Góðar fréttir og slæmar fréttir

Æ, það er víst enginn maður með mönnum eða kona með konum, hér á bloggslóðum þessa dagana, nema að þú hafir lýst því yfir að þú ætlir að gefa kost á þér á einhverjum framboðslistanum fyrir komandi alþingiskosningar. Pistlarnir eru fullir af frösum og þeirra vinsælastur og jafnframt leiðinlegastur er "að axla ábyrgð" . Hann er á allra vörum. Sumir vilja ólmir axla ábyrgð með einhverjum hætti en aðrir vilja að einhverjir aðrir geri það. Frasinn er orðin svo altækur og almennur að hann er fyrir löngu hættur að hafa nokkra meiningu. Þess vegna er líka gott að nota hann, þá er maður eins og aðrir.

fflcamelSatt að segja veit ég ekki hvernig ástandið er raunverulega á Fróni þessa dagana, en ef dæma má af fréttum og þeim glugga sem bloggið er inn í þjóðarsálina, hefur hið pólitíska landslag lítið breyst. 

Það minnir mig á söguna um herdeildina úr útlendingahersveitinni sem reið á úlföldum sínum glaðbeitt út í Sahara eyðimörkina til að veita nokkrum uppreisnarmönnum eftirför. Eftir nokkra daga reið án þess að verða uppreisnarmannanna var,  kallaði liðsforinginn menn sína saman og ávarpaði þá. "Ég hef góðar fréttir að færa ykkur en líka slæmar fréttir" sagði hann. "Slæmu fréttirnar eru að við erum rammvilltir og matarlausir og höfum ekkert nema úlfaldaskít að éta. Góðu fréttirnar eru hins vegar  að það er nóg til af honum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svo eru brandararnir um að æxla ábyrg.

Rut Sumarliðadóttir, 2.3.2009 kl. 23:15

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég held að þetta sé ástandið í hnotskurn...

Óskar Þorkelsson, 2.3.2009 kl. 23:17

3 identicon

Jón (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:33

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Nákvæmlega!

Sigrún Jónsdóttir, 3.3.2009 kl. 00:07

5 identicon

Jebb !

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 07:57

6 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Minnir mig á konuna sem kom á bæinn þar sem ég var í sveit og Afi gaf henni marga poka af hænsnaskít.  Þetta var í fyrsta skipti sem ég upplifði að einhver gæfi annarri manneskju skít í poka og spurði því Afa útí þennann leyndardóm, því konan virtist svo sæl á svipinn þegar þau kvöddust einsog hún hefði himininn höndum gripið.  "Hún notar þetta sem sápu" svaraði hann og ég hef alltaf síðan séð þessa blessuðu konu fyrir mér nakta vera að maka á sig þessari undrasápu, en á sínum tíma var ég einhvernveginn viss um að þetta væri eina konan í heiminum sem gæti þetta, því hún leit einhvernveginn þannig út,   svona One of the 7 Wonderwomen of the Westfjords

Máni Ragnar Svansson, 3.3.2009 kl. 23:36

7 Smámynd: egvania

Alltaf gott að líta við hér þú færð munnvikin til að snús upp á við.

Kærleikur og takk fyrir mig. Ásgerður

egvania, 4.3.2009 kl. 14:49

8 identicon

Það er sama sagan hér á Klakanum Svanur minn, hér er reynt að telja okkur trú um hitt og þetta, án þess að við fáum raunverulega að vita um hvað málin snúast eða hvað er að gerast hér á hinu háa Alþingi, það er eins og okkur, almúganum komi það ekki við. Það má með sanni segjast, að síðast liðna mánuði hafa okkur verið færðar slæmar fréttir, og ekkert sé við því að gera. En því miður hefur engum tekist að greiða úr þeirri óáran sem þjóðinni hefur verið komið í. Hér er nóg af þingmannaskít en því miður er enginn tilbúinn að þrífa hann upp og koma honum til föðurhúsanna.

Hefur þú einhverja lausn á okkar vandamálum?, þau væru vel þegin.

Kv. Kristján.

Kristján A. Helgason (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 02:37

9 Smámynd: egvania

egvania, 11.3.2009 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband