OLED - Framtíðin er ljós

Fiber_Optics_FabricÍ náinni framtíð er góður möguleiki á því að fólk geti horft á uppáhalds kvikmyndirnar sínar á jakkaerminni eða horft á sjónvarpið á handtöskunni sinni. Mjólkurfernan lætur þig vita ef mjólkin er súr og veggfóðrið í stofunni einn risastór tölvuskjár.

Hin nýja OLED tækni sem gefur möguleika á því að framleiða örþunna "skjái" sem hægt er jafnvel að sníða í fatnað eða festa utaná klæðnað fólks verður fljótlega nógu ódýr til að gera allt þetta að veruleika.  OLED skjáir eru þegar komnir í framleiðslu þótt dýrir séu en tæknin er byggð á notkun lífrænna ljósa díóða.

Notagildi þessarar nýju tækni er afar fjölþætt. Nota má OLED filmuskjái til að pakka inn varningi þannig í staðinn fyrir áprentaða vörumerkimiða mundi koma "lifandi" mynd.

transform_clothes_1 OLED myndarammar eru þegar fáanlegir og gerðar hafa verið OLED bindisnælur og aðrir skartgripir. Þá þarf ekki lampanna við lengur, því púðar eða borð koma í þeirra stað.

Það kann því ekki að vera langt í að fólk geti bókstaflega gengið um eins ljósaskilti og myndirnar á veggjunum verði á stöðugri hreyfingu eins og í Harry Potter.

yoghourt_warning_2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband