Sársauki fórnarlambs nauðgara í myndum

Eyes_Zoom8_CL250_Zoom4_CL250_Zoom2_CL250Í mörg ár þurfti Fatíma að þola nauðganir og aðra kynferðislega misnotkun þar sem hún ólst upp hjá strangtrúaðri fjölskyldu sinni í Abu Dhabi. Hún þoldi ofbeldið í mörg ár án þess að segja móður sinni frá því. Henni tókst að lokum að flýja land og dvelst núna í Bandaríkjunum. Í dag er hún 26 ára og hér segir hún sögu sína og hvernig ljósmyndun varð að leið fyrir hana til að tjá sársauka sinn.

Myndin er krækja á myndband frá BBC sem sýnir nokkarar af myndum Fatímu og undir þeim talar hún um líf sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er ótrúlega sársaukafull frásögn en mér finnst röddin og sagan sjálf þó magnaðri en myndirnar.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.3.2009 kl. 09:53

2 Smámynd: Sigþrúður Pálsdóttir

Takk fyrir þessa birtingu. Fegurðin yfirbugar kraft sársaukans með sannleiksgildi sínu. Einstakt listaverk.

Sigþrúður Pálsdóttir, 27.3.2009 kl. 11:06

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk fyrir að  setja þetta hérna inn, ég hlustaði á Fatimu segja sína sögu, þetta var magnað og skelfilegt.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 27.3.2009 kl. 11:59

4 identicon

Vonandi hefur Fatíma yfirstigið raunir sínar. Ég held að það sé ekki bara í múslímalöndum sem nauðgarar eru verndaðir, stundum getur dugað að vera vel ættaður...

Kolla (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband