Apaspjall

Gibbon_Amiens_26873í stað þess að sveifla sér milli trjánna og taka þátt í ærslum hinna gibbon apanna sat Aude, ungur karlapi, þögull undir tré og virtist þungt hugsi. Ale, systir hans sá að það amaði eitthvað að og settist hjá honum. Hún sagði ekki neitt um stund en einbeitti sér við að naga hríslu eins og hún væri gómsætur sykurreyr. Loks stóðst Aude ekki mátið lengur og spurði:

Geturðu ekki nagað þessa hríslu einhversstaðar annarsstaðar?

Ale; Jú jú, en ég kom nú hérna af því að ég sá að þér líður eitthvað illa. Kannski borðaðir þú of mikið af mangó í gær.

Aude: Mangó, nei það er ekkert að mér í maganum.

Ale Hvað er það þá?

Aude; Ég varð bara svo dapur allt í einu. Ég var að hugsa um hvernig órangútunum fækkar dag frá degi þarna á suður frá.

Ale; Hvað kemur það þér við; því færri sem þeir eru, því meira er að hafa fyrir okkur.

Aude; Þetta er nú mjög eigingjarnt sjónarmið. þeir eru einu sinni apar eins og við.

Ale; Eigingirni, hún er ekki til. Þeir hafa ekki vit á að bjarga sér eins og við. Þetta er bara lögmál, þeir sem geta bjargað sér lifa, hinir.....deyja.

Aude; En það er ekkert réttlæti í þessu. Órangútarnar hafa lifað á þessu svæði síðan allt byrjaði. Svo kemur þessi mannapi sem allt virðist eiga og geta. Hann heggur niður skóginn bara til að rækta sykur handa sjálfum sér og allir aðrir verða að víkja. Hvað eiginlega gefur honum rétt til að haga sér svona.

75116-004-6CA367EAAle; Réttlæti, það er ekkert til sem heitir réttlæti. Náttúran er ekki réttlát. Mannapinn er einfaldlega klárasti apinn í skóginum og þess vegna hæfastur. Hann þarf greinilega á öllu þessu sem hann framleiðir að halda. Eins og ég var að segja, þeir sem geta bjargað sér, lifa.

Aude; Nú ef það er ekki til neitt réttlæti, þá gæti mannapinn í það minnsta sýnt smá miskunnsemi. Hann tekur ekkert tillit til neins, bara veður áfram og heggur allt í burtu sem hægt er að lifa af.

Ale; Hvað ertu nú að bulla. Það er heldur ekkert til sem heitir miskunnsemi. Það sem þú tekur fyrir miskunnsemi, er þegar stóru aparnir vægja litlu öpunum til þess að stofninn þurrkist ekki út. Mannapinn hefur engar slíkar kenndir til okkar eða annarra dýra.

Aude; En allt hjá mannapanum er bara svo yfirgengilegt. Til hvers þarf hann allan þennan skóg, allt þetta svæði sem hann leggur undir sig. Hvernig væri að hann sýndi smá hógværð.

logged_forestAle. Það er eins og þú skiljir ekki þetta grundvallaratriði að það er aðeins eitt lögmál sem gildir. Það er að sá hæfasti til að lifa lifir, hinir deyja. Kallaðu það bara lögmál frumskógarins. Allt þetta sem þú ert að tala um hefur enga merkingu sem nær út fyrir þetta lögmál. Hógværð er bara þegar þú borðar ekki allt sem þú getur borðað í dag vegna þess að þá mundir þú fá meltingartruflanir og veikjast.

Aude; Ég hef nú samt áhyggjur af þessu. Hvað gerum við þegar að mannapinn kemur hingað til þess að höggva skóginn.

Ale; Það sem skiptir máli er dagurinn í dag. Við getum ekkert vitað hvað gerist á morgunn. Hvers vegna að eyða tímanum í að hafa áhyggjur af því sem enginn ræður nokkru um. Komdu bara aftur upp í tré og sveiflaðu þér eins og við hin. Nóg til af mangó og allt í goodí.

Aude sá að það var tilgangslaust að ræða áhyggjur sínar frekar við systur sínar. Hann stóð á fætur og teygði sig í næstu grein og vó sig upp í tréð.

Um leið og Ale ætlaði að fylgja honum fann hún fyrir sársauka í brjóstinu. Hún leit niður og sá blóð sitt drjúpa úr stóru gati í miðjum brjóstkassanum. Henni sortnaði fyrir augum og féll síðan máttvana á jörðina.

 

Þessi stutta frásögn er tileinkuð spjallvinum mínum Kristni Theódórs og DoctorE.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: egvania

Frumskógar lögmálið sá sterki lifir.

Góð saga þakka þér fyrir.

egvania, 3.4.2009 kl. 18:13

2 identicon

Flott saga.

. (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 18:31

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Frábær dæmisaga, takk.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.4.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband