minna fólk á allt-sjáandi auga Guðs. Skiljanlegt að í Evrópu eru páfuglsfjaðrir taldar óheillamerki á heimilum og augu þeirra sögð augu skrattans. Ekki síður í dag en á tímum Saddams Husayns eru augu stóra bróður allsstaðar í Bagdad.
Meginflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:26 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert ótrúlegur, Svanur . . . lifðu heill!
Egill (IP-tala skráð) 11.4.2009 kl. 11:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.