"persónukjör" er orðið persónulíkjör

voting1Það er augljóst á öllu að allir flokkarnir sem eiga fulltrúa á þingi eru mjög smeykir við að losa um hald sitt á því ferli sem gengur undir nafninu lýðræði hér á landi. Krafa fólks í Búsáhaldabyltingunni um minna flokksræði, var, eins og ég skildi hana, m.a. krafa um að hægt yrði að kjósa einstaklinga í stað lista eða flokka til þings.

Sú hugmynd um "persónukjör" sem er að veltast um í þinginu þessa dagana, er andvana svar við þeirri kröfu. Liðið lík og ekkert lík því sem verið var að mælast til. Nær að kalla hana "Frumvarp um persónulíkjör."

Frumvarpið er minniháttar breytingartillaga á ríkjandi fyrirkomulagi. Þess vegna sýti ég það litið þótt hún komist ekki í gegnum þingið. Samkvæmt henni og ríkjandi fyrirkomulagi þarftu ætíð að kjósa lista eða flokk, ekki einstaklinga.

Þess vegna er hugtakið "persónukjör", eins og að er notað af alþingismönnum um þessar mundir, afar villandi. Nær væri að þeir notuðu orðið "persónuröðun"  Þ.e. fólk fær að velja röð manna á listanum sem það kýs.

Ef þú ert ekki fylgjandi neinum flokki en gætir samt sem áður hugsað þér að kjósa einstaklinga sem í framboði eru á mismunand listum, verður þú að skila auðu eða hreinlega leiða kosningarnar hjá þér.

Til nánari glöggvunar er eftir farandi lesning góð.

Hugtakið persónukjör getur verið misvíðfeðmt og virðist rófið í þeim efnum vera eftirfarandi og er þá kostunum raðað eftir því hvað þeir ganga langt:


P0: Frambjóðendum er skipað á framboðslista og í þeirri röð sem framboðin, flokkarnir, kjósa t.d. að loknum prófkjörum. Kjósendur velja lista en fá engu breytt um röð frambjóðenda. Þessi leið felur því ekki í sér persónukjör en er tilgreind sem grunnviðmiðun.


P1: Kjósendur velja sem fyrr lista en geta haft áhrif á röðun frambjóðenda á þeim sama lista með umröðun, útstrikun eða með því að draga einhverja sérstaklega fram með krossamerkingum. Misjafnt er hver eru áhrif þessara breytinga allt frá því að vera óveruleg upp í að þau geti verið afgerandi sé þátttaka nægileg.


P2: Listum er stillt upp í óskaröð framboða allt eins og í P0 en röðunin er aðeins til leiðbeiningar kjósendum. Beinar merkingar þeirra ráða því alfarið hverjir veljast af listunum á þing.


P3: Nú er listum stillt upp óröðuðum þannig að kjósendur ráða því alfarið hverjir á listunum komast á þing – og fá enga leiðsögn til þess á kjörseðlinum eins og í P2.


P4: Næsta skref í persónukjöri er að kjósendur megi tína til frambjóðendur af fleiri en einum lista. Þar sem það er leyft fylgir því að jafnaði pólitísk ábyrgð í þeim skilningi að vali á frambjóðanda fylgir að listi hans fær tilsvarandi hlutdeild í atkvæði kjósandans. Þetta er þó ekki algilt.


P5: Frambjóðendur standa ekki á listum heldur bjóða sig fram sem einstaklingar. Víðast hvar er frambjóðendunum þó heimilt, ef ekki skylt, að gera grein fyrir flokkstengslum sínum á kjörseðlinum. Segja má að fyrirkomulag einmenningskjördæma falli undir þessa gerð persónukjörs. Einnig eru dæmi um fjölmenningskjördæmi með persónukjöri af þessu tagi.

Tekið úr grein af Visir.is sem má lesa alla hér

20081020__EARLY_VOTING1_HR~p1Af þessum kostum er ég hallastur undir P5. Best er þá að notast við fjölmenningskjördæmi (nema umtalverð fækkun verði á þingmönnum) og það ætti hreinlega að banna að sýna flokkstengsli á kjörseðlinum. Mér er ljóst að til þess að svo geti orðið þarf að breyta stjórnarskránni og kosningarlögunum í framhaldi af því. Þess vegna bind ég vonir við að stjórnlagaþing komi saman sem fyrst og að breytingatillögur þess verði til þess að hnekkja flokksræðinu og alvöru lýðræði komi í staðinn.

 

Að lokum; Ég staldraði við listann yfir "innlendar fréttir" neðst ásíðu mbl.is. Þær voru þessar;

Mér varð strax ljóst að þær átti að lesa í samhengi. Samfylkingin er áfram stærst vegna þess að kannabisræktin var stöðvuð. Enginn sátt um Breiðavikurmál og enn óvíst um sumarönnina þar. Eigið fé Strætó bs. neikvætt um 57% af eigum og þess vegna ekki fallist á bjórdrykkju að afloknum akstri.

Það mátti nýta sér kerfisvillu í netbanka (og stela milljónum) en maður fær 4 ára fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning. Um 300 var sag upp í hópuppsögnum sem lagði loftnetsmastur á hliðina, og ég er ekki undrandi á því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Í þessu árferði býr allur almenningur við lík kjör.

Eygló, 3.4.2009 kl. 01:36

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Smellinn pistill og skemmtileg mynd af litlu skottunni sem veltir því fyrir sér hvað mamma er að pukra og hvort þetta pukur varði framtíð hennar.

Hallast líka að P5, enda má finna ærlega og góða einstaklinga í öllu litrófi stjórnmálanna.  Þeir sem vilja ríghalda í gamla P1 bregða nú á öll ráð og ef allt þrýtur "syngur" ríghaldið í ræðustól alþingis.

Er þetta heilbrigt Svanur? 

Ef fram fer sem horfir, má Júdas fara að vara sig, fleiri gætu flykkst á hans afneitunarhillu. 

Megi það samt aldrei gerast! 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.4.2009 kl. 05:13

3 identicon

Góð samantekt, en ég skil samt ekki hverju þetta breytir fyrir lýðræðið. Segjum að P5 hljóti lýðræðislega náð hverju mun það fyrirkomulag breyta um valdagræðgi og spillingu? Hvernig verða stjórnarhættir öðruvísi? Fólkið sem valið er með þessum hætti þarf samt, þegar komið er á þing að flokka sig saman og mynda meirihluta í þinginu, skipa ríkisstjórn, velja ráðherra og í nefndir, allt verður eins og nú, nema fólkið var valið óháð flokkum. Heldurðu að það veljist öðruvísi fólk á þingið með þessum hætti eða hvað? Skil ekki hvernig þetta breytir lýðræðinu.

gp (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 00:29

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Flokkadrættir á þingi og því síður fastur meiri og minni hluti eru síður en svo nauðsynleg fyrir þingið til að starfa.Til að mynda stjórn eru  tillögur einfaldlega bornar upp um ráðherrana, þær ræddar og síðan er greitt um þær atkvæði þar sem hver getur fylgt sinni sannfæringu. Nefndir starfa með sama hætti. 

Lýðræðið verður miklu skilverkara ef þú mátt vekja einstaklinga á þing , fremur en flokka.

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.4.2009 kl. 00:49

5 identicon

Í hvaða landi er svona kerfi þ.e. í samræmi við P5 og hvernig hefur það reynst? Geturðu bent mér á slóð þar sem ég get skoðað það?

gp (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband