29.3.2009 | 11:54
10 einkenni Alzheimer.
Hinum skelfilega sjúkdómi Alzheimer hefur verið skotið inn í umræðuna, alltént með ósmekklegum hætti. Það hlýtur að vera einsdæmi að fyrrum "landsfaðir" þjóðar lýsi því yfir á fjölmennum og fjölmiðalvöktuðum fundi, að hann vonist til að annar nafngreindur einstaklingur sé haldinn Alzheimer.
Flesti sjúkdómar takmarka getu þína til að njóta dagsins og jafnvel framtíðarinnar. Alzheimer rænir þig ekki bara nútíð og framtíð, heldur fortíð þinni líka. Minningarnar og tilfinningarnar sem tilheyra þeim, ástvinir og hugmyndirnar sem við varðveitum með okkur um þá, hverfa í móðuna sem heitir Alzheimer. Alzheimer rænir þig að lokum öllu sem gerir þig að þér.
Sem tilraun til þess að umræðan fari ekki öll í vandlætingu á höfundi téðra ummæla, þótt hún kunni að vera verðskulduð , birti ég hér að neðan 10 algengustu einkenni sjúkdómsins sem kenndur er við Alzheimer.
Minnisleysi | ||
Fólk gleymir oft nýlegum upplýsingum og getur ekki munað þær, jafnvel þó síðar sé. Eðlilegt er að ; Gleyma stöku sinnum nöfnum og dagsetningum.
|
Að eiga erfitt með að framkvæma dagleg verk. | ||
Fólk á í erfiðleikum með að skipuleggja og framkvæma dagleg verk. það getur átt í erfiðleikum með að elda mat, velja símanúmer eða taka þátt í leikjum. Eðlilegt er að; Muna ekki endrum og eins hvers vegna þú fórst inn í herbergið eð a hvað þú ætlaðir að segja.
|
Erfiðleikar með mælt mál | ||
Fólk með Alzheimer sjúkdóminn, man oft ekki einföld orð eða nota í stað þeirra óalgeng orð þannig að erfitt verður að skiljamálfar þeirra. Það er kannski að leita að tannbursta og segir þá; "þetta sem ég set í munninn". Eðlilegt er að; Fólk lendi af og til í erfiðleikum með að finna rétt orð.
|
Að ruglast á tíma og staðsetningu. | ||
Fólk með Alzheimer getur villst í nágrenni heimilis síns, gleymt með öllu hvar það er statt og hvernig það komst þangað sem það er statt og veit ekki hvernig það á að komast heim. Eðlilegt er að; gleyma stundum hvaða dag þú átt að vera einhversstaðar.
|
Slæm dómgreind. | ||
Þeir sem þjást af sjúkdóminum eiga það til að klæða sig á óviðeigandi hátt, geta farið í margar peysur á heitum degi eða litlu sem engu í köldu veðri. Dómgreind þeirra er skert og það getur átt það til að eyða háum peninga-upphæðum í símasölumenn. Eðlilegt er að; Gera eitthvað kjánalegt endrum og eins.
|
Að eiga erfitt að hugsa rökrétt | ||
Alzheimer sjúklingar eiga venjulega erfitt með að framkvæma flókin verk, gleymir gildi talna og hvernig á að nota þær. Eðlilegt er að; Finnast erfitt að reikna saman í huganum stöðuna á kortinu þínu.
|
Að týna hlutum | ||
Fólk með Alzheimer á það til að setja hluti á mjög óvenjulega staði; straujárnið í ísskápinn eða úrið sitt í sykurskálina. Eðlilegt er að; Finna ekki lyklana eða veskið sitt af og til. |
Breytingar á skapferli | ||
Alzheimer sjúklingar geta sýnt mjög skjóttar skapferlisbreytingar. Frá ró getur grátur sótt að því og síðan reiði, án sýnilegra orsaka. Eðlilegt er að; Að finna til sorgar eða reiði af og til.
|
Breytingar á persónuleika | ||
Persónuleiki Alzheimer sjúklingar getur breyst mjög mikið. Þeir verða mjög ringlaðir, finnst annað fólk grunsamlegt, verður auðveldlega hrætt og háð öðrum fjölskyldumeðlimum. Eðlilegt er að; Persónuleiki fólks breytist lítillega með aldrinum. |
Skortur á frumkvæði | ||
Alzheimer sjúklingar geta misst allt frumkvæði. Það getur setið fyrir framan sjónvarp klukkustundum saman, sefur meira en vant er og vill ekki taka þátt í daglegum störfum. Eðlilegt er að; Verða þreyttur á vinnunni eða samfélagskyldum. |
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:02 | Facebook
Athugasemdir
Ég hef stundum sagt að Alzheimer sé erfiðasti "aðstandendasjúkdómurinn". afkomendur missa sína nánustu "lifandi" inn í annan heim. Það er erfitt þegar mamma eða pabbi hætta að þekkja þig og fara að haga sér eins og óvitar....mjög erfitt.
Sigrún Jónsdóttir, 29.3.2009 kl. 12:01
Þessi einkenni sem þú telur upp eru bara á fyrri stigum. Á seinni stigum liggur sjúklingurinn bara í rúminu og veit ekkert hvað fram fer í kringum sig. Deyi þeir ekki af öðrum orsökum deyja þeir út hugri þegar þeir muna ekki lengur hvernig á að kyngja. Oft fá þeir líka krampa á síðistu stigum. Alzheimer er að verða eins og faraldur. Það er alltaf talið vera svo jákvætt hvað fólk er orðið langlíft en mér finnst það ekki. Margt af þessu fólki sem lifir mjög lengi er í rauninni bara skelin. Fyrst og fremst rænir alzheimer fólk allri mannlegri reisn og gerir það sannarlega í raun og veru.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.3.2009 kl. 12:28
Þessi samantekt er annað og meira en bara inlegg vegna stjórnmálaumræðunnar og hinnar feikilegu smekkleysu, sem Davíð Oddsson gerði sig sekan um; hún er fróðleikur af því tagi, sem nauðsynlegt er að lifi með þeirri þjóð, sem - eins og Sigurður Þór Guðjónsson bendir réttilega á - er farin að verða langlíf úr hófi fram. Þökk ykkur báðum.
Jakob S Jónsson, 29.3.2009 kl. 12:33
Orðið er ofnotað. ´Dementia´ eða heilabilun er víðtækara orð og nær yfir 'Alsheimer´s Disease´. AD er algengastur þeirra sjúkdóma sem orsaka minnistap. En alls ekki sá eini. Það verða skemmdir í heila/taugakerfi sem valda dómgreindar- og minnisleysi. Það getur gerst líka hjá yngra fólki þó það gerist oftar hjá eldra fólki. Og getur orðið það slæmt að fólk man ekki eftir börnunum sínum. Og þó það muni oftast eftir foreldrum sínum.
EE elle (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 12:41
Þessi sjúkdómur er í minni ætt svo ég er alveg laus við húmor gagnvart honum. Tek undir orð Sigurðar að langlífi er ekki endilega æskilegt. Það er margt verra en dauðinn .
Rut Sumarliðadóttir, 29.3.2009 kl. 12:47
Ég held að þessar lýsingar Svans á hreinum Alzheimer sem er ein tegund af heilabilun eða dementiu. Svo eru til fleiri óljósar tegundir af Alzheimer eins og Lewy body, þá byrjar sjúkdómurinn oftar en ekki með ranghugmyndum og ofsóknarhugmyndum, þá er ómögulegt að telja fólkinu hughvarf, þegar sjúkdómurinn gengur lengra og séð er að það þýðir ekki að gefa þeim tiltekin lyf þau virka ekki þá hverfur þessi hugsanagangur, oft gera lyfin bara illt verra og auka á ranghugmyndirnar. Fólk með hreinan Alzheimer er oft mikið á ferðinni en innan stofnunarinnar en það er allt horfið þar inni fyrir, sem betur fer þarf lítið til að dauðinn taki það, oft lungnabólga eða fall og brot. En blandan er verri, þegar læknarnir segja að sjúklingurinn hafi Alzheimer jú en það er í bland við hrörnun heilans á annan hátt, blettablæðingar, æðakölkun o.flr. Þá er það óútreiknalegt, ómögulegt að vita hvenær það hættir að þekkja okkur. Reyndar er erfitt að ákvarða að fullu sjúkdóminn nema í krufningu, það er hægt að greina einkennin og starfssemi heilans, blóðflæði td. en ekkert er alveg fullvíst í þessu. Þetta var nánast uppkast að ritgerð ég veit það :)
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 29.3.2009 kl. 13:34
EE; Þakka þér þessar góðu viðbótaupplýsingar. þessi samantekt er tekin af síðu bandaríku Alzheimer samtakanna sem nota orðin Dementia og Alzheimer jöfnum höndum í almennri umfjöllun sinni um sjúkdóminn.
Sigurður þór kemur inn á málefni sem væri alveg verðust að gera betri skil, þ.e. gæði langlífis. Ég tek undir orð hans eins og aðrir.
Sömuleiðis tek ég undir orð Sigrúnar, Rutar og Jakobs og þakka öllum um leið athugasemdirnar
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.3.2009 kl. 13:37
Og í Þeim "töluðu orðum" kemur frábært innlegg frá Töru, sem ég þakka kærlega fyrir.
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.3.2009 kl. 13:40
" þá byrjar sjúkdómurinn oftar en ekki með ranghugmyndum og ofsóknarhugmyndum, þá er ómögulegt að telja fólkinu hughvarf,.." Er það bara ég sem sé hliðstæðu með þessarri lýsing og manni sem mikið er rætt um nú? Ég vona svo sannarlega að það sé tilvilun.
Hlédís, 29.3.2009 kl. 15:58
tilviljun átti það að vera.
Hlédís, 29.3.2009 kl. 15:58
Ellisjúkdómalæknirinn í SF ýjar að þessu sama í fyrirsögn á blogginu sínu en vonar samt að svo sé ekki Hlédís. :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.3.2009 kl. 16:04
Öldrunarsjúkdómalæknir heitir það víst ...
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.3.2009 kl. 16:11
Ekkert að þakka Svanur minn :)
Kæra Hlédís, ég vitna þarna í móður mína. Svo reyndar skrifaði ég fyrir hjúkrunarheimili og jafnframt stofu öldrunarlæknis úti í bæ á sama tíma í sex ár.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 29.3.2009 kl. 16:17
Ellisúkdómalæknir er styttra og lipurra orð, Svanur! Elli er bara á bannorðalistanum. Öldrun skal það heita - eldri borgarar, o s frv - Tilitsemi við þá sem hljóta þau hræðilegu örlög að gamlast ;)
Hlédís, 29.3.2009 kl. 16:27
Eldri borgarar og heldri borgarar.
EE elle (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 16:30
Það er sama hve illa manni er við aðra manneskju, það á aldrei að óska henni ills eins og DO gerði svo ósmekklega í ræðunni hræðilegu...
Brattur, 29.3.2009 kl. 18:29
Ég verð að koma að þessari umræðu, en sé átt við undirritaðan þá er ég vinstri grænn og hef aldrei verið í Samfylkingunni, né neinum þeirra flokka sem stofnuðu þann annars ágæta stjórnmálaflokk.
Að mínu mati er liprasta útgáfan af starfsheitinu sú sem er mest notuð, þ.e. öldrunarlæknir, þó hún gefi ranglega til kynna að öldrun sé eitthvað sem hægt er að lækna, en mun vera stytting úr lengra heitinu sem Svanur nefnir. Og Svanur hafðu þökk fyrir að koma af stað þessari upplýstu umræðu.
Ólafur Þór Gunnarsson, 29.3.2009 kl. 20:46
Afsakaðu það Ólafur. Um leið og þú nefnir það mundi ég það að þú ert í VG.
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.3.2009 kl. 22:44
Ef ég má segja það: Menn eiga að deyja með sæmd í blóma lífisins!
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.3.2009 kl. 23:47
Eitt augnablik varð ég svo fjúkandi reið þegar ég sá hvað þú skrifaðir Sigurður, en ég náði að jafna mig, úff, þarna skall hurð nærri hælum!
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 30.3.2009 kl. 00:00
Þetta er frekar forn-norræn hugsun hjá þér Sigurður. Náttúran hefur séð okkur fyrir eðlilegu ferli í þessum efnum og persónulega er ég hallur undir að því sé fylgt. Tæknin gerir okkur mögulegt að hafa inn í það nokkur inngrip sem stundum eru góð og stundum ekki. Hræðslan við dauðann gerir fólki erfitt að greina þar á milli.
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.3.2009 kl. 08:10
Hárfín en beitt athugasemd hjá Hlédísi,hvet fólk til að lesa hana aftur.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 09:09
Ég hefði getað svarið fyrir það að ég taldi að þarna værir þú að telja upp einkenni trúar :)
Ég verð vonandi dauður frekar en að lenda í því að vita ekki hver ég er...
DoctorE (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 13:43
Já en DoktorE skiptir það í rauninni nokkru máli þegar við spáum í það, ef það er ekkert eftir dauðann er þá nokkuð öðruvísi að vita ekki hver við erum, sem sagt lifandi dauð. Ég veit að það er ljótt að segja þetta og líklega tala ég þvert ofan í það sem ég er búin að segja, en svona er það þegar maður fer að hugsa!
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 30.3.2009 kl. 14:06
Dr.E kemur þarna inn á merkilegan punkt sem Tarahnykkir svo betur á. Fyrir mörgum trúuðum er þessi heimur einskonar "matrix" sem við látum öll blekkjast af. Þess vegna ríghöldum við okkur í hann jafnvel þótt það kosti ástand sem Tara lýsir svo vel. (lifandi dauð).
Setning DrE; "Ég verð vonandi dauður frekar en að lenda í því að vita ekki hver ég er..."endurómar einmitt þá sannfæringu marga trúaðra að það sé betra að vera dauður en að vita ekki hver við raunverulega erum. Þegar við vitum hver við erum getum við slitið okkur frá "matrixinu" og orðið frjáls frá þjáningu þess. Þetta er hreinn Búddismi :)
Hallgerður; Ég held að við séum öll með á nótnum hvað þetta varðar:)
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.3.2009 kl. 15:24
Vá það allra besta í þessu er að Svanur kveður DoktorE alveg í kútinn með því að setja hann á stall með trúuðum Fyrirgefðu kæri Doktor en þetta er alveg óborganlegt!
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 30.3.2009 kl. 15:57
DoktorE segir: "Ég verð vonandi dauður frekar en að lenda í því að vita ekki hver ég er..."
Engar áhyggjur DoktorE! Ég skal taka það að mér að halda í höndina á þér þegar þú verður orðinn að gulrót og hvísla því stöðugt í eyrað á þér hver þú ert: Messías!
Malína (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 20:48
Sorrý DoktorE - þetta er ekkert illa meint, ég bara gat ekki á mér setið...
Malína (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 20:54
Þið eruð stríðnispúkar stelpur :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.3.2009 kl. 21:41
Ekki stríða mér stelpur... en auðvitað er ég dauður ef ég veit ekki hver ég er... þá er ég orðin einhver annar
Við erum ekkert nema minningar okkar.
DoctorE (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 12:17
Æi sko hvað við gerðum hann hógværan, I love it
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 31.3.2009 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.