Eldri feður eignast heimskari börn

Gamall faðirEftir því sem vísindin færa okkur meiri þekkingu breytist samfélag okkar, næstum því án þess að við tökum eftir því.

Fólk talar um að ýmis viðmiðunarmörk á æviferlinum hafi raskast og breyst þannig að fólk geti í dag t.d. átt fyrri og seinni starfsferil og stofnað fyrri og seinni fjölskyldu o.s.f.r.

Eftir því sem langlífi verður algengara, gerir fólk kröfur til þess að lifa lífi sínu sínu eftir eigin vali og skipulagi, frekar en náttúrulegu vali eins og áður virtist ráða. 

En eitthvað hefur náttúran sjálf  verið sein að átta sig á þessum nýungum í lífshlaupi hins vestræna nútíma-manns því í ljós hefur komið að það er ekki bara aldur mæðra sem getur ógnað heilsu afkvæma þeirra, heldur er hætta á að börn eldri feðra verði ekki eins gáfuð og börn yngri manna.

Að auki eru börn eldri karlmanna (eldri en 40 ára) líklegri til að fá allskonar sjúkdóma, bæði andlega og líkamlega. Helsta ástæðan er sögð að stökkbreytingar í litningum sæðis karla, hlaðast upp með aldrinum og  valdið þessum einkennum í börnunum þeirra.

Slíkar eru alla vega niðurstöður rannsókna sem nú eru kynntar okkur. hér, hér og hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur alveg sloppið í mínu tilfelli.

Pabbi var 42

DavíðKrisjtánsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 10:49

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Eitthvað finnst mér samt bogið við þetta allt saman. Ef við gefum okkur það að sem regla eigi eldri karlar eldri konur, jafnast þetta þá ekki út yfir heildina?

Eldri feður eignast heimskari börn og eldri mæður eignast gáfaðari börn virðist jafnast út í einhverju meðaltali (ef hægt er að gefa sér þessa forsendu sem algengustu samsetningu)

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 11.3.2009 kl. 12:59

3 Smámynd: Eygló

Skemmtilegt þetta. Þegar ég var ung kona, fyrir ca 40 árum, sagði ég mömmu stundum hvað hún væri heppin að ég væri ekki mongólíti (var kallað það þá). Þá var komið í ljós að mjög ungar stúlkur og þó sérstaklega "gamlar" konur væru margfalt líklegri til að eignast þannig vangefin börn (þá kallaðir fávitar).  Mamma var 43 ára þegar hún átti mig og mamma hennar (amma) var líka 43 þegar hún átti hana. Amma mín hefði sem sagt verið 86 ára þegar ég fæddist.

Líklegustu skýringar voru að egg konunnar, sem hún fæðist með, væru bara orðin gömul og "léleg" til þroska.

Löngu seinna fór ég á námskeið "Lífeðlisfræði mannslíkamans". Þegar fræðslan beindist einmitt að þessum málum sagði prófessorinn að þetta væri hugsanlega ein skýring en sæði mannsins er alltaf "nýtt" og færi að eins að og aðrar frumur, "kópíeruðu" sig frá næstu á undan. Öldrun er einmitt þannig "kópíering" frumna. Eins og með allt sem "ljósritað" er, verður afritið alltaf örlítið lakara en frumgerðin. Eftir því sem karlinn hefur náð hærri aldri hefur "framleiðslan" margafritað sig með þeim afleiðingum....  Niðurstaða kennarans var að ástæða væri til varkárni vegna gamalla mæðra, en "... í öllum bænum passið ykkur á gömlum körlum"

Í mínu tilviki var ennþá meiri ástæða til að gleðjast yfir afburða andlegu atgervi mínu! þar sem pabbi var 47 ára þega ég fæddis.

Eygló, 11.3.2009 kl. 14:52

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Það var ekki fyrr en ég las um þessar rannsóknir að ég skildi sneiðina sem að mér var beint á dögunum. Þá spurði kona mig "Hvað var pabbi þinn eiginlega gamall þegar þú fæddist?"

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.3.2009 kl. 16:00

5 Smámynd: Eygló

ha, ha, ha. Mér dettur ekki í hug að ljóstra upp aldri foreldra minna (pabba) þegar ég þarf að láta ljós mitt skína og láta taka mark á mér. Vil ekki fá svona spurningar eins og þú fékkst :)

Annars er dásamleg niðurstaða annarra(r) rannsókna(r). Þar er allavega tilgáta að börn gamalla mæðra séu oftar en annarra - AFBURÐA GREIND! Og þetta hefur mig alltaf grunað ;)

Með kveðju,

Æ, KJÚ

Eygló, 11.3.2009 kl. 16:28

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Já, einmitt það sem Ólafur var að enda á Eygló, og eru að vissu marki rök fyrir því að meðaltalið ætti að jafna sig út. En mig grunar að hlutfall eldri feðra sé miklu hærra en eldri mæðra.

Svanur Gísli Þorkelsson, 11.3.2009 kl. 16:52

7 Smámynd: Eygló

Tilvísan í meðaltal er afskaplega villandi! ;)  Svanur, ekki er einstaklingur meðaltal, meðaltal er fundið í hópi! Ég er ekki neitt meðaltal :)

Sbr. þegar Hreiðar Már, Kþ, sagði að fyrirtækið greiddi hæstu meðallaun í landinu!!! Það var líka rétt; ekki erfitt þegar hann var með 63?milljón króna mánaðartekjur.

Eygló, 11.3.2009 kl. 17:33

8 identicon

http://en.wikipedia.org/wiki/Correlation_does_not_imply_causation

AKA ekki trúa öllu sem þú sérð Svanur minn ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 12:36

9 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það er þá ekki gott að vera barn manns sem er með yngri konu eftir árás gráa fiðringsins.

Villi Asgeirsson, 21.3.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband