Maðurinn sem breytti heiminum en fáir þekkja

Tsai-Lun-Til eru alfræðibækur sem ekki minnast einu orði á TS´AI LUN og nafn hans kemur sjaldan fyrir í venjulegum sögubókum sem kenndar eru í skólum heimsins.  Samt verður hann að teljast, með tilliti til uppfinningar hans, einn af áhrifamestu einstaklingum heimssögunnar.


TS´AI LUN  var hirðmaður kínverska keisarans Ho Ti fyrir tæpum 2000 árum.  Hann var geldingur og fyrir hina mikilvægu uppgötvun sína sem hann kynnti fyrir keisaranum árið 105 e.k. var honum svo vel launað að hann varð vellauðugur. Seinna  blandaði hann sér í hallardeilur sem að lokum urðu til þess að hann féll í ónáð. Hann lauk lífi sínu með því að baða sig, klæðast sínum besta kirtli og taka síðan inn banvænt eitur.


Án uppfinningar hans væri heimurinn ekki eins og við þekkjum hann í dag. Lengi vel var formúlu hans haldið leyndri og það var ekki fyrr en árið 751 að  öðrum en Kínverjum var kunnugt um samsetningu hennar. Það ár handtóku Arabar nokkra sérfræðinga í notkun hennar og þaðan breiddist  þessi þekking út um heiminn.


Það sem TS´AI LUN fann upp var; Pappír.Pappírsgerð


Fram að uppfinningu TS´AI LUN höfðu Kínverjar aðallega notast við bambus og tré til að skrifa á. Á Vesturlöndum voru notuð skinn og síðar pergament, í Miðausturlöndum, leirtöflur og síðan papírus sem kom frá Egyptalandi. Pappír tekur öllum þessum tegundum áritunarefna fram og varð fljótlega allráðandi, ekki hvað síst eftir að Jóhann Gutenberg (1400-1468)  fann upp prentvélina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Já, Gísli það má segja að pappírinn hafi breytt heiminum. Gutenberg og lausa letrið líka.

Netið er kannski bylting sem að sumu leyti er sambærileg við pappír. Var það ekki Al Gore sem fann það upp? Svo segir sagan.

Engar uppfinningar nútildags eru eins klipptar og skornar og áður var.

Sæmundur Bjarnason, 24.2.2009 kl. 18:04

2 Smámynd: corvus corax

Ég hélt að rennilásinn væri aðalmálið.

corvus corax, 25.2.2009 kl. 01:47

3 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Klósettpappír!

Konráð Ragnarsson, 25.2.2009 kl. 14:12

4 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Gapa hérna gammar tveir
sem gamansemin faldi.
Hótfyndnina hafa þeir
helst á sínu valdi.

Sæmundur Bjarnason, 25.2.2009 kl. 14:34

5 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Góður Sæmundur!

Konráð Ragnarsson, 25.2.2009 kl. 16:16

6 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Þetta var nú ekki af virðingarleysi skrifað,frábær fróðleikur hjá Svani og ætíð gaman að bæta við sig skemmtilegum fróðleik!

Konráð Ragnarsson, 25.2.2009 kl. 16:20

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka Sæmundi fína vísu og skemmtilega athugasemd. Skárra væri það nú ef ekki mætti glettast líka Konnrráð :) Þakka þér og hrafninum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.2.2009 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband