Kína ræður för

dalai_lamaÆgivald Kína yfir þjóðum heimsins verður æ ljósara. Íslendingar fengu smjörþefinn af því þegar að Jiang Zemin kom til landsins 2002 og Falun Gong meðlimum var annað hvort bannað að koma til landsins til að mótmæla eða þeir settir í stofufangelsi.

Nú hafa Suður-Afrísk stjórnvöld neitað Dalai Lama um vegbréfsáritun svo hann kemst ekki á ráðstefnu sem halda á í vikunni í Jóhannesarborg. Ráðstefnan er tengslum við fyrirhugaða heimsmeistarakeppni í fótbolta sem haldin verður í landinu 2010 og þar mun verða rætt um hlutverk íþróttarinnar í barráttunni við kynþáttahyggju. Ástæðan er, er sögð af stjórnvöldum í Pretoríu " að koma Dalai Lama mundi ekki þjóna hagmunum Suður-Afríku sem stendur".

Nú skilst mér að það standi til að Dalai Lama muni heimsækja Ísland. Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum kínverskra yfirvalda þegar nær líður að þeirri heimsókn og enn merkilegra að fylgjast með viðbrögðum íslenskar stjórnvalda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Spurning hvort einhverju breytir að heimsókn hans til Íslands í sumar er á vegum einkaaðila, ekki opinberra... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.3.2009 kl. 22:51

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það hefur hingað til ekki breytt neinu fyrir Kínverja, hvort um opinbera eða óopinberar heimsóknir hans er að ræða. Þeir leggja stein í götu hans þar sem þeir komast upp með það. Hann þarf vegbréfsáritanir og þær eru ætíð í höndum stjórnvalda.

Bæði Nelson Mandela og Tutu biskup hafa fordæmt þetta athæfi Pretoríu manna. En það kæmi mér ekki á óvart að reynt verði að hafa áhrif á heimsókn hans hingað. Sérstaklega af því að viðskiptasambönd okkar við Kína skipta okkur meira máli nú en nokkru sinni fyrr.

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.3.2009 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband