Segir Jóhönnu Sigurðardóttur eiga sök á hruninu

Úlfur í sauðargæru.

Sjaldan eða aldrei áður hafa Íslendingar verið jafn sammála um ágæti forsætisráðherra síns. Vissulega hafa heyrst hjáróma gagnrýnisraddir, en mikill meirihluti þjóðarinnar er samt á því að Jóhanna sé vönduð og góð manneskja og að hún sé ein fárra stjórnmálamanna sem hefur hreinan skjöld þegar kemur að spillingu á borð við þá sem olli bankahruninu.

Ég hef eytt dálitlu púðri hér á blogginu í að útskýra það sjónarmið mitt að flokkapólitík sé mannskemmandi. Ef dæma má eftir viðbrögðum sumra fallkandídatanna í prófkjöri flokanna um helgina, þarf ekki fleiri vitnanna við.

Einn þeirra lýsir reynslu sinn svona; "Vissulega var þetta snörp keppni aðeins tvær vikur eða svo...ég fann verulega fyrir því hvað maður verður sjálfhverfur í þessu stappi öllu saman... það fór að hamast í mér gamla góða keppnisdæmið og allt fór á fulla ferð... óholl spenna fór að byggjast upp sem ég tel að sé hverjum einstaklingi óholl. "

johanna1Annar frambjóðandi sem ekki náði tilætluðum árangri kvartar yfir því að fá ekki að vita hvar hún lenti. Greinileg mjög gröm skrifar hún; "Þessi samskipti við okkur frambjóðendur virðast algjört hugsunarleysi og ég treysti því að þau endurtaki sig ekki nú þegar búið er að benda á að þau eru ekki boðleg."

Sá þriðji sækist eftir formannsætinu í sínum flokki, þótt flokksystkini hans hafi hafnað honum í prófkjörinu svo rækilega að  honum er ekki einu sinni sagt í hvaða sæti hann lenti. Þessi sami maður fullyrðir á bloggsíðu enn annars fallista í sama prófkjöri, að Jóhanna Sigurðardóttir eigi raunverulega sök á hruninu. - Fyrir þessu færir hann langsótt rök sem ná áratug aftur í tímann. Í síðustu skoðanakönnun naut Jóhanna trausts meira en 70% þjóðarinnar.

Mér finnst þetta gott dæmi um mannskemmandi áhrif flokkapólitíkur. Ætti  fólk ekki að hugsa sig tvisvar um áður en það ákveður að taka þátt í sóðaleiknum, ef að vonbrigðin og gremjan yfir því að  tapa, fer svo illa með það að það grípur í örvæntingu sinni til sögufalsanna og áróðurs af þessu tagi?

Annars er mjög lærdómsríkt að fylgjast með vonsviknum pólitíkusum um þessar mundir yfirleitt. Um leið og komið hefur í ljós að þeim er hafnað, byrja sumir að ata flokkinn sinn ávirðingum. Aðrir hafa ekki meiri sjálfsvirðingu en svo að þeir hlaupa yfir í aðra flokka í von um upphefð þar á bæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þetta er sprenghlægileg viðurstyggð, en ég hef samúð með þeim sem hrökklast útí þetta

halkatla, 17.3.2009 kl. 11:47

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sæll og blessaður Gísli minn.  Ég segi fyrir sjálfan mig, að ég hefi verið mjög pólitískur í gegn um tíðina og því hafa fylgt margar óæskilegar hliðaverkanir, bæði fyrir sál og líkama. Þannig að núna í dag reyni ég barasta að skauta yfir sullum bullið í hinni pólitísku umræðu. Tek fram að ég er alls ekki skoðana laus á lífið og tilveruna.  Kveðja.  

Þorkell Sigurjónsson, 17.3.2009 kl. 16:25

3 Smámynd: Hlédís

Sæll Svanur og takk fyrir góðan pistil! Segi eins Þorkell hér að ofan, að hef leitt hjá mér eins mikið og get af fyrir-kosninga-látum í all mörg ár. Er þó alls ekki skoðanalaus um stjórnmál.

Hlédís, 17.3.2009 kl. 18:05

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég held að það séu margir á þessum sama báti að hafa ákveðnar skoðanir á hlutum en geta samt ekki fengið sig til að taka þátt í argaþrasi flokkspólitíkur. Þegar málin eru rædd með hliðsjón af flokkspólitískum sjónarmiðum er strax kominn maðkur í mysuna. Ég vildi óska þess að það væri hægt að kjósa einstaklinga til þings án þess að þeir væru flokks eða listabundnir.

Þakka ykkur athugasemdirnar Hlédís, Þorkell og Anna.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.3.2009 kl. 18:22

5 identicon

Sæll.

Mig langar til að lauma því að þér að ég var , og líklega er í framboði.

Hafðu ekki áhyggjur, engin kaus mig, og enginn þekkir mig.

Og ég er í raun mjög sáttur við niðurstöðuna. Óskaplega fáir kusu mig í það sæti er ég sóttist eftir. Reyndar var ég staddur í Danmörk hinni gömlu þegar allir fundir fóru fram, og lenti þar af leiðandi í síðasta sæti. Ég er nægilega sáttur við mitt hlutskipti í lífinu til þess að hugsa, hvað ef ég hefði verið á landinu, sótt alla fundi, talað frá mér vit og rænu og lennt í sæti neðar,hvað þá ?

Ég var spurður að því...........ert þú að gera grín Rúnar ? Ég svara með Þessu.

Þegar ég var ungur þá keppti ég ekki í íþróttum til að vinna ekki, ég vann ekki alltaf en oft.

Sama ætti að eiga við um pólitik ef þú skarar fram úr í því er máli skiptir í því er þjóðin þarfnast þá ættir þú að vinna.

Ég hef ekkert það fram að færa er væri meir en hver maneskja gæti gert, nema það að ég sé engann mun á fólki í getu, hvort það er kvennkynns,karlkynns,svart eða hvítt eða í litum regnboganns.

Þeir  er bjóða sig fram til Alþingis .................eiga að trúa því að þeir séu hæfir til þess, þeir eiga að trúa því að þeir geti haft áhrif til góðs.

Eitt er mjög einfallt.

Það er ekki erfitt að vera góð maneskja, þú þarft aðeins að vera þú sjálf/ sjálfur.

Þú getur tapað öllu" segir einhver, á því að vera þú sjálfur " Þú mátt ekki láta aðra vita af hvernig þér líður" þú mátt ekki segja hvern eða hvað þú elskar, og fl, og fl.

Það er rangt.

Kæri Svanur. Það er allstaðar maðkur í mysuni. Hér á bloggingu ganga menn öreinda sinna í því að segja hversu mikið  þeir hafi rétt fyrir sér og aðrir rangt.

Ég er ekki svo heppin fremur en þú að vera algjörlega "ónæmur " fyrir slíku en rétt væri þó að benda á að þorri þeirra er sem á blogginu eru, eru fólk  fólk eins og við.

Þegar ég ákvað að bjóða mig fram í pólitik og sagði nafn mitt, þá voru aðrir en ég sem ákváðu ég ég þyrfti að hafa vinnuheiti, það var sagt að ég væri listamaður.

Seinnt koma sumir, en koma þó. Gjarnan vildi ég hafa það heiti, en hvorki kann ég né get ég haft það heiti, þar sem ég er ekki skólagengin í þeim fræðum.

Ég gæti hinsvegar státað mig af mörgu af því er menn reyna að gera.

t.d. að ég hafi lært við viðskipataháskólann. Ég hafi töluverða þekkingu í málefnum fattllaðra ( fleyrum en mér sjálfum ) Ég hafi verið kennari ( leiðbeinandi ) með góðum árangr ( Tæplega að trúa ).

Ég gæti í raun verið fyrverandi þetta og fyrverandi hitt,með fullum sannleik.

Ég er í dag öryrki ( ég hata það ). Ef að ég geri ekkert þá er ég eins og ég á að mér að vera ( fúll á móti ). Ef að geng upp á þriðju hæð , þá er ég orðinn haltur.

Ef að ég tek upp barnabarn mitt og held á honum í 2-3 mínútur þá get ég ekki meir.

Hvað hefur þetta að gera með ásakanir Jóhönnu á hruninu......Ekkert..............

Persónulega er ég " Brjálaður yfir hruninu "

Veit það enginn að allt það er fer upp, það kemur niður.

Aftur Svanur. Ég sakna þín í þá veru að þú hefur getu á marga vegu.

Orð manna hafa þýðingu hver sem þau eru.

Gjörðir manna hafa þýðingu hver sem þau eru.

Ekki gæti ég fundið hjá mér möguleika í því að tala illa um Guð.

En um allt annað er ég jafn sekur og aðrir.

Ég gæti skrifað greina ég gæti get hitt.

Og trúlega lennt í fúapitt.

Mér þykir vænnt um þig, en farðu varlega.

Kær kveðja

hart (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 21:56

6 identicon

Já, fáum við ekki fljótlega að kjósa fólk?  Segi fyrir mig, ég nenni ekki að mæta og kjósa flokk. 

EE elle (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 22:52

7 identicon

Heill og sæll Svanur. Takk fyrir pistilinn sem mér fannst vondur. Ég tók þátt í kosningabaráttu í prófkjörinu um síðustu helgi - í prófkjöri í fyrsta sinn, ekki fyrir mig sjálfa, heldur fyrir verðugan fulltrúa. Eins og alltaf áður gekk vel hjá þeim sem ég vann fyrir. Það var ekkert mannskemmandi í þeirri baráttu og ekkert vont sem kom út úr henni. Það var erfitt og gaman. Eins og alltaf áður. Prófkjör er í samræmi við þær leikreglur sem við leikum eftir. Nýjar reglur kalla á aðrar aðferðir. Nýjar reglur hafa ekki tekið gildi. Prófkjör er ekki vont. En fólk getur verið vont. Nýjar reglur og persónukjör - frelsar okkur ekki frá vondum gjörðum vonds fólks. Það bara færir okkur nýjar reglur sem við getum farið eftir og haft gaman af eða afskræmt með mannvonsku okkar. Og já, rétt sem hart segir - orð hafa þýðingu og gjörðir hafa þýðingu. Þannig bara er það. En ef einhver á að stjórna þessu landi verður að nota samþykkta aðferð til að velja það fólk og þetta eru aðferðirnar sem við notum núna. Hvaða aðferðir sem teknar verða upp seinna. Vona að þú notir hæfileika þína og mannkosti í að draga fram það sem skiptir máli fyrir okkur í lífinu og tilverunni og færir okkur lausnina á silfurfati. Fremur en brjóta niður og íta undir mannvonsku og gagnrýni á það litla sem þeir fáu vanmáttugu Íslendingar, sem þó eru til í að setja hálsinn á sér undir fallöxina, í þeim tilgangi að hafa vit fyrir okkur hinum og þeim sem drógu okkur á asnaeyrunum, með því að setjast í stjórnarstóla þessa lands. Það virðist í augnabllikinu ekki mjög spennandi verkefni. Gangi þér allt í haginn :)

gp (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 23:32

8 identicon

Missti ég af e-u gp?  Las ekkert i pistli Svans sem ýtti undir mannvonsku?  Og aðerðin sem þú segir að sé samþykkt aðferð er ósamþykkt af fjölda manns.  Endurtek:  Ég nenni ekki að mæta og kjósa flokk.  Og hef sagt það lengi.  Það er úrelt og úrkynjað að geta bara kosið flokka og ýtir undir flokkavald og spillingu.

EE elle (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 23:50

9 identicon

Ég veit ekki hvort þú misstir af einhverju. Það eru margar reglurnar í þessu landi sem eru ósamþykktar af fjöldanu. En þessar reglur gilda samt, þar til aðrar reglur hafa tekið gildi. Ég tel það íta undir mannvonsku að fjalla um þennan málaflokk á þann hátt sem í pistlinum er gert. Kanski var orðið mannvonska illa valið. Þeir sem taka undir og fjalla um eru svekktir út í núverandi kerfi og vilja annað í staðinn. Kanski hef ég rangt fyrir mér í því efni. Ef þú nennir ekki að mæta og kjósa flokk er það þitt mál. En það er eina aðferðin sem í boði er. Þar til önnur hefur verið samþykkt. Þangað til verðum við að freista þess að breyta reglum og aðferðum eftir þeim leiðum sem í boði eru. Annars breytist ekkert. Ég sé ekki hvernig svekkelsi einstaklinga eigi eftir að breytast við það að taka upp persónukjör. Prófkjör er persónukjör og menn verða fúlir og svekktir. Persónukjör í stað flokkakjörs - verður alveg eins. Þeir sem tapa verða fúlir og svekktir áfram. Hinir sem sigra dragast í dilka og vinna í hópum saman gegn hver öðrum. Flokkavaldið mun ekkert breytast við það (mun bara kallast öðrum nöfnum) og spillingin ekki heldur. Það sem við hugsum um og ölum á - er það sem við fáum meira af. Þess vegna eigum við frekar að hugsa um, ala á og skrifa um hvernig allt verður þegar þessar góðu breytingar hafa átt sér stað. Í stað þess að tala stöðugt um hvernig við viljum ekki hafa hlutina. Ef við leggjum meiri áherslu á að tala fyrir breytingum í stað þess að tala gegn stöðnun, þá kanski eignumst við breyttan og betri heim. Á meðan sættum við okkur við óbreytt kerfi og gerum það sem þarf að gera næst.

gp (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 00:46

10 identicon

Ég er meðlimur bahá'í trúarinnar. Hvað hefur það með pólitík að gera? Jah, að mínu mati búa bahá'íar við fullkomnasta stjórnkerfi sem til er í heiminum í dag. Í bahá'í trúnni eru engir prestar heldur eru málefni trúarinnar í höndum kosinna ráða. Þessi ráð skiptast upp í svæðis-, þjóðar- og heimsráð. Í öllum bahá'í kosningum eru framboð bönnuð en þess heldur eru allir meðlimir bahá'í samfélagsins eldri en 21 í kjöri. Ráðin eru kosin einu sinni á ári og vinna í anda þjónustu við Guð og menn (heimsráð baha'ía einu sinni á fimm ára fresti).

Ég bendi á þetta helst til þess að reyna opna augu manna fyrir því að það eru til aðrar aðferðir til stjórnunar en þessi sem byggir á persónuupphafningu og hagsmunapólitík. Bahá'í stjórnkerfið byggist fyrst og fremst á samráðgun á öllum sviðum samfélagsins. Meðlimir þess í grasrótinni hittast reglulega til að fara yfir málefni samfélaga sinna og koma með ábendingar til svæðis- og þjóðarráða sinna á meðan ráðin sjálf samráðgast í anda auðmýktar um málefni samfélaganna. Þetta byggist auðvitað allt á andlegum prinsippum sem við getum öll tileinkað okkur og notað til þess að breyta samfélögum okkar hvort sem við erum bahá'íar eða ekki.

Bestu kveðjur,
Jakob

. (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 01:34

11 identicon

Ég held að flokkavaldið og spillingin muni minnka.  Og bara hef ekki þrek núna í að skrifa um það.  Það er fólk eins og ég sem er hætt að kjósa flokka. 

EE elle (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 01:35

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka þér Rúnar fyrir einlæg orð. Ég reyni að passa mig:)

Gp;Takk fyrir þínar athugasemdir. Ég vona að samviskan sé bara í góðu lagi hjá þér eftir þessi átök fyrir flokkinn þinn. Það er alveg óþarfi að gera stjórnmálamenn að einhverjum píslavottum. þeir kalla yfir sig hörmungarnar með viðhorfum sínum og óbilgjörnu egói. Nýjar reglur eru eitt og grundvallarbreytingar á kosningarlögum í kjölfar nýrrar stjórnarskrár er annað. Það skiptir engu máli hversu velviljaðir kennarar eru ef námskráin er rugl. þannig er það í pólitíkinni. Fullt af fínu fólki sem "fórnar" sér af óþörfu og spillist að lokum vegna þess hve kerfið er ómögulegt. Það þýðir ekkert að setja plástur á bóluna þegar blóðið er sýkt.

EE.Mér skilst að í frumvarpinu um persónukosningar sé áfram gert ráð fyrir listakosningum. það verður að afnema þær  og að sjálfsögðu flokkana. Þakka þínar athugasemdir.

Þakka þér Jakob :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.3.2009 kl. 03:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband