Túlipanar

Rauður túlipaniHvaða land kemur upp í hugann þegar minnst er á túlípana. Holland ekki satt. Það mætti ætla að blómið væri Þjóðarblóm þeirra. Svo er ekki, alla vega ekki formlega.

Hollendingar hafa gert þetta blóm sem er eitt af 150 tegundum lilju ættarinnar og er upphaflega ættað frá Mið-Asíu, að einni af helstu útflutningsvöru sinni.

Þegar að blómið barst til Hollands á seinni hluta sextándu aldar frá Tyrklandi, greip um sig einskonar túlípana-æði í landinu sem enn hefur ekki linnt.

Túlipana túrbanNafn blómsins  (einnig það latneska, Tulipa gesneriana) er dregið af Ottóman-Tyrkneska orðinu tülbend. Það orð er hinsvegar dregið af persneska heiti þess, slâleh. 

Af tülbend er einnig dregið orðið túrbani (turban) sem er vefjarhöttur. Orðsifjarnar á milli hattarins og blómsins eru auðvitað tilkomnar af svipuðu útliti fornra vefjarhatta og krónu túlípanans.

En það ætti ekki að koma Íslendingum á óvart. Á íslandi hafa blóm hatta, hettur, húfur og skúfa.

Ég veit ekki af hverju það stafar, en túlípanar hafa alltaf farið í taugarnar á mér.

Túrbani 1Vefjarhöttur (turban) er á Vesturlöndum samheiti yfir margar gerðir af höfuðfötum sem eiga það sameiginlegt að vera gert úr einum löngum klút sem vafið er á mismunandi vegu um höfuðið.

Meðal íslamskra klerka og kennimanna var hæð vefjarhattar hans talin gefa til kynna lærdóm hans og tignarstöðu. Sumir þeirra voru svo háir að þeir voru hærri en sá sem höttinn bar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Ég elska svona stutta, fræðandi pistla. Hafðu þökk frá mér.

Eygló, 28.2.2009 kl. 04:20

2 Smámynd: Gerður Pálma

Tek undir orð Eyglóar, frábærilega skemmtilegt. Þetta er enn eitt augljósasta dæmið um ´glóbaliseringu´sem alltaf hefur verið drifkraftur framfara/breytinga þó svo að nútíma glóbalisering byggist nær eingöngu á yfirgangi og gróðahyggju fárra og er nú endanlega að sökkva stærstu þjóðarskútum heims.
Skyldleiki Hollenska þjóðarstoltsins og Tyrkneskrar arfleiðar er stórkostlegt merki um hvað menning er samanofin og ætti frekar að vera sameiningartákn en ekki orsök endalausra vandamálaflækju.
Hlakka til að lesa meira frá þér.

Gerður Pálma, 28.2.2009 kl. 07:29

3 Smámynd: Anna

Alltaf gaman að kíkja á síðuna þína.  Fróðleg og skemmtileg skrif, takk fyrir þau.

Anna, 28.2.2009 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband