10 áhrifamestu persónur Íslandssögunnar

Margir sem velta fyrir sér hlutunum í sögulegu samhengi hljóta fyrr eða síðar að spyrja sig spurningarinnar; hver er áhrifamesta persóna allra tíma. Á netinu er að finna fjölmarga lista sem gerðir hafa yfir kandídata í þann hóp og margir þeirra eru sammála mati Michaels H. Hart sem skrifaði bókina The 100: A Ranking of the Most Influential Persons in History sem kom fyrst út árið 1978.

Egil_Skallagrimsson_17c_manuscriptÉg ætla ekki að að tjá um þann lista að sinni en þess í stað að þrengja aðeins hringinn. Það væri verulega áhugavert að sjá hverjir íslendingar í dag telja 10 mikilvægustu og áhrifamestu Íslendinga sem hafa lifað hafa frá upphafi Íslandsbyggðar. Nú hvet ég ykkur, lesendur góðir til að leggja höfuðið aðeins í bleyti og láta síðan í ykkur heyra og skrifa niður í röð frá 1-10 nöfn þeirra tíu einstaklinga sem þið teljið að ættu að tilheyra þessum hópi. Það væri gaman ef eins og ein skýringarlína fylgdi hverri tilnefningu. Til að sýna gott fordæmi ríð ég á vaðið og birti minn lista hér að neðan.

(Þeir sem ekki nenna að telja upp tíu telja bara eins marga og þeir vilja)

 

1. Snorri Sturluson (Fyrir ritverk sín og að varðveita helstu stoðir íslenskrar menningar)

2. Jón Sigurðsson (Fyrir að berjast fyrir sjálfstæði þjóðarinnar)

3. Jónas Hallgrímsson (Fyrir að hafa meira að segja en flestir og segja það betur en allir)

4. Ari Fróði (Fyrir fræði sín og heimilda varðveislu)

5. Guðbrandur Þorláksson Biskup (Fyrir lærdóm sinn og þátt í útgáfu Biblíunnar á Íslandi)

6. Árni Magnússon (Fyrir að bjarga þjóðarverðmætum Íslands frá glötun)

7. Davíð Oddsson (Fyrir að móta mesta velferðartíma landsins fyrr og síðar)

8. Vigdís Finnbogadóttir (Fyrir framlag sitt til aljóðamála og kvenréttindamála)

9. Egget Ólafsson (Fyrir framlag sitt til upplýsingarinnar á Íslandi)

10. Björk Guðmundsdóttir (Fyrir að vera mesta og besta landkynning sem landið hefur átt.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Ágæt hugmynd.

1. Jón Sigurðsson - Frelsisbaráttan og allt það.
2. Snorri Sturluson - Afburðaskáld og fræðimaður.
3. Halldór Kiljan Laxness - Nóbelsverðlaunin.
4. Jónas Hallgrímsson - Frábært skáld.
5. Hallgrímur Pétursson - Trúarskáld í sérflokki.
6. Steinn Steinarr - Besta skáldið á 20. öldinni.
7. Jónas Jónsson frá Hriflu - Frumkvöðull mikill.
8. Bjarni Sæmundsson - Mikill náttúrufræðingur.
9. Vigdís Finnbogadóttir - Einstök kona.
10. Albert Guðmundsson - Mesti íþróttamaðurinn.

Já, ég er dálítið hallur undir skáld og rithöfunda sé ég.

Sæmundur Bjarnason, 23.3.2009 kl. 22:09

2 identicon

Þorgeir ljósvetningagoð

Jón Arason

Sveinn Björnsson

Vigdís Finnbogadóttir

Jón Sigurðsson

Jörundur Hundadagakonungur

Guðbrandur Þorláksson Biskup

Árni Magnússon

Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Katrín Thoroddsen- Fyrir að stöðva leyfis veitingu á vændishúsi á íslandi. Vændishúsin áttu að kallast Blíðusöluskálar þótti fegura nafn en vændishús.

Ingo (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 22:32

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svanur, þú kemur alltaf með svo skemmtilegar hugmyndir :) Stenst ekki þessa áskorun:

Ari fróði

Þorgeir Ljósvetningagoði

Guðríður Þorbjarnardóttir

Björn Halldórsson

Jörundur Hundadagakonungur

Jón Sigurðsson

Einar Benediktsson

Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Vigdís Finnbogadóttir

Ólafur R. Grímsson

Þarf ég nokkuð að útlista hlutverk hvers og eins???

Kolbrún Hilmars, 23.3.2009 kl. 23:16

4 identicon

Góðar upptalningar allar - hallast þó helst að Svans upptalningu. Var þó að velta fyrir mér "irony" þess - ef Jón Sigurðsson hefði ekki verið svona "sjálfstæður" og "baráttuglaður" þá værum við kanski ekki í vandræðum með íslensku örkrónuna okkar í dag og þá ákvörðun hvort við eigum að gefa upp sjálfstæði okkar og "selja sál" okkar í ESB. Við værum ennþá danir, með evru og í ESB. ER þó glöð að við erum það sem við erum smá ríki norður í ballarhafi í bullandi vandræðum og þurfum að læra að bjarga okkur einu sinni enn, sjálf, út úr vandræðunum sem við höfum komið okkur í, bjarga sjálfstæði okkar, krónunni okkar og standa fast á því að vera frá því landi sem Björk (ekki skólasystir þín) hefur kynnt svona vel umheiminum.

gp (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 01:12

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hef þau tólf:

Leifur Eiríksson.

Guðríður Þorbjarnardóttir.

Þorgeir Ljósvetningagoði.

Hallgrímur Pétursson.

Jónas Hallgrímsson.

Hannes Hafstein.

Einar Benediktsson.

Jónas Jónsson frá Hriflu.

Halldór Laxness.

Vigdís Finnbogadóttir.

Björk Guðmundsdóttir.

Bobby Fisher ?

Ómar Ragnarsson, 24.3.2009 kl. 01:44

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jón Sigurðsson (fyrir að vera leiðinlegasta goðsögn þjóðarinnar)

Ari fróði (fyrir að hafa það sem sannara reynist og Íslendingabók)

Snorri Sturluson (eini nafngreindi ritsnillingur fornaldar)

Hinn ókunni höfundur Njálu (fyrir bestu bók Íslndssögunnar) 

Árni Magnússon (fyrir að bjarga handritunum)

Jónas Hallgrímsson (einn af fáum sem öll þjóðin elskar)

Hallgrímur Pétursson (hélt Íslendingum við lúterismann um aldir)

Halldór Laxness (fyrir að gefa Íslendingum nýtt sjálfstaust)

Ólafur Thors (fyrir að innleiða nútímalíf með Viðreisnarstjórninni 1959)

Jóhannes Kjarval (kenndi mönnum að sjá náttúru landsins í nýju ljósi)

Bónus: Ómar Ragnarssson (fyrir að vera hann sjálfur). 

Andbónus: Björk Guðmundsdóttur (hefur orðið fræg en haft tiltölulega lítil áhrif innanlands)

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.3.2009 kl. 09:36

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Í fljótu bragði virðast listarnir sem komnir eru vera áþekkir en þar kennir þó marga grasa ef grannt er skoðað. Enginn einn hefur komist á alla listana en Jón Sigurðsson er á þeim flestum (öllum nema einum).

Vona að fleiri láti sitt álit í ljós.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.3.2009 kl. 12:09

8 identicon

1. Ingólfur Arnarson

2. Snorri Sturluson

3. Jón Sigurðsson

4. Einar Benediktsson

5. Ólafur Thors

6. Bríet Bjarnhéðinsdóttir

7. Vilhjálmur Einarsson

8. Björk Guðmundsdóttir

9. Jóhannes Kjarval

10. Albert Guðmundsson

baldvin berndsen (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 14:36

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef ég rýni nú aðeins í þessar tilnefningar til gamans þá kemur þetta upp í hugann.  

Sæmundur setur Albert Guðmundsson á listann sem mesta íþróttamann sögunnar, fram yfir ólympíuverðlaunahafana, Eið Smára og alla hina atvinnumennina. Þetta kann í fyrstu að líta út eins og ´"jafnaldrasýn" á feril Alberts. En því sem ég hugsa meir um áhrif Alberts á fótboltann á Íslandi og hversu gífurlegur árangur hans var á sínum tíma og án fordæmis, verð ég að segja að val Sæmundar á Alberti er fjári gott.

Listi Ingós er nokkuð þéttur en samt virðist sem nafn Jörundar Hundadagakonungs eigi lítið heima í þessum hópi. Varanleg áhrif hans á íslenskt mannlíf voru afar lítil þótt hann sé eftirminnileg og að mörgu leiti áhugaverð persóna.

Kolbrún hefur einnig Jörund á sínum lista sem sýnir hversu minnisstæður þessi karakter er okkur. Hún útnefnir líka tvo aðra sem ekki er að finna hjá öðrum, Björn Halldórsson sem mér finnst hæglega koma til greina fyrir framlag sitt til búskapar og landyrkju og Ólaf Ragnar forseta, sem mér finnst persónulega falla í sama flokk og margir aðrir þekktir en umdeildir pólitíkusar. Ég á erfitt með að átta mig á rökunum fyrir að setja hann á listann.

Það kemur ekki á óvart að Ómar sé ljóðelskur maður og unir greinilega skáldskap og listum. Hann setur samt Leif Eiríks í fyrsta sætið, örugglega fyrir landafundi sína  þótt þeir hafi gleymst í sögunni og ekki orðið til þess að heimsálfan byggðist hvítingjum frá Evrópu. Valið Leifs er áhugavert vegna þess hve kunnur hann er orðinn en vafasamt vegna áhrifaleysis á íslenska menningu.

Listi Sigurðar er mjög vel saman settur og hann setur á listann Ólaf Thors sem fulltrúa nýrra tíma. Ég setti t.d. Davíð í sambærilegt sæti en ég er ekki frá því að þessir tveir, ásamt Jónasi frá Hriflu, verði þeir þrír stjórnmálamenn sem sagan mun dæma áhrifamesta á þessari öld.

Baldvin setur Vilhjálm Einarsson á sinn lista, væntanlega fyrir silfrið á Ólympíuleikunum í Melbourne. En hann setur líka Albert á sinn lista, þannig að og tel Vilhjálmi ofaukið.

Ég læt þessa yfirreið nægja og þakka þeim sem tóku þátt í þessu með mér.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.3.2009 kl. 09:04

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rétt Svanur, ég hefði ef til vill átt að skýra þetta með ÓRG.  Setti hann þarna því í sögunni mun hann  verða tákn útrásarinnar og afleiðingum hennar. 

Kolbrún Hilmars, 25.3.2009 kl. 09:34

11 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ah Kolbrún einmitt. Það skyldi þó aldrei verða að ÓRG verði minnst í sögunni fyrir það að hafa verið foseti á þessum ólánstímum og látið blekkjast af glópagullinu eins og flestir aðrir.

þakka þér,

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.3.2009 kl. 09:44

12 identicon

Vantar ekki Gissur Þorvaldsson hér? Eða las ég þetta of hratt yfir?

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 21:05

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það er auðvitað hárrétt að engin hefur tilnefnd Gissur sem ætti hæglega heima á svona lista vegna tengsla sinna við gamla sáttmála sem vissulega varð afdrifaríkur fyrir land og þjóð.

Takk fyrir það Þorgeir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.3.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband