Stríðið endalausa

bush-banner-cp-4786949Það eru sex ár frá því að Bandaríkin með aðstoð Breta og fulltingi nokkurra smáþjóða þ.á. m. Íslands réðust inn í Írak á vordögum 2003. Tilgangurinn var vitaskuld að finna og eyða gereyðingarvopnum Saddams, drepa hann og þá sem honum fylgdu að málum, viljugir eða óviljugir. Nokkrum mánuðum seina lýsti Georg Bush yfir fullnaðarsigri þar sem hann stóð á þilfari bandarísks flugmóðurskips í Persaflóa og heimsbyggðin fagnaði með áhöfninni.

Í dag, sex árum og 700.000 mannslífum síðar heldur stríðið áfram og enginn friður er í sjónmáli.  Landflótta Írakar skipta milljónum og stöðugleiki landsins er enginn, ekki á nokkru sviði. Landið er enn vígvöllur.

BushÁ sama tíma hafa bæði þeir sem hófu stríðið og studdu það, horfið af sjónarsviðinu á einn eða annan hátt. Saddam, erkióvinurinn hefur verið hengdur og flestum félaga hans og fjölskyldumeðlimum grandað. Tony Blair með sinn "the right thing to do" frasa farinn frá völdum og í gangslaust embætti. George Bush og hans slekti allt sem ekki var þegar búið að segja af sér, farið að semja bækur um óhugnaðinn og á Íslandi eru bæði Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddson, helstu stuðningsmenn innrásarinnar og stríðsins, báðir farnir frá við slæman orðstír.

b040628bbAllir þeir sem komu að innrásinni í Írak gerðu sér vonir um að arfleyfð þeirra og orðstír yrði mikill. "Sagan mun réttlæta gjörðir mínar" endurtók Bush í sífellu á hundadögum valdaferils síns. "Ég gerði það sem ég taldi rétt að gera" er enn viðkvæði Tony Blair. Og allt fram á þennan dag hafa hvorki Davíð Oddson eða Halldór Ásgrímsson sýnt hina minnstu iðrun yfir því að hafa bendlað Ísland við þessar vanhugsuðu og afdrifaríku hernaðaraðgerðir.

large_GIs-bomb-site-Baghdad-Feb15-09Eftir situr heimsbyggðin og Íraska þjóðin með þennan voðagjörning sem þeim tekst ekki að finna leið út úr. Þrátt fyrir stjórnarskipti í Bandaríkjunum og fyrirheit um tímasetta áætlun um að draga herlið sitt úr landinu (Bandaríkjunum vantar fleiri hermenn til að berja á Afgönum) að mestu, heldur blóðbaðið í Írak áfram.

Eftirmálar þessa stríðs eiga eftir að elta mannkynið alla þessa öld. Olíusamningar Íraks við vesturveldin sem íraska þinginu var gert að samþykkja fyrir einu ári, munu sjá til þess. Algjör vanageta innrásaraðilanna og leppstjórnar þeirra til að taka á vandamálum trúar og þjóðarhópanna sem byggja Írak, mun einnig draga á eftir sér langan dilk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Obama er eins flottur gæi og heimsbyggðin virðist gefa honum kredit fyrir - af hverju viðurkennir hann ekki sannleikann í þessu máli? Hann lofar þjóð sinni að draga herinn út úr Írak á tilteknum tíma. En hann talar ekkert um þessa eftirmála sem þú varar okkur við. Né heldur man ég til þess að hafa heyrt hann tala um afskipti BNA í Afganistan. Veit hann ekki betur. Eða er hann bara eins og allir hinir og í sama leiknum? Bara flinkari að tala um það og slá ryki í augu fólksins. Ef tilgáta þín er rétt - hvernig stendur á því að fjölmiðlar eru ekki tilbúnir að fjalla um hana? Eru þeir fífl? eða þú? Og hvað segir það um okkur hin? Er ekki kominn tími á góða heimildarmynd um þetta mál? Tækifæri? Fyrir hvern? Áskorun !!!

gp (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 16:28

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Obama's plan amounts to a troop shuffling from Iraq to Afghanistan that won't work, Andrew J. Bacevich, a Boston University international relations professor, said in the Washington Post. The U.S. has achieved modest and tenuous gains in Iraq, he noted

Hér er ein frétt af fjölmörgum sem vakið hafa athygli á þessum heraflaflutningum gp.

Gamana að heyra frá þér annars.

Obama vissi að þetta var frekar súr grautur sem hann erfði enda kaus hann í þinginu á móti innrásinni. Nú hefur hann í mörg horn að líta við að bjarga heiminum en því miður þá er skaðinn skeður í Írak. Jafnvel þótt bandamenn fari þaðan flestir 2010 eins og hann stefnir að, mun það taka tugi ára að græða þjóðina ef hún kýs þá ekki að skipta sér upp.

Til þess stendur hugur Kúrda um leið og þeir fá til þess tækifæri, Súníar vilja ekki þýðast neina stjórn með Sihítum og Íran býður átekta eftir færum til að styðja þá og helst innlima inn í sitt ríki ásamt þeim lendum þar sem þeir eru fjölmennastir. Þetta er og hafa verið undirliggjandi ágreiningaatriði síðan að Saddam fór frá völdum og þess vegna hefur styrjöldin haldið áfram að geysa í landinu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 21.3.2009 kl. 17:25

3 identicon

Er þetta ekki upphafið á Armageddon?

Ingo (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband