Þjóðstjórn á Íslandi eftir kosningar

c_documents_and_settings_eythor_desktop_blog_is_geir_og_ingibjorgEf fer sem horfir mun næsta ríkisstjórn landsins verða mynduð af Samfylkingu og Vinstri grænum. Kosningarnar virðast í dag miðað við skoðannakannanir, nánast formsatriði. Vonir F, L  og O lista um að koma að fólki á þing, eru daufar. 5% reglan sér fyrir því.

Sjálfstæðisflokkurinn mun hvíla sig "á bekknum" eins og Jóhanna orðar það, næstu fjögur árin og Framsókn mun halda áfram að reyna finna sér tilverurétt. -

Starfskraftarnir sem er að finna í flokkunum utan ríkisstjórnar, munu ekki nýtast þjóðinni nema að takmörkuðu leiti.

Öflug stjórnarandstaða er ávísun á seinkun mála þegar hraði er mikilvægur, óeiningu þegar eining er mikilvæg og þras þegar stefnan þarf að vera skýr.

Samt tala allir flokkar um að úr aðsteðjandi vandamálum verði ekki greitt nema að allir landsmenn leggist á plóginn.

Með það í huga legg ég hér með til að stjórnarandstaðan verði lögð af. Ég er ekki að grínast!!

Miðað við aðstæður væri farsælast að mynduð yrði þjóðstjórn allra flokka og lista sem eiga fulltrúa á þingi eftir kosningar. Þjóðstjórn  sem bundin væri af sterkum og vel skilgreindum stjórnarsáttmála  mundi vonandi breyta pólitísku landslagi þjóðarinnar til frambúðar. Ekki veitir af.

Ábyrgðin fyrir endurreisn landsins félli á alla flokka jafnt sem og hólið, ef vel til tekst. Eftir að hafa lesið samþykktir landsfundanna, get ég ekki betur séð en það sé hvort eð er miklu fleira sem sameiginlegt er með hugsjónum  og jafnvel áherslum flokkanna fyrir nánustu framtíð, en það sem á milli ber.

Hafi verið ástæða til þess að mynda þjóðarstjórn áður en síðasta ríkisstjórn féll, eins og tillaga kom fram um, er tvöfalt meiri ástæða til þess í dag. Þeir sem lögðust harðast gegn þjóðstjórninni eru farnir frá og kröfum þeirra að öðru leiti um ákveðna hreinsun í embættismannkerfinu verið fullnægt. Afar erfiðir tímar eru framundan sem þjóðin þarf að takst á við jafnframt sem hún gerir kröfu til meiri samvinnu, gagnsæis og heiðarleika en áður hefur tíðkast. -  Þjóðstjórn er lausnin -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég segi já.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.3.2009 kl. 17:50

2 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Engin spurning, ég styð þessa tillögu þína Svanur Gísli, þ.e. tillögu þína og Davíðs Oddssonar.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 30.3.2009 kl. 19:29

3 Smámynd: Brattur

Ég segi NEI... get ekki hugsað mér að búa í þessu landi ef Sjálfstæðisflokkurinn verður í stjórn, jafnvel þó það verði þjóðstjórn.

Brattur, 30.3.2009 kl. 19:36

4 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Þetta virðist óvitlaus hugmynd.

Hallmundur Kristinsson, 30.3.2009 kl. 19:36

5 identicon

Þá hefur Svanur tekið upp þessa gömlu hugmynd Davíðs og gert að sinni. Ég var sammála Davíð þegar hann lagði þjóðstjórn til og er ennþá. Það hefði verið það eina rétta í slæmri stöðu og eina leiðin til að ná einingu um úrræði. En skemmtilegt er að heyra að Davíð Oddsson og Svanur Gísli eru sammála um að þjóðstjórn væri sú stjórn sem best væri til þess fallin að koma þjóðinni út úr þessum vanda. Heyr, heyr!! Það er nú meiri eljusemin í þér að lesa allar landfundasamþykktirnar. Ég hef ekki einu sinni komist yfir að lesa allar samþykktir míns eigin flokks. Það er ekkert margt sem skilur menn að - og hefur ekki verið - en valdagræðgin kemur í veg fyrir að þjóðstjórn komist á. Geir reyndi myndun þjóðstjórnar þegar kreppan skall á, en það tókst ekki. Það sem mér finnst standa upp úr eftir þessa fundi flokkanna er úrræðaleysi manna - og hugmyndaskortur. Sömu gömlu tuggurnar eru tuggðar áfram - og sömu aðferðir leiða okkur til sama árangurs. Eins og þú segir svo oft - Same old, same old. Það eina sem stendur upp úr og virðist umræðuvert eru þessir aulabrandarar Davíðs. Er nú ekki eitthvað að hjá okkur ef orð Davíðs eru það eina sem menn geta smjattað á?  Ég held það sé kominn tími til að við tölum saman.

gp (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 19:47

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Brattur; það er örugglega fullt af góðu fólki í Sjálfsæðisflokknum sem langar til þess a hjálpa til við að endurreisa landið. Betur að kraftar þess nýtist í samvinnu frekar en andstöðu á þingi. X-Ö

gp; Það fór nú ekki hátt þegar Davíð lagði þetta til á sínum tíma og varð að ég held ekki opinbert fyrr en við stjórnarslitin. Nú eru kröfur S'olrúnar sem komu í veg fyrir hugmyndina úr sögunni og nýtt fólk tekið við. Sögulegt tækifæri blasir við. Og ekkert er öflugra en hugmynd hvers tími er kominn :)

Hallmundi, Högna og Sveinbirni þakka ég góð viðbrögð.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.3.2009 kl. 20:03

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þjóðstjórn með ópólitískum fagráðherrum.

Stjórnin þá einskonar öldungarráð, fagráðherrar framkvæma.

Fækka þingmönnum í 33, jafnmarga og þeim sem taldir eru bera ábyrgð á hruni Íslands.

(Uppskrift af stjórn venjulegs meðalstórs fyrirtækis)

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.3.2009 kl. 20:12

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Tek undir með Jennýju.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.3.2009 kl. 20:18

9 identicon

Það er margt sem Davíð hefur sagt í þessari orrahríð sem fólk hefur valið að heyra ekki. Og það er annað sem fólk velur að heyra og smjatta á. Þannig bara er það. Hugmyndin var og er góð. Hvaðan sem hún kemur. Sjáum hvað setur. Það er allavega of seint að velja fólk, flokka verðum við að velja. Of seint að fækka þingmönnum. Of seint að breyta neinu. Nú er bara að klára þingið í þessari viku, hella sér út í hefðbundna kosninabaráttu og halda áfram að skrifa söguna.

gp (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 20:35

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þjóðstjórn átti að velja strax í október síðast liðnum.

Langar bara til að minna á að þegar DO stakk upp á því fyrstur manna, voru viðbrögð þáverandi varaformanns XD að reka ætti þennan mann. Þáverandi varaformaður er jafnframt núverandi varaformaður. Skyldi hún nokkuð hafa skipt um skoðun?

Annars er ég sammála uppástungu þinni, Svanur, um þjóðstjórn eftir komandi þingkosningar en ósammála Jenný um utanaðkomandi fagfólk. Til slíkra má leita til hvað varðar ráðgjöf, en lýðræðið felst nú einu sinni í því að almúganum gefst kostur á að velja sína fulltrúa á þing.

Kolbrún Hilmars, 30.3.2009 kl. 20:39

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Kolbrún: Fulltrúarnir verða vissulega valdir á þingið og eins og gp bendir á verður kosið um flokka og ekkert annað. (alla vega í þetta sinn :)  En eftir kosningar mætti vel hugsa sér myndun þjóðstjórnar og þá skiptir mestu að fá bestu verkstjórana í hvert ráðuneyti. Þeir geta vel komið úr röðum fagfólks, um það þarf bara að vera sátt. Þetta er tækifæri til að láta almannaheill ráða og fórna fyrir hana flokkadráttunum, alla vega í bili. -

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.3.2009 kl. 21:07

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég kann nú ekki mikið í stjórmálum né öðrum sértrúarsöfnuðum. Það mætti alla vega setja tímatakmörk hversu lengi menn og konur megi vera á þingi eða í ráðherra embættum.

Þessir "atvinnustjórnarpólitíkusar" eru allir meira eða minn snardularfullt fólk eftri því sem þeir eru lengur að vasast í þessum stjórnmálum.

Ég styð þjóðstjórn svo fremi að venjulegt f´plk skipi hana, og ENGIN sem hefur verið á þingi eða verið ráðherra.

Held að menn fái alvarlega heilabilun þegar þeir nái einhverjum völdum. Og sama á um öll mikilvæg embætti líka. Anast kom ég með tillögu hjá Óskari Helgasyni um að koma með 50 málaliða, stríðsvana og fullt af vopnum ef Sjálfstæðispjakkarnir og VG fá öll völd hérna.

Því þá vil ég hersjórn og heiðarlega Íslendinga til að stjórna. Það verða víst að vera íslendingar sem stjórna svo NATO skipti sér ekki af þessu. Það sfefnir í að allt sé á enn meiri niðurleið og er komið nóg samt.

Góður og þarfur pistill Svanur Gísli, þó ég sé ekki sammála þér í öllum málum.

 kv,

Óskar

Óskar Arnórsson, 30.3.2009 kl. 21:23

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er áfram sammála Jennýu, vegna þess að núverandi pólitíkusar eru svo innvinklaðir í vafasöm mál að þeir eru nánast allir vanhæfir.

Dettur einhverjum í hug að trúa því að það hafi engin áhrif á ákvarðannatöku Bjarna Bens að "fjölskylda" hans á stóra hluti í mörgum stórum hlutafélögum, svo tekið sé dæmi dagsins, það eru svona sambönd sem þarf að slíta og koma á samböndum fólksins fólksvænum stjórnarháttum .

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.3.2009 kl. 21:54

14 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Þegar umræðan um þjóðstórn átti sér stað þá var Sjálfstæðisflokkurinn ekki til í að mynda hana NEMA undir sinni forystu.  Ég vitna í orð sr. Þórhalls Heimissonar og segi að þjóðin fær þá stjórn sem hún á skilið.  Ef Íslendingar kjósa aftur yfir sig Sjálfstæðisflokkinn þá er eitthvað meira en lítið að hér á landi.  Ef almenningur kýs yfir sig flokkinn sem hyglir manni sem líkir sér við Jesú Krist án þess að roðna þá þarf eitthvað róttækt að gera hér á Íslandi.

Erla J. Steingrímsdóttir, 30.3.2009 kl. 21:55

15 identicon

Hvar eru raddir fólksins núna þegar þjóðin þarf á þeim að halda? Þær sem töluðu fyrir hönd þjóðarinnar og endurspegluðu vilja hennar. Það er ekki nóg að brjóta niður. Það þarf líka að byggja upp aftur. Þeir sem börðu og æptu - hvar eru þeir núna? Það þarf einhver að stjórna þessu landi - og við veljum úr þeim valkostum sem bjóðast. Það er ekki nóg að standa á götuhornum og mótmæla, heimta byltingu. Alvöru bylting á sér ekki stað nema einhver leiði byltinguna til nýrra hátta - hins "nýja Íslands", sem þeim var tíðrætt um. Með nýjum gildum og aðferðum. Þessir leiðtogar eru ekki í sjónmáli - þess vegna höfum við það framboð sem er í boði. Ekki vegna þess að tækifærið er ekki fyrir hendi. Og höldum áfram að gagnrýna þá sem bjóða sig fram til starfans. Er ekki mál að linni. Þjóðstjórn er ágætiskostur - en ég efast um að félagshyggjuöflin hafi í hyggju að gefa upp völdin í bráð. Samfylkingin leiðir Ísland inn í Evrópusambandið með stuðningi VG sem fær loforð um að ekki verði frekari stóriðjuuppbygging í landinu. Steingrímur á eftir að svara fyrir þátttöku sinni í Hellisheiðarvirkjuninni sem er að menga höfuðborgarsvæðið langt yfir leyfileg mörk. Það er svo skrítið hvernig sumir sleppa alltaf undan ábyrgð gerða sinna. Gleymum heldur ekki hvaða stjórn kom kvótakerfinu á.

gp (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 22:13

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef að ekki verður sett af stað vinna til að mynda þjóðstjórn lendum við í sömu hringekjunni áfram. Eftir fjögur ár verða bæði Framsókn, (sem mér skilst reyndar að sé núna farin að biðla til VG og SF ef marka má fréttir úr þingsölunum í dag,) og Sjálfstæðisflokkur komnir í aðstöðu til að benda á allt það sem miður hefur farið hjá stjórninni (og það er öruggt að eitthvað mun miður fara) og vinna sér fylgi út á það. Við tekur sama þruglið að fjórum árum liðnum. E.t.v. er þjóðstjórn millivegurinn.

Af tvennu illu Högni, því ég er í raun fylgjandi orðum þínum, er betra að höggva á þessa flokkadrættishnúta sem fyrst og gera þá alla samábyrga fyrir landi og þjóð.

Aðstæður hafa þegar breyst Erla og eftir kosningar er rétt að "sigurvegarinn" leiði stjórnarmyndunina, en að það verði þjóðstjórn er afar mikilvægt af fyrrgreindum ástæðum.

Þakka öllum fyrir frábærar athugasemdir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.3.2009 kl. 22:19

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

gp.Raddir fólksins hafa verið uppteknar á landsfundum og sumar við að setja af stað nýja lista. En ég er viss um að þessum nýju listum yrði meira ágengt ef þeir settu "þjóðstjórn" á stefnuskrár sínar.

Þú ert að lýsa týpískum hrossakaupum, sem að þjóðstjórn og "nýja Íslands" hugsunin gæti komið í veg fyrir.

Ef það er eitthvað eitt sem sú hugsjón krefst, er það krafan um "ekki fleiri ofur-leiðtoga takk". Jóhanna sem dæmi er ekki "ofurleiðtogi", heldur fyrst og fremst vinnusöm kona. Þess vegna treystir stærsti hluti þjóðarinnar henni.

Reyndar þótti mér mjög athyglisverð fréttin sem ég las í dag um skort á dópamínsflæði í heilum þeirra sem fylgja ráðum sérfræðinga í stað þess að taka áhættu sjálfir. Slíkt hið sama á um foringjadýrkun.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.3.2009 kl. 22:38

18 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þjóðstjórn er góður kostur ef allir legðust á eitt um að vinna þjóðinni til heilla og létu af sérhagsmununum.  

Síðustu sex mánuði hafa nánast allir flokkar komið að ríkisstjórn og er árangurinn nokkuð sýnilegur nú þegar af þerri þjóðstjórn. 

Spurning hvort þjóðstjórn myndi ekki snúast fljótlega upp í þjóðstjórnarandstöðu?

Magnús Sigurðsson, 30.3.2009 kl. 22:40

19 Smámynd: Steingrímur Helgason

Áhugarvert, ég ætla að melta þezza hugmynd aðeinz.

Steingrímur Helgason, 30.3.2009 kl. 22:45

20 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Magnúsog þakka þér athugasemdina. Vissulega eru "vargar í veginum" en sterkur stjórnarsáttmáli gæti komið í veg fyrir slíka uppákomu. Spurningin er hvort hægt væri að koma slíkum sáttmála saman, þar sem þjóðarhagsmunir réðu ferð í stað "flokkshagsmuna". Þar er nefnilega mikill munur á, sama hver flokkurinn á í hlut.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.3.2009 kl. 22:48

21 identicon

Heill og sæll; Svanur Gísli, aðrir spjallvinir, sem og aðrir þátttakendur !

Svanur Gísli ! Þakka þér; sem ykkur hinum, góðar artir, til vænlegra stjórnar fars, en,....... árétta það, sem Nafni minn, Arnórsson segir, hér að ofan.

Því miður; jakkafata larfar, og blúndu kerlingar, eiga að heyra sögunni til, í stjórnarháttum hér - vænlegri eru; Valkyrjur og Hersar, í hug og raun, hver mættu koma að landsstjórn allri, héðan í frá, gott fólk. Ásamt; ótvíræðri sjóhunda - bændanna hliðhollu og vökru þungavigtarsveit Frjálslynda flokksins, að sjálfsögðu.

Þökkum; verðskuldað, Svani Gísla - óbilandi varðstöðu, sem þanka marga, um mannlífsins flóru, jafnt í samtíma sem fortíð - jafnvel; framtíð, gott fólk.

Með beztu kveðjum; sem ætíð /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 22:52

22 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Gerðu það Steingrímur og komdu svo og segðu okkur niðurstöður þínar :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.3.2009 kl. 22:53

23 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég var einmitt að fara svara Óskari Arnórs þegar að bloggvinur minn Óskar Helgi minnti á hans orð.

Það eru margir, og þá meina ég miklu fleiri en þora að segja það upphátt, sem gæla við þá hugmynd að nóg sé komið af blaðri, og tími kominn á "alvöru aðgerðir".

Ég er ekki einn af þeim og má ekki til þess hugsa að til ofbeldis komi að einu eða öðru leiti.

Að öðru leiti þakka ég innlegg ykkar beggja Óskar og Óskar og óska ykkur friðar :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.3.2009 kl. 23:01

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég held að þetta þurfi Svaur Gísli. Því miður. Ég get útvegað allt sen til þarf. Málaliða sem eru atvinnulausir stríðsmenn og öll hergögn. Búið að bjóða mér laán fyrir öllu saman. Lestu bara tillögu mína hjá nafnamínum. Hann er góður drengur þó við séum að rífast stundum. Ég sjálfur er vanur að nota allskonar vopn. 

kv,

Óskar Arnórsson, 30.3.2009 kl. 23:16

25 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Svanur. Þetta er ágætur pistill og ég verð að segja að ég tek undir flest sem nafna mín, Kolbrún, hefur sagt um þetta.  Ég hef haldið því fram við öll tækifæri að það átti að setja á þjóðstjórn strax í október eins og Davíð sagði að væri eðlilegast miðað við það ástand sem þjóðin væri að detta inn í. Þá hefði verið tekið af meira hugrekki og festu á málum í stað þess að kúldrast með þetta hneyksli svona lengi. ÞORGERÐUR KATRÍN reis þá upp illvíg og skipaði DO að halda sig við sitt starf sem væri að sitja í Seðlabankanum.

Ekki hef ég heyrt Davíð líkja sjálfum sér við Jesú Krist heldur þvert á móti en hann notaði krossfestinguna á Golgata sem samlíkingu við aðgerðir Samfylkingar og VG undir forystu Framsóknar (og fyrirmæla forsetans hygg ég) til að draga tvo saklausa og sómakæra starfsmenn með honum á aftökupallinn. Flott og sönn samlíking að mínu áliti. Mismunandi skoðanir eftir kosningar er bráðnauðsynlegar því það þarf alltaf að sjá fleiri en eina hlið á hverju máli og við höfum séð nóg af hjarðhegðun þjóðarinnar til þessa. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 30.3.2009 kl. 23:18

26 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Kolbrún Stefáns og þakka þér kærlega athugasemdina.

Þær eru æði margar krossfestingarnar sem hafa átt sér stað í skammri sögu íslenskrar pólitíkur og þar kann m.a annars að liggja ástæðan fyrir landlægri og um þessar mundur afar óheppilegri "hreppapólitíkurhugsun" sem margir af pólitíkusum okkar hafa tileinkað sér. En viljir þú  nota samlíkinguna um Krist á krossinum, verðum við líka að hafa í huga að hann fyrirgaf misgjörðarmönnum sínum.

Hugmyndin að þjóðstjórn er góð hugmynd, þótt ekki hafi verið mögulegt að hrinda henni í framkvæmd fyrir nokkrum mánuðum. Í dag blása  nýir vindar ekki satt og um að gera að nota byrinn og láta reyna á öll þau frómu orð sem fólk hefur látið falla upp á síðkastið um vilja sinn til að vinna fyrst og fremst landi og þjóð gagn, frekar eigin hagsmunum eða flokkinum sem það tilheyrir.

Þú ert ein af þeim sem þekkt ert fyrir fórnfúst starf í þágu þeirra sem minna mega sín og því skora ég á þig að veita þessu máli brautargengi, því það mun gagnast okkur öllum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.3.2009 kl. 23:43

27 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll aftur Svanur. Ég er friðarsinni og mér heyrist að nú "allt í einu" séu menn farnir að tala um það sem er brýnt og réttlátt að færa kvótaeignina til þjóðarinnar. Það er sjálfsagt og gott að fyrirgefa og auðvitað vil ég leggja mitt á vogarskálarnar til að létta hlut þeirra sem létu glepjast í góðærishrunadansinum fái ég til þess umboð. Minn veikleiki er að bregðast við áskorunum og tek þessari kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 30.3.2009 kl. 23:55

28 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála Jennýu hér að ofan

Hólmdís Hjartardóttir, 31.3.2009 kl. 00:15

29 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæll nafni

Ekkert okkar hefur væntanlega horft á það eða upplifað hvernig þjóðstjórn muni virka.  Sú þjóðstjórn sem þú leggur til er ekki í raun stjórn, heldur bara 63 þingmenn sem eiga að greiða atkvæði eftir samvisku sinni hverju sinni og mega ekki hópa sig saman eftir flokkslínum.  Kosturinn er væntanlega sá að ráðherrar yrðu úr öllum flokkum og því meiri valddreifing í framkvæmdavaldinu, en á móti er hætt við að alltaf verði ákveðið leynimakk hópa sem vildu sameinast um að koma í gegn ákveðnum málum.   Kannski gengi slíkt upp í þinginu þar sem lög eru oft þverpólitísk og e.t.v. gerði þetta þingmenn frjálsa af því að kjósa eftir flokkslínum. Óformlega, bak við tjöldin, yrði þó líklega um samvinnu tveggja flokka sem ná meirihluta saman. Aftur í framkvæmdavaldinu, ráðherrahópnum, er hætt við að lítil samvinna verði og hver ráðherra hagi sér bara eins og þeim sýnist í svona fyrirkomulagi, nema að t.d. landskjörinn forsætisráðherra fengi eitthvert neitunarvald gagnvart þeim.  Þá værum við komin á hálan ís og einn maður kominn með mjög mikil völd. 

Þetta er alls ekki auðvelt og það verður að hugsa svona hluti verulega vel út áður en anað er út í að gjörbreyta stjórnfyrirkomulaginu.  Ég vil frekar gera smærri breytingar til að byrja með, t.d. að ráðherrar taki sér leyfi frá þinginu.  Margar hugmyndir eru uppi og sumar eru virði nánari skoðunar eins og að 1/3 alþingismanna geti farið fram á þjóðaratkvæði í vissum tegundum mála.  Það hefur víst gefist vel í Danmörku og ekki verið ofnotað.  Ég held einnig að innra stjórnkerfi flokkanna þurfi að bæta og færa til siðrænni vega.  Efla þarf rannsóknarheimildir þingmanna inní fyrirtæki ríkisins og færa nefndasviðinu bætta sérfræðihjálp með þau þingmál sem þar eru í vinnslu.  Hætta með aðstoðarmenn þingmanna því þeir eru notaðir í að afla fylgis í stað vinnu við undirbúning málefna.  Því miður fór það svo, en aðstoðarmenn hefðu getað bætt vinnu þingmanna hefði þeim verið treystandi fyrir þessari hjálp. 

Þjóðstjórn er líklega bara neyðarúrræði til að leysa tímabundna stjórnarkreppu.  Þó er ég tilbúinn að hlusta á ítarlegri tillögur um slíkt, því e.t.v. leynast kostir í einhvers konar slíku fyrirkomulagi sem maður hefur ekki komið auga á.

Svanur Sigurbjörnsson, 31.3.2009 kl. 01:20

30 identicon

Ástæðan fyrir því að Davíð stakk upp á þjóðstjórn var einfaldlega sú að hann vildi að hann yrði forsætisráðherra í slíkri stjórn. Maðurinn er búinn að vera allan sinn starfsferil með tómt já fólk í kring um sig sem hefur hamast við að segja honum að hann sé frábær og allt sem hann geri sé snilld þannig að maðurinn er farin að trúa því sjálfur að hann gæti ekki gert mistök vegna þess að hann sé óskeikull og þess vegna eigi hann og hann einn að bjarga landinu. Fólk sem heldur að guð sé til tekur sig til og dýrkar svona persónur sem verður svo aftur til þess að þessar persónur ná því sem kallað er ,,náðarvald" yfir fólkinu og geta sagt hvaða dellu sem er og fólk tekur því sem heilögum sannleika. Ég segi nei við þjóðstjórn, við höfum ekkert við það að gera núna þegar þarf að taka erfiðar ákvarðanir að hér verði mynduð stjórn þar sem hver höndin verði upp á móti annarri. Betra verður að fá bara vinstri stjórn til að þrífa upp skítinn eftir hægra liðið, já sterka vinstri stjórn. Það er alveg komin tími til að koma á smá jafnvægi í íslensku þjóðlífi eftir 18 ár af sama fólkinu sem hefur ráðið landinu. Er það svona rosalega erfitt fyrir ykkur þessi 30% þjóðarinnar sem hafðið fengið að ráða öllu síðustu 18 árin að una okkur hinum 70% að fá félagshyggjustjórn í fjögur ár? Tja mikil er valdagræðgin i þessu hægra liði. Það kemur með svona arfa vitlausa hugmynd bara af því það getur ekki hugsað sér félagshyggjustjórn næstu fjögur árin. Hvernig heldur þetta lið að okkur þessum 60-70% sem aðhyllumst félagshyggju hafi liðið síðastliðin 18 ár? Það hefur ekki ríkt það sem kallað er ,,meirihlutinn ræður". Hér hefur vegna stærðarhlutfalls fjórflokksins verið flokkur sem heitir Sjálfstæðisflkkur sem hefur getað valið uppí til sín floka til að fara í ríkisstjórn. svo hefur þessi sami Sjálfstæðisflokkur ráðið öllu sem hefur gert það að verkum að alltaf hafa sömu 30-35% þjóðarinnar fengið að ráða og verið ánægð. Hinn hlutinn sem aðhyllist norræna velferðamódelið hefur ekki fengið nema að litlu leiti sínum málum framgengt. Svona er þetta bara og þetta er ekki lýðræði.

Valsól (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 01:29

31 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Það er ljóst að strax er staða mannréttinda á Íslandi betri og stefnir í mun betra horf, nái xS og xVg því fylgi sem þarf til að halda áfram í ríkisstjórn í komandi kosningum.  Í mínum huga er það ekki spurning að þessir flokkar eigi nú að leiða þjóðina frá græðgi síðustu 18 ára og hefja hugmyndafræðilega og fjárhagslega endurreisn sem byggir á raunverulegum verðmætum.  ;-)  Ég vona nafni að þú verðir með á þeim bát.

Svanur Sigurbjörnsson, 31.3.2009 kl. 01:38

32 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þjóðstjórn er afleit hugmynd og er aðeins til þess mynduð að engin stjórnarandstaða sé að þvælast fyrir t.d. á stríðstímum þegar hvort sem er umræða getur vart verið opinber og hreinskilin og þörf er á að allt sé undir leyndarhjúp.

Allt annað gildir á endurreinsnartímum því aldrei á opin og hreinskipt umræða betur við en á endurreisnar- og endurnýjunartímu. 

Þjóðstjórn er því lakastur allra möguleika þar sem hún afmáir gagnrýna stjórnarandstöðu og aldrei svo lakur sem nú við uppbyggingu og endurreisn.

Eftir sem áður og reyndar ennfrekar nú en áður krefst þjóðin þess að hún sjálf sé nú höfð með í ráðum með einhverjum beinum hætti eftir því sem kostur er.

Helgi Jóhann Hauksson, 31.3.2009 kl. 03:02

33 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég hef talað lengi fyrir því að mynduð yrði hér þjóðstjórn og augljóslega er það skynsamlegast í stöðunni.

Hilmar Gunnlaugsson, 31.3.2009 kl. 04:11

34 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég bloggaði um þjóðstjórn í kring um 10. október og hef ekki skipt um skoðun. Ég held hún sé besti kosturinn og sennilega eina leiðin til að koma okkur út úr þessu ástandi. Eins og Svanur Gísli bendir á, mun D og B benda á það sem miður fór og komast aftur í stjórn eftir fjögur ár. Ekkert mun breytast og Ísland mun ekki ná lífskjörum nágrannaþjóðanna fyrr en eftir 10-20 ár.

Villi Asgeirsson, 31.3.2009 kl. 06:22

35 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það vantar meiri aga á Íslandi. Vísa í kommentið mitt hjá Óskari Helhgasyni. Vil leigu-málaliða og hermenn undir stjórn einhvers heiðarlegs íslendings. Það þarf að skjóta nokkra menn sem eru óþarfir , og eiga engan tileverurétt legur.

Já, ég er stríðsmaður og það þarf innrárs freka enn útrás. Nóg komið af henni.

Kær kveðja til höfunadar þessa pistils, sem mér farið að líka betur og betur við.

kv,

Óskar ruddi. 

Óskar Arnórsson, 31.3.2009 kl. 06:55

36 Smámynd: Óskar Arnórsson

Engar afsakanir lengur í boði vegna staffsettingar vitleusu.

Óskar Arnórsson, 31.3.2009 kl. 06:56

37 identicon

Ég tek undir þau sjónarmið sem segja að þjóðstjórn sé rangur kostur í þeirri stöðu sem við erum í nú. Þjóðstjórn myndi, eðli málsins samkvæmt, eiga erfitt með að hreinsa til eftir bankahrun og efnahags. Það yrði alltaf einhver þjóðstjórn nákominn, sem þyrfti að hlífa eða hylma yfir með. Samfylkingin á sinn hlut af sök, það er rétt, en það er þó hægt að sjá gegnum fingur sér með það, vegna þess að spillingin er þrátt fyrir allt ekki jafn rótgróin og hún virðist vera hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Það er beinlínis þjóðarnauðsyn að halda þessum tveimur flokkum utan stjórnar í jafn langan tíma og það mun taka að hreinsa til eftir hrunið. Ættarveldi og klíkuskapur þessara flokka (einatt ómeðvitað, vegna þess hve inngróið það er í kúltúr þessara tveggja flokka!) gera að verkum að allar hugmyndir um þjóðstjórn virka beinlínis eins og tillögur um að ekki þurfi að gera upp sakir við þau öfl sem ollu hruni efnahagskerfisins. Það er ekkert annað en blaut tuska framan í almenning. Gleymið þjóðstjórn!

Jakob S. Jónsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 09:12

38 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Ég vona að sama ríkisstjórnasamstarf haldi eftir kosningar og að það muni verða það farsælt að sjálfstæðisflokkurinn muni verða svona 10-12% flokkur í framhaldinu og að framsókn fari sömu leið og Geirfuglinn.

Þorvaldur Guðmundsson, 31.3.2009 kl. 10:18

39 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég hef ekki tíma núna til að lesa allar athugasemdirnar en hérna er greinilega skemmtileg umræða í gangi.

Ég er hlynnt þessari Þjóðstjórnarhugmynd. Ég var meira að segja hlynnt henni þegar Davíð stakk upp á henni...... þá hefði hún kannski verið framkvæmanleg en ég held að hún sé það ekki lengur.
Þó ég sé vinstrimanneskja í hjarta mínu þá verð ég að viðurkenna að ég er hrædd um að sú stjórn sem situr núna og mun að öllum líkindum sitja áfram... lætur ekki völdin af hendi
Valdagræðgi stjórnmálamanna er staðreynd sem við skulum ekki gera lítið úr.

En þjóðstjórn með utanþingsráðherrum sem ráðnir væru eftir hæfni væri draumastaða í íslenskri pólitík núna.... þeas ef Borgarahreyfingin ætti sæti þar sem fulltrúar hins venjulega borgara

Ég er ekki eins svartsýn og þú Svanur á gengi Borgarahreyfingarinnar...sem betur fer, annars myndi ég flýja land.

Heiða B. Heiðars, 31.3.2009 kl. 10:35

40 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er hollt að vera með stjórnaranstöðu. Það skerpir á löggjöfinni og eykur á upplýsingarflæði til almennings.

Héðinn Björnsson, 31.3.2009 kl. 10:42

41 identicon

Ég styð þjóðstjórn með fagfólki.

EE elle (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 11:11

42 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þjóðstjórn með ópólitískum fagráðherrum.

Stjórnin þá einskonar öldungarráð, fagráðherrar framkvæma.

Fækka þingmönnum í 33, jafnmarga og þeim sem taldir eru bera ábyrgð á hruni Íslands.

(Uppskrift af stjórn venjulegs meðalstórs fyrirtækis)

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.3.2009 kl. 20:12

Ég er sammála þessu, ( fyrirgefðu Jenný) En samt er ég lafhrædd við valdagræðgina og hún er sko til staðar.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 31.3.2009 kl. 11:11

43 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég þakka Svani Sigurbjörnssyni nafna mínum fyrir afar gott innlegg.

Það dettur engum í hug að breytingarnar sem þarf að gera á stjórnsýslunni í kjölfar nýliðinna og yfirstandandi atburða verði auðveldar. Allir flokkarnir hafa ítrekað að það þurfi meira til, enn nokkru sinni áður, til að koma skipinu aftur á flot. Margar af athugasemdum þínum hljóta að koma þar til álita. En ef við reynum að ræða þess hugmynd á grundvelli hugmyndafræðinnar, frekar en smáatriðum útfærslu hennar, sem vissulegar eru mikilvægar og verður að sinna í "stjórnarsáttmála", þá horfa málin frá mínum bæjardyrum við þannig;

Þótt margir vonist til að hægt verði að stöðva heimskreppuna með því að ausa í fyrirtækin peningum, halda flestir af fremstu hagfræðingum heimsins því fram að hún eigi enn eftir að dýpka og að það muni taka nokkur ár fyrir okkur að rétta úr kútnum. Og aðeins þá, eftir að gagngerar breytingar hafa orðið á stjórnsýslu og undirliggjandi þankagangi sem ollu þrengingunum. (Sé Þjóðstjórn réttlætanleg á tímum neyðar, eins og Helgi Jóhann bendir á í sinni athugasemd, er sú neyð vissulega fyrir hendi. Formerkin mundu bara vera öfug, í stað leyndar, mundi upplýsingaflæðið til almennings að vera tryggt.) Þeim hlutlausu rannsóknum sem þegar eru hafnar á tilurð kreppunnar hér á landi undir stjórn Evu Joly mundi vissulega verða fram haldið og þannig þarf ekki að óttast að einhverjir sleppi vegna þess að aðstandendur sökudólganna komi að þjóðstjórn. 

Rétt eins og John Nash sannaði stærðfræðilega á sínum tíma og hlaut nóbelsverðlaunin fyrir, er velferð okkar fólgin í því að einstaklingurinn leitist við að gera ekki aðeins það sem er ábatasamt fyrir hann sjálfan, heldur einnig heildina. Hagsmunir hans og heildarinnar fara alltaf saman, samkvæmt þeirri jöfnu.

Oft er þeim rökum beitt fyrir því að stjórnarandstaða sé nauðsynleg, að hún veiti meirihlutanum aðhald. Sú skoðun kemur  m.a fram í athugasemdum Héðins og Helga Jóhanns. Þetta svo kallað aðhald hefur þróast upp í það að hlutverk stjórnarandstöðu felur í sér, ekki aðhald, heldur eins og orðið sjálft gefur til kynna, andstöðu, andstöðunnar vegna. Á tímum þegar þjóðarsátt og eining þarf að ríkja meðal þegnanna til að sigrast á erfiðleikunum, þarf sú sátt að endurspeglast í löggjafarvaldinu og framkvæmdavaldinu. Þingmenn þarf að leysa undan "aga" flokkanna og gefa þeim frelsi til að kjósa eftir sinni sannfæringu. Það eitt mundi tryggja það aðhald sem við sækjumst eftir.

Sú hugmynd að það þurfi að refsa flokki fyrir að hafa átt þátt í þeim afglöpum sem þjóðin verður að taka afleiðingunum af, hvernig sem fer, er mjög ríkjandi. Hún kemur fram og er persónugerð í athugasemdum Valsólar og orð Þorvaldar og Jakobs endurspegla þá skoðun líka. Ef að kröfur radda fólksins gengu út á eitthvað ákveðið, þá var það krafan um breytingar. Breytingar geta ekki orðið nema að við hugsum og gerum eitthvað öðruvísi en við höfum ætíð gert. Ef við viljum ekki flokkdrætti, þurfum við að hætta flokkadráttum. Það mun aldrei gerast nema að fólk verði tilbúið til að sýna hvort öðru þolinmæði og umburðalyndi. Það sem herðir hjörtun er óréttlæti veit ég vel og af því hafa allir fengið nægju sína. En að hafna þátttöku allt að 30% þjóðarinnar í að leiðrétta það, er líka óréttlæti. Og það mun herða hjörtu þeirra.

Hilmari, Hómdísi og Villa þakka ég prýðilegar athugasemdir sem og öllum ykkur hinum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.3.2009 kl. 11:38

44 Smámynd: Sigþrúður Pálsdóttir

Þakka áhugaverða umræðu.
Fyrir tæpum sólarhring síðan hefði mitt atkvæði verið á móti þjóðstjórn en ef landsmenn fá aukið atkvæðisvægi með óflokksbundnum kosningum og alsherjar gagnsæi, þá "já". 
Jafna John Nash er heillandi og uppsögn á fjarstýringu flokkana ákjósanleg.
Þegar að sljákkað hefur á valdageira-, og hallærisyfirlýsingum nafntogaðra einstaklinga og saminn hefur verið uppdráttur af nýrri stjórnarskrá sem hentar betur 21stu öldinni.... Og uppkjör bankamála, gjadmiðils o.s.f.v. kominn í höfn.  Má sjá fyrir sér þjóðstjórn sem byggir á að stýra uppbyggingarlögum fyrir hið nýja Ísland.  Samkvæmt öllum bókum  vísinda-, spádóma og spádómafræðum framtíðar fortíðar er núverandi fjármálakreppa fyrirséður formáli af öðrum og meiri öflum.

Landsmenn eiga að fá að kjósa óflokksbundið um stærstu málefnin sem varða a.m.k. næstu 100 árin: Með eða á móti ESB? Með eða á móti að borga IceSave pakkann?

Sakborningar á tapi þjóðarbúsins eru/verða dapurleg peð í stjórnarsögu landsins, "Enron"-saga Íslands deyr ef við göngum í ESB og lýðveldið lifir ef stjórnarkerfið stendur með meirihluta landsmanna.
Þannig lagað burt með flokka og inn með þjóðstjórn og samstöðu þjóðar sem byggir á ferskum grunni með ótæmandi möguleika í sinni sérstöðu. 

Sigþrúður Pálsdóttir, 31.3.2009 kl. 15:36

45 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Utanþingsstjórn til tveggja ára fyndist mér besti kosturinn!  Vil hvorki sjá Sjálfstæðis- né Framsóknarflokk við stjórn landsins og hana nú!

Sigrún Jónsdóttir, 31.3.2009 kl. 17:08

46 identicon

Það stefnir allt í vinstri stjórn að loknum kosningum. Valdagræðgin heldur áfram og verður jafnmikil í þeim flokkum og öðrum - það er sammannlegt og engin ský á lofti um að sú hegðun sé að breytast. Líklegast er að sú stjórn haldi út í tvö ár - og springi við fjárlagagerð ársins 2010 sem endar með kosningum á vetrar- eða vormánuðum fyrri hluta árs 2011. Þá fáum við aftur stjórn með þátttöku sjálfstæðismanna og einhvers annars flokks. Erfiðleikarnir munu trúlega leysast með olíuauðæfunum á drekasvæðinu. Vonandi verðum við ekki kominn inn í ESB og höldum í okkar litlu krónu, sem við getum vel stjórnað með skynsamri hagstjórn. Þjóðstjórn er hugmynd - góð hugmynd, sem verður ekki að veruleika, vegna þess að vinstri flokkarnir hafa fengið forsmekkinn af völdunum.

gp (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 19:01

47 identicon

Við verðum að losa okkur við flokkavaldið. 

EE elle (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 20:01

48 Smámynd: AK-72

Á pappírnum er þetta fín hugmynd og síðastliðið haust hefði ég samþykkt hana. Því miður eins og staðan er í dag, þá er þetta "útópísk" hugmynd í þeirri dystópíu sem við upplifum nú. Vandamálið við hana er nefnilega mannlegt eðlii, flokkshollustan og flokksræðið, sem þjáir alla þessa flokka.

Ef við byrjum að líta á aðalvandamálið, þá er það  Sjálfstæðisflokkkurinn segist vera búinn að hvítþvo sig, gera upp hlutina og vilji "ganga hreint til verks". Hann nýtur ekki trausts, góður hluti almennings vill festa þá sem þar öllu ráða upp í næsta ljósastaur og getur engan veginn ekki sætt sig við það að flokkurinn fái völd aftur , og í raun er hann í algjörum molum þar sem raunverulegt uppgjör við hugmyndafræðina sem leiddi þjóðina til helvítis, hefur ekki enn farið fram innan flokksins.Aðeins var skítahaugnum sópað undir teppið tímabundið og fnykurinn er augljós öllum sem ekki búa í Valhöll.

Við það bætist að Sjálfstæðisflokkurinn vill berjast af hörku á móti stjórnlagaþingi, þjóðaratkvæðagreiðslum og öllu öðru því sem gæti veikt flokks- og ráðherraræðið og styrkt lýðræðið, og yrði strax vandamál í slíkri stjórn. Ekki bætir úr skák að allskonar níð frá fyrrum formanni sem líkti sér við Krist, í garð flestra ef ekki allra flokka, fékk standandi lófaklapp til samþykkis, og einn flokkur hefur allavega lýst yfir að Sjálfstæðisflokkur komi ekki til greina í samstarfi(af skiljanlegum ástæðum).

Þetta er bara fyrsta vandamálið við þetta, því næsta vandamál er einmitt það, að um hina flokkana blása fáir sem engir ferskir vindar í forystu. Sömu gömlu atvinnustjórnmálamennirnir ráða ríkjum í hinum þremur fjór-flokkunum, sömu valdaklíkurnar og svo sárin sem efnahagshrunið hefur skilið eftir sig í síðum flokkana.

Þegar litið er svo til Alþingis og allra flokkana sem þar sitja, þá er fyrir það fyrsta, er Alþingi rúið öllu traustu. Flokkarnir stilla sér upp sem fótboltaliðum, þingmenn líta á að þetta sé íþróttaleikur þar sem hagsmunir flokksins kemur fyrst, og haga sér eins og fimm ára krakkar í sandkassaleik. Til þess að þessi þjóðstjórnarhugmynd gæti farið fram, þyrfti svo rosalega hugarfarsbreytingu á meðal atvionnustjórnmálamannana og uppöldu klónaherdeildanna sem aldar voru upp í málfundafélögum háskólanna. Hún hefur ekki átt sér stað, heldur misstu margir hverjir af því tækifæri til innri endurskoðunar,og sést það best á skotgröfum flokkana á sama tíma og þjóðinni blæðir.

Hvað er þá eftir? hvað er hægt að gera? Ég er persónulega á þeirri skoðun, nú í dag, að eina leiðin sé að hafa utanþingstjórn á meðan boðað er til stjórnlagaþings. Þingmenn geta þá sinnt hlutverki sínu sem löggjafi og þurfa ekki að vera kassadömur í Bónus fyrir ráðherrana, heldur veitt þeim aðhaldið sem þeir þurfa.Á sama tíma verður unnið að því að byggja upp nýjan samfélagssáttmála af þverskurði almennings, ekki flokksdindla, og þegar nýjum sáttmála hefur verið skilað af sér, að þá verði komið hér á raunverulegri þrískiptingu valds og virku lýðræði en ekki flokksræði.

Nóg í bili.

AK-72, 31.3.2009 kl. 20:16

49 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég segi já við Þjóðstjórn. Nú á þessum erfiðu tímum þurfum við virkilega góða landstjórn með fagmönnum innanborð. Oft var þörf en nú er nauðsyn að leggja  allar pólitískar erjur til hliðar og einfaldlega að leysa þau gífurlegu vandamál er blasa við þjóðinni. Menn dvelja sífellt í fortíðinni hver olli hverju og hvar, veltandi sér upp úr vandamálunum kennandi hver öðrum um í stað þess að taka vandamálin sem verkefni sem þarf að leysa og það strax. Gleymum því ekki að við erum hér ekki að fást við séríslenskt vandamál því þetta er að gerast út um allan heim þ.e. Glæpamenn komust að völdum í fjármálafyrirtækjum, menn með siðblindu á háu stigi og haldnir veiki sem heitir GRÆÐGI. Hvorki stjórnvöld né eftirlitsfyrirtæki hvar sem er í heiminum gátu séð við þessu. Þetta er ekki bara að gerast hér á Íslandi og þessvegna fáránlegt að kenna einum stjórnmálaflokki um.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 31.3.2009 kl. 22:38

50 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka þér sömuleiðis Sigþrúður. Við erum sammála að flestu leiti.

Einnig ykkur Sigrún og EE

gp. Þú ferð nú að skáka sjálfum DR. Phil í spásagnargáfu :)

AK-72 Þér þakka ég greinargott og nokkuð ýtarlega athugasemd. Ég er sammála þér um greiningu þína á ástandinu. Ég met hana þannig að þú álítir hugmyndina óframkvæmanlega og óraunhæfa vegna þess hversu illa er fyrir okkur komið, frekar en nokkuð annað. Þú  bendir alla vega á aðra lausnir sem mér virðast alveg gætu virkað í staðinn. Við getum kallað þær tæknilegar lausnir til að færa okkur nær því sem ég held að sé algjör forsenda einhverra raunverulegra og varanlegra breytinga, þ.e. breytingu á hugarfarinu sem ríkjum ræður.

Sólveig; Þú veist að ég er líka sammála þér, sérstaklega því sem þú segir um nauðsyn þess að horfa ekki til fortíðar, heldur framtíðar. Þá á ég ekki við að það eigi að sleppa þeim sem sök eiga, heldur að þeir sem verða við völd finni leið til að gera það, og annað sem er nauðsynlegt að framkvæma í sameiningu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 31.3.2009 kl. 23:41

51 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Að sjálfsögðu á að færa þá til saka sem hafa unnið til þess.  Í BNA hafa svona fjárglæframenn verið bornir út í járnum. En það er víst eitthvað  verið að að vinna í rannsóknum hér heima þó seint gangi. En jafnframt því verðum við að leysa þau verkefni sem eru til staðar og ganga í það af heilum hug.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.4.2009 kl. 00:07

52 identicon

Þeir voru nú ekki beint ´bornir´út í járnum, heldur leiddir út.  happy smiley #45  En kannski væri það ekki verra?  Kannski ættum við að hafa það þannig?

EE elle (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 00:18

53 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Whatever

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.4.2009 kl. 00:20

54 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, þjóðstjórn - eg veit ekki. 

Í sögulegu ljósi hefur einu sinni verið svokölluð þjóðstjórn.  Stofnuð 1939 minnir mig.  Að vísu var ekki einn flokkur með.  Það þótti ekki koma til greina að hafa sósíalista innanborðs.

Spurning núna sko, miðað við ástandð, hvort komi til greina að hafa Sjálfstæðisflokkinn með.   Og þá er maður aðhorfa til afreka þeirra unanfarin 15 ár eða svo.  Það er eigi fögur sjón. 

En þarna í gamla daga, þá baðst Hermann síðan lausnar í miðju stríði og þá gátu þeir ekki myndað stjórn.

Þá var stofnuð Utanþingsstjórnina (sú eina  hingað til)

Hún sat síðan til nánast loka stríðs og þá tók við svokölluð Nýsköpunarstjórn með Sjálfst.fl., Alþýðufl. og Sósíalistum.

Erfitt að segja hvað er best í stöðunni núna.  Virðist vera svo mikið sundurlyndi ekki hægt að koma sér saman um einföldustu hluti. (ss. að landið gerist aðili að esb)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.4.2009 kl. 16:47

55 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sólveig: Ég er dálítið ósáttur við að láta þetta verða síðasta orðið á mjög góðri umræðu. Ég vona svo sannarlega að þegar upp er staðið, endurspeglist afstaða flestra íslendinga gagnvart málinu sem hér var rætt,ekki  í því, það er; Whatever :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 16:50

56 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Nei það má ekki verða,  til þess er málið of alvarlegt. Ég var að svara EE elle því að það skipti ekki máli hvort sakborningar yrðu eins og  í BNA  "bornir" eða "leiddir" út í járnum.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 1.4.2009 kl. 18:30

57 identicon

Nei, það skiptir engu, mér fannst þetta bara koma flott út og fór að grínast með það. 

Smilie

EE elle (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:17

58 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mín spurning er og verður; hvernig er hægt að leysa vandamál með sama hugsunarhætti og skapaði það?

Þakka enn aftur öllum sem, þátt hafa tekið í þessum góðu umræðum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 1.4.2009 kl. 22:12

59 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ég segi já. Annað er ábyrgðarlaust á tímum sem þessum. Stjórnmálamenn verða að snúa bökum saman fyrir fólkið í landinu.

Jón Baldur Lorange, 2.4.2009 kl. 16:35

60 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir það Jón Baldur :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.4.2009 kl. 22:03

61 Smámynd: Óskar Arnórsson

Helvíti ertu góður Svanur Gísli! Mana þig samt að lesa tillögu mína hjá nafna mínum Helgasyni. Nenni ekki að endurtaka það komment.

Ég vil þjóðstórn með fagfólki eins og einhver minntist á hér að ofan. Tek stráhattinn af þér til heiðurs fyrir fantagóðaðar umræður. Vertu ekkert að hafa áhyggjur af ´herstjórnar áhuga mínum. Ég bara vil ekki eins og þú sjálfur sagtir að sömu menn sem komu öllu til helvítis verði kostnir AFTUR til "lækna" Íslendinga.

Mér er alvara í þessu máli með herstjórn. Þú ert alveg kjörin maður í þjóðstjórn. Ég er alltof mikill ruddi í eitthvað svoleiðis.

Ég er með lista yfir tæpa 50 aðila sem á að setja á Litla-Hraun og skal ég vinna þar ókeypis eða "kaupa mér miða" sem fangi.

Svaka væri gaman að gera þeim lífið leitt þar inni. Maður er nú orðun vinnuskaðaður þegar maður er farin að öfunda fangana þar. Enda einn þriðji þar vegna húsnæðisskorts!

Félagsmálabatteríið er ekkert að standa sig. Velferðarráð? Eru þeir til í alvörunni?

Ég er alla vega búin að fatta af hverju ég er svona skrítinn og undarlegur. Nú af því að ég er Íslenskur! Ég finn enga aðra skýringu.. 

Óskar Arnórsson, 4.4.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband