Hvað sagði Zaraþústra?

zoroastr_prophecyÍranski spámaðurinn Zóróaster (628 fk - 551 fK.) er upphafsmaður Zóróaster-trúar, átrúnaður sem hefur verið iðkaður í 2500 ár og á sér enn fylgjendur. Zóróaster er höfundur Gaþas, elsta hluta Avesta, heilagrar ritninga Zóróasters-fylgjenda.

Heimildir um líf Zóróasters (Zaraþústra á forn-persnesku) eru frekar fábrotnar en það er talið að hann hafi fæðst árið 628 fK. þar sem nú er norður Íran. Lítið er vitað um æsku hans. Sem fullorðinn maður hóf hanna að boða nýja trú. Hann mætti talsverðri andstöðu en þegar hann varð fertugur tókst honum að fullvissa konunginn Vishtaspa sem réði norð-austurhluta Íran, um sannleika boðskapar síns. Konungurinn gerðist eftir það verndari og vinur spámannsins. Samkvæmt írönskum arfsögnum varð Zóróaster sjötíu og sjö ára gamall.

GATHAGuðfræði Zóróasters er einskonar blanda af eingyðistrú og dúalisma. Hann kenndi að aðeins væri til einn Guð sem hann kallaði Ahura Mazda.(Ormuzd á nútíma persnesku). Ahura Mazda (Hinn vitri drottinn) hvetur til sannsögli og sanngirni. En Zóróasters-fylgjendur trúa líka að til sé illur andi, Angra Mainyu (Ahriman á nútíma persnesku) sem stendur fyrir hið illa og falska. Í hinum raunverulega heimi stendur yfir stöðug barátta milli þessara tveggja afla. Hver einstaklingur getur valið hvoru hann leggur lið. Þótt að vart megi á milli sjá hvor hefur betur sem stendur, trúa Zóróasters-fylgjendur að á endanum muni Ahura Mazda sigra. Trú þeirra gerir einnig sterklega ráð fyrir lífi eftir dauðann.

zoroastrianFIRE1Hvað siðferði varðar leggur Zóróaster áherslu á sannleiksást og sanngirni. Hann leggst gegn meinlætalifnaði og einlífi. Zóróasters-fylgjendur iðka ýmiskonar áhugaverða helgisiði og sumir þeirra tengjast þeirri helgi sem lögð er á eldinn. Sem dæmi, lifir helgur eldur ávalt í musterum þeirra. Einna sérstakastur helgisiða þeirra er hvernig þeir eyða líkum hinna látnu sem eru hvorki grafin eða brennd, heldur komið fyrir á turni út á víðavangi svo að hrægammar geti etið þau.

ZOROASTERFYLGJENDURÞótt að Zóróasters-trú eigi margt sameignlegt með eldri írönskum trúarbrögðum, virðist þau ekki hafa breiðst úr sérlega hratt eða vítt á meðan Zóróaster lifði. Skömmu eftir dauða hans var landsvæðið þar sem hann bjó, innlimað í persneska heimsveldið, af Sýrusi hinum mikla og á næstu tveimur öldum gerðu persnesku konungarnir trúna að ríkistrú.

Eftir að persneska veldið féll fyrir Alexander mikla á síðari hluta fjórðu aldar fK. hnignaði fylgi við trúna talvert. En þegar að Persar fengu aftur sjálfstæði og höfnuðu hellenskum siðum, varð vegur Zóróasters-trúar aftur glæstur og frá 226-651 eK., eða á tímum Sassanid-veldisins, varð trúin aftur að ríkistrú. 

ZOROASTERMUSTERIYASTÁ sjöundu öld eftir að Arabar höfðu sigrað Persíu, gerðust flestir íbúar landsins múslímar. Þrátt fyrir að njóta verndar Íslam samkvæmt  Kóraninum, voru Zóróasters-fylgjendur einangraðir og stundum ofsóttir. Á tíundu öld flúðu margir af eftirlifandi Zóróasters-fylgjendum til eyjarinnar Hormuz í Persaflóa og þaðan fluttust þeir yfir til Indlands þar sem þeir mynduðu lítið samfélag. Indverjar kölluðu þá Parsía og í dag telur samfélag þeirra í Indlandi rúmlega hundrað þúsund manns. Í Íran hefur trúin aldrei lognast út af til fulls og þar telur samfélag þeirra um tuttugu þúsund manns.

Um hríð var Zóróasters-trú meðal ríkjandi heimstrúarbragða en fyrst og fremst var hún sniðin að heimahögum spámannsins.

Víst er að guðfræði Zóróasters hafði áhrif á önnur trúarbrögð, Gyðingdóm og Kristindóm þar á meðal. Þá gætir áhrifa Zóróasters-trúar mjög í Manikeaisma, trúarbrögðin sem stofnuð voru af Mani (210-276 eK) í Írak. Hann tók kenningar Zóróasters um baráttu góð og ills og þróaði út frá þeim flókið og sannfærandi guðfræðikenningar. Þau trúarbrögð hafa síðan algjörlega horfið af sjónarsviðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Svanur Gísli !

Þakka þér; þessa ágætu samantekt, af þeim Zaraþústra, sem öðrum austur þar. Jú; hið versta mál, þegar að Mekku dellan náði, að hrinda þessarri æfafornu trú Persa, frá hennar heimkynnum, mestanpart, og að frumstæð eingyðishyggja, frá Arabíu skaganum næði, að tortíma hluta, hins forna menningarheims.

Óbætanlegt tjón; þar. Sama má einnig segja; um hinar fornu kirkjudeildir, í Norður- Afríku, hverjar hrammur Múhameðs lagðist yfir, og eyddi,  og þakka má samt, hversu Koptísku kirkjunni, í Egyptalandi, sem og Eþíópíu hefir tekist, að halda hlut sínum, þrátt fyrir allt - allar þessar aldir, til þessa dags.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 16:17

2 identicon

Sæll Svanur! Takk fyrir mjög áhugaverða og fróðlega grein.

Ég er að spá - mér skilst að þú sért Baháí-trúar. Myndir þú segja að Zaraþústra-trú eigi eitthvað sameiginlegt með Baháí-trúnni? Það litla sem ég hef lesið um Zaraþústra-trúna hefur nefnilega oft minnt mig á það litla sem ég veit um Baháí-trúna. Hvorttveggja eingyðistrú sem leggur áherslu á frið og jafnrétti kynjanna, ef mér skjátlast ekki. Gæti Baháí-trúin kannski verið undir áhrifum frá Zaraþústratrúnni? Heimspekin virðist vera að mörgu leyti svipuð...

Svo verð ég að sjálfsögðu að nefna það að einn uppáhalds söngvarinn minn, Freddie Mercury, var indverskur Parsi að uppruna, og alinn upp í Zaraþústra-trú (og jarðsunginn að þeirra sið). Það er kannski þess vegna sem mig hefur alltaf langað til að vita meira um þessi trúarbrögð. :)

Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 19:31

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Óskar, islam og kristni urðu fyrir miklum áhrifum af zaraþústratrúnni.  Það má segja að hún hafi verið að hluta til undanfari eða fyrirmynd þeirra trúarbragða.  Að sumu leiti margt svipað.  En augljóslega sá fólk austur þar eitthvað jákvætt við islam.  (Og nei, ekki segja mér ævintýrið af sverðinu)

Reyndar finnst mér Manik alltaf einn sá almerkilegast og þau trúarbrögð sem upp af honum spruttu.  Ótrúleg útbreiðsla á stuttum tíma. 

En hans spekúlasjónum var því miður flestum útrýmt fyrir rest.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.3.2009 kl. 19:58

4 identicon

Heilir og sælir; á ný !

Ágæti drengur; Ómar Bjarki ! Jú; rétt er það, en,........ líkast til, hefir trúin, á Föður - Son, og Anda helgan náð, að milda kristnina, í samanburði við Júðadóm (Gyðingdóm), sem og Múhameðsku, hvar tilbeiðslan á, hinn ósýnilega Guð, hefir leitt til skelfilgrar skynvillu, fjölmargra iðkenda, með afleiðingum, hverjum okkur eru kunnar.

Má vera; að til hins endans megi telja; Ómar Bjarki, óhugnað hinna fornu Azteka, suður í Guaetemala og Mexíkó, hvar jú; mannfórnirnar gengu, úr hófi fram, þó svo, margt merkilegt sé, frá Aztekum komið.

(Og jú; seinna; kannski, segi ég þér æfintýrið, af hvalskutlinum, Ómar minn)

Með beztu kveðjum; á ný /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband