28.3.2009 | 17:50
Skálmöld, vargöld
Ég var ekki fyrr sestur til að skrifa um vopnahjal og yfirlýsingar nokkurra bloggara um að tími væri kominn til að "grípa til vopna" til að mæta aðgerðaleysi stjórnvalda í hinum ýmsa vanda sem að þjóðinni steðjar, þegar ég rak augun í digurbarkalegar yfirlýsingar ræðumanns á landsfundi Sjálfstæðismanna. Þar hvatti hann til vígbúnaðar flokksins. Er þetta er það sem koma skal; Skálmöld og vargöld á Íslandi?
Orð eru til alls fyrst stendur einhvers staðar en spurningin er hvort einu úrræðin sem þjóðin hefur sé að finna sér "ný sverð" til að berjast með. Ég skil það vel að fólk sé komið á fremstu snös og grípi því til svona orðalags þótt því sé ekki ætluð bókstafleg merking. En það getur ekki virkað öðruvísi en olía á eld þeirra sem dottnir eru fram af, sérstaklega þegar því er slegið upp, eins og vænta mátti, svo til án skýringa, í fyrirsögnum fjölmiðlanna.
Hvað gerist ef að róttækir aðgerðarsinnar taka "sjálfstæðishetjuna" á orðinu? Hvað gerist ef að þeir láta verk fylgja þeim orðum sem þeir hafa þegar látið falla í heyrenda hljóði? Ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda.
Ég birti fyrir skömmu lista yfir fjölda friðsamlegra aðgerða sem aðgerðarsinnar gætu gripið til. Þau voru tekin upp úr umfangmikilli rannsókn sem gerð hefur verið á ferli mótmælaaðgerða víða um heim. En aðgerðasinnar vita að sú hætta er ætíð fyrir hendi að aðgerðirnar fari úr böndunum og verði ófriðsamlegar. Smjörþefinn af slíku sáu Íslendingar um áramótin s.l. Næstu skref, séu þau tekin, geta verið skipulagðar ófriðsamlegar aðgerðir. Það er ástand sem fáir vilja örugglega sjá en óvarleg orð gætu hrundið af stað þegar óánægjan grasserar óhindruð í samfélaginu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Mannréttindi | Breytt 31.3.2009 kl. 19:49 | Facebook
Athugasemdir
Það fer um mig hrollur við að lesa orðin að vígbúast og hvassari sverð. Pr fólkið hefur greinilega sótt í vopnasmiðjur við samninga á ræðunum. Að ég tali nú ekkert um Messíasarkomplexa eða aðra sjúkdóma.
Rut Sumarliðadóttir, 28.3.2009 kl. 21:06
Og hverjir eru nú að hvetja til vopnaburðar?
Árni Gunnarsson, 28.3.2009 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.