Dr. Phil spáir fyrir um kosningarnar á Íslandi

DSC02193Dr. Phil lætur ekki að sér hæða þegar kemur að spádómum hans um Ísland. Eins og frægt er orðið sagði hann nákvæmlega fyrir úrslitin hjá "strákunum okkar" á Ólympíuleikunum í Kína á síðasta sumri. Hann spáði líka rétt fyrir um hver mundi vinna í leiknum við makadónanna og nú undirbýr hann spádóm sinn um leikin á Sunnudaginn við Eista sem verður birtur hér á Laugardaginn.

Í athugasemd um spádómsgáfu Phils var ég spurður að því hvort hann gæti ekki sagt eitthvað meira fyrir um framtíð Íslands eins og t.d. kosningaúrslitin í þingkosningunum komandi. Ég hringdi í hann og spurði. Hann hélt nú það. Það fyrsta sem hann spurði að samt, var hvað Frelsishreyfing Palestínuaraba (PLO) hefði með Ísland að gera.

Ég sagðist ekki vita til að hún kæmi neitt nálægt íslenskri pólitík. Hann sagði þá að það væri alveg klárt að PLO væri í þann mund að reyna að hasla sér völl á Íslandi. Hann sagði líka að PLO yrði ekki mikið ágengt í þessum kosningum en margir sæju þá samt sem álitlegan kost við þá flokka sem fyrir eru. Ég var alveg gáttaður á þessum fullyrðingum Phils og það var ekki fyrr en samtalinu lauk að ég fór að spá í listabókstafi nýju framboðanna. Þá rann upp fyrir mér ljósið. P,L, og O.

Áður enn samtalinu lauk sagði Dr. Phil að hann mundi koma fljótlega með yfirgripsmeiri spá og nákvæmari. Eins og við vitum segir Phil fyrir hlutina með því að tala um bókstafi, liti og tölur. Þessi spásagnargáfa er því eins og sniðin að spádómum um kosningar og úrslit þeirra. Ég hlakka til að heyra frá Dr. Phil á næstu dögum. Ykkur er líka velkomið að ég komi áleiðis spurningum ykkar ef ykkur leikur hugur á að vita eittvað fyrirfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey ekki vera vondur við mig, þetta liggur bara svo beint við!!

DoctorE (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var ekki búin að lesa þetta þegar ég skrifaði athugasemd við fyrri færslu.

Nýjum framboðum verður ekki mikið ágengt en samt álitlegur kostur... hmmm... felst ekki mótsögn í þessu?

En geturðu spurt Dr. Phil fyrir mig hvort ég missi vinnuna fljótlega og hvort ég fæ aðra vinnu? Það væri gott að vita! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.3.2009 kl. 23:46

3 Smámynd: Eygló

Mótsögnin er engin sýnist mér.

 Það eru margir álitlegir... sem ekki verður þó neitt ágengt

Eygló, 20.3.2009 kl. 00:57

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já, þetta er svolítið loðið Lára Hanna. Spurningin er hvað þýðir "lítið ágengt? Og hvað þýðir "álitlegur kostur". Munu þeir sem ekki vilja verðlauna fjórflokkana þora að kjósa eittvað nýtt, eða hugleiða þeir það bara og kjósa svo eins og þeir hafa ætíð kosið? Ég bíð spenntur eftir að sjá nánari útfærslu á þessu frá Dr. Phill

Ég er aldrei vondur við Dorctorinn enda væri það "to kill a mockingbird". ;)

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.3.2009 kl. 01:03

5 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Rétt athugað hjá þér EYGLÓ

Ég kems purningu þinni um vinnuna áleiðis Lára :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.3.2009 kl. 01:19

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

spyrðu hann um fólksfækkun á Íslandi :)

Hólmdís Hjartardóttir, 20.3.2009 kl. 01:38

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Geri það Hólmdís.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.3.2009 kl. 01:46

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var að sjá þetta og hló:  http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item256572/

"Ekki hefur verið gengið frá því hvaða listabókstaf hreyfingin fær en Ástþór telur að það verði P."

PLO komið! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 20.3.2009 kl. 13:51

9 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tek undir með Láru Hönnu, PLO er mætt til baráttu - samkvæmt listabókstöfunum. 

Það væri fróðlegt að fregna hvort Dr.Phil teldi að sú barátta yrði til einskis og hvort við breytingarsinnar ættum að pakka saman strax?

Kolbrún Hilmars, 20.3.2009 kl. 20:14

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Kolbrún, Dr. Phill er að vinna fyrir okkur nákvæmari spá um þau mál. En á morgunn birti ég spá um leikinn og svör hans við spurningum Láru Hönnu og Hólmdísar :)

Já það sem hann segir gæti passað ef Ástþór fær P. En hann minnist ekkert á i eða a sem mér skilst að séu líka í framboði. Kannski vegna þess að þeir fá engin atkvæði

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.3.2009 kl. 20:26

11 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sæll Svanur.

A og I verða líklega ekki í framboði.  Íslandshreyfingin (I) er að ganga í Samfylkingu og Framfaraflokkurinn (A) mun líklega ekki bjóða fram þar sem Sturla vörubílsstjóri sem var með í Framfaraflokknum hefur gengið í Frjálslyndaflokkinn.

Þannig að eftir standa P, L og O.

Axel Þór Kolbeinsson, 20.3.2009 kl. 22:35

12 identicon

Hvað segir Dr. Phil um að fólk sitji heima og kjósi ekki fyrr en við fáum að kjósa fólk?

EE elle (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 22:59

13 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta eru merkilegar frétir Axel, einkar í ljósi þess sem Dr. segir :)

Hann hefur nú ekki tjáð beint um það enn. Ég get alveg spurt hann samt EE.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.3.2009 kl. 23:07

14 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hefur Dr. Phil tjáð sig eitthvað meir Svanur?

Ég býð spenntur eftir að heyra nákvæmari spá.

Axel Þór Kolbeinsson, 27.3.2009 kl. 15:00

15 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Axel. Hann ætlar að senda mér eitthvað um helgina segir hann. Ég birti það hérna um leið og það kemr.

kv,

Svanur Gísli Þorkelsson, 27.3.2009 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband