22.3.2009 | 22:51
Hvers vegna Sjálfstæðismenn fá ekki lengur að vera með
Landsmenn virðast stefna að því ljóst og leynt að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá allri aðkomu að nýrri stjórn eftir kosningar og frysta hann alveg úti. Þátttaka í prófkjörum hans var dræm og víða drógu óánægðir flokksmenn framboð sín til baka eftir að úrslit þeirra urðu kunn. Þannig var t.d. með bekkjarsystur mína og jafnaldra, Björk Guðjónsdóttur þingkonu í Keflavík.
Í kjölfarið á landsfundi VG gaf flokkurinn út afdráttarlausa yfirlýsingu þess efnis að hann mundi ekki mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum hverju sem tautaði.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður líka sögulegur en þar munu takast á um formannsætið andstæð öfl. Maðurinn að norðan sem talar enn um stétt með stétt, af því hann veit að hann tilheyrir annarri stétt en sumir aðrir Íslendingar, vill verða formaður flokksins og berjast um leiðtogaembættið við erfðaprinsinn með Loft á milli laga. Flokkurinn hefur komust að því, eftir fína úttekt á sjálfum sér, að sjálftaka og nýfrjálshyggja sé enn fín stefna, og að það hafi verið meðlimir flokksins að þeir fóru ekki nógu vel eftir stefnunni og þess vegna hafi illa farið.
Það er búið að þröngva Jóhönnu til að leiða Samfylkinguna, enda mundi flokkeigendafélagið hennar ekki sætta sig við neina ferska vinda þar á bæ, ef þeir eru þá til. SF hefur um þessar mundir í vinnu hjá sér ýmsa smágutta við að kasta skít í Sjálfstæðismenn og þau rúm tuttugu og fimm prósent sem segjast ætla að kjósa flokkinn. Það gengur mjög vel því nóg er til af skítnum þar á bæ.
Þá heldur litli græni dvergurinn áfram prumpinu í baðinu og sér ekkert nema loftbólur. Nú segja menn að hann hafi "toppað" of snemma og þess vegna hrynji fylgið af honum aftur. Hann kom sér á blað eins og kunnugt er, fyrir að segjast vilja gefa landsmönnum eftir 20% af skuldum þeirra. Nú íhugar hann að bjóða betur, eða svokallað 0 lausn sem einkum er þekkt frá Kambódíu.
Fylgið við kröfur búsáhaldabyltingarinnar er svo mikið að ekki dugðu færri en þrjú framboð til að fullnægja þeim og þess vegna er PLO boðið velkomið til starfa á Íslandi.
Þannig lítur sviðið út í augnablikinu frá sjónarhorni þess sem er alfarið að móti flokkspólitík af öllu tagi og hlakkar mikið til þess tíma þegar allir stjórnmálflokkar verða lagðir niður.
Ef kerfið væri flokkslaust fengju t.d. þeir sem tilheyra nú Sjálfstæðisflokki alveg að vera með, litlir grænir strumpar með hvellar verkstjóraraddir mundu bara þykja skemmtilegir, Jóhanna mundi losna við að stýra einhverju batteríi sem gerir ekkert annað en að taka frá henni tíma, VG liðið mundi ekki þurfa að óttast að verða að bíða í tugi ára eftir að geta sett bann á klámhundana sem eftir eru og PLO meðlimir þyrftu akki að grípa til hryðjuverka af neinu tagi, ekki einu sinni að eyðileggja búsáhöld.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2009 kl. 10:29 | Facebook
Athugasemdir
Við þurfum aðra byltingu til að losa okkur við flokkakerfið....það verður sjálfsagt ekki á meðan við lifum Svanur minn
Sigrún Jónsdóttir, 22.3.2009 kl. 23:25
... skólasystir þín heitir Björk með K en ekki Björg. Bloggarar hafi ranghermt nafn hennar hver eftir öðrum í dag. Það er eins og hver api eftir öðrum sömu vitleysuna án þess að staldra við, hér í þessum einangraða heimi.
Og það verður þá aftur gaman hjá "aumingja" Sjálfstæðismönnum, sem nú eru skildir útundan, að lokinni næstu "búsáhaldarbyltingu" þegar þeir fá aftur að vera með í "leiknum" - og við losnum við hryðjuverkaframboð PlO og getum kosið "fólk" Sjálfstætt eða ósjálfstætt. Gaman að vita hvort þú verður eins sannspár í þessum efnum og Dr. Phil vinur þinn um handboltaleikinn.
Þrátt fyrir dræma þátttöku í prófkjöri sjálfstæðismanna síðustu tvær helgar - og þrátt fyrir að aðrir flokkar sýni sig feita í síðustu skoðanakönnunum - þá er ljóst að á bak við hvern valinn mann á lista hjá Sjálfstæðisflokki hafa 2-3 sinnum fleiri einstaklingar sett lóð sitt á vogarskálarnar heldur en hjá hinum flokkunum. Sem hlýtur að segja eitthvað - spurningin er hvað.
Ég man ekki til þess að Kristján Þór hafi talað um "Stétt með stétt" - hvar og hvenær gerði hann það? Ertu ekki að rugla honum saman við Guðlaug Þór - sem búist var við að færi fram og notaði þessi "gömlu" slagorð flokksins í prófkjörsbaráttu sinni? Kristján Þór hefur alltaf talað um að hann sé "maður fólksins". Ísland er og hefur alltaf verið "stéttlaust" land - og verður vonandi áfram. Kreppan og gjaldþrotin sem fylgt hafa henni hefur alla vega dregið "ríkisbubbana" niður í drullupoll meðalennskunnar aftur.
Syndin sér um sig og sína ... eða hvað? Munum bara að hafa gaman af lífinu meðan við lifum - með eða án flokkakerfa. Stjórnmálamennina verðum við að velja áfram hvernig sem við förum að því að velja þá. Varstu ekki Vinstri Grænn í síðustu kosningum - en nú ertu alfarið á móti flokkapólitík?
gp (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 00:45
Innlitskvitt
Svava frá Strandbergi , 23.3.2009 kl. 02:07
Ég hélt að íslendingar myndu aldrei mótmæla eins og þeir gerðu. Sagði ég að íslendingar myndu mótmæla þega ég væri dauður. Þannig það er aldrei að vita hvað gerist í sumar.
Þú getur rétt ímyndað þér ef að um 40 þúsund stútentar verða atvinulausir í sumar og hafa ekkert að gera.
Ingo (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 09:02
Mig minnti það einmitt að hún héti Björk. En ég át upp vitleysuna úr Mogganum eins og aðrir.
Norðandrengurinn talar um m.a. um stéttir í síðust yfirlýsingu sinni. "Það mikla verkefni verður forysta Sjálfstæðisflokksins að leysa af auðmýkt og með hagsmuni allra stétta í huga."segir hann svo honum hefur greinilega snúist hugur frá því sem þú segir gp. Ég hélt eins og þú að Ísland væri stéttlaust land. Um tíma reyndu auðmenn að skapa hér "yfirstétt" sem er miklu meiri "drullupollur" en almenningur býr við í sinni meðalmennsku.
Ég er alfarið á móti flokkspólitík gp :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.3.2009 kl. 10:50
Getur það verið rétt Ingó, 40.000? Ætlaði ekki Borgin að ráða þá alla?
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.3.2009 kl. 10:58
Sigrún, Málið er að sú bylting verður að koma innan frá held ég.
Svanur Gísli Þorkelsson, 23.3.2009 kl. 11:00
Nú veit ég ekki. Hef ekkert heyrt um það. Hins vegar hef ég heyrt að skólarnir ættu að vera með sumar annir, svo stútentar geti verið í námi í sumar.
En er þetta ekki það hættulegasta fyrir stjórnvöld og stjórnmálamenn sem eru við völdin að hafa fullt af fólki sem hefur ekkert að gera.
Ingo (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.