Að drekka heitt te getur valdið krabbameini.

teapot2Það er vandlifað í þessum heimi og margt mannanna bölið. Maður var ekki fyrr búinn að venja sig af kaffiþambinu, þegar þetta kemur í bakið á manni.

Að drekka of heitt te er nú talið geta valdið krabbameini í vélinda, rétt eins og reykingar og brennivínsdrykkja.

Það eru alla vega niðurstöður íranskra lækna sem undruðust háa tíðni krabbameins í vélinda meðal fólks sem hvorki reykir eða drekkur áfengi. Um það fjallar frétt BBC sem er að finna hér í fullri lengd.

Ólíkt því sem gengur og gerst í mið-austurlöndum nota vesturlandbúar mjólk út í tevatnið sem kælir það nægjanlega til að það verði ekki skaðlegt, eða niður fyrir 70 gráður.

Einkum eru Bretar þekktir fyrir þennan sið, sem er talin algjör helgispjöll á drykknum þegar austar dregur. Annars fjallaði ég ekki fyrir löngu um hvernig á að gera fullkominn tebolla. Áhugasamir sem ekki sáu þann "gagnmerka pistil" geta fundið hann hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er búinn að kaupa sérhannaðan tehitamæli fyrur 87 þúsund krónur, heilsan hefur forgang.

Finnur Bárðarson, 28.3.2009 kl. 16:40

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Svanur Gísli Þorkelsson, 28.3.2009 kl. 16:56

3 identicon

Ég drekk bara kók.

Ingo (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband