Hið undarlega mál varðandi Dogon-fólkið

dieterlenSuður af Sahara eyðimörkinni búa fjórir Afrískir ættbálkar. Á árunum 1945-50 dvöldust frönsku mannfræðingarnir Marcel Griaule og Germaine Dieterlen á meðal þeirra, aðallega samt hjá ættbálki sem kallaður er Dogon fólkið.

griaule%5B2%5DÁ þessum  skamma tíma áunnu mannfræðingarnir sér trúnað Dogon fólksins og trúarleiðtogar þeirra trúðu þeim fyrir launhelgum sínum. Með því að teikna í moldina, drógu prestarnir upp heimsmynd sem þeir höfðu erft og varðveitt um aldir. Þekking þeirra á stjörnufræði  var svo mikil og nákvæm að undrum sætir. 

DagonMegin hluti þekkingar þeirra beindist að tvístirninu  Síríus A og Síríus B.  Síríus A er bjartasta stjarna á himnahvelfingunni en um hana snýst Síríus B sem er „hvítur dvergur“ með gríðarlegan efnisþéttleika og  eðlisþyngd en ógerlegt er að sjá berum augum frá jörðu. 

Síríus B var fyrst uppgötvuð árið 1862 af Bandaríkjamanninum Alvan Clark þegar hann beindi sterkasta sjónauka sem þá var til að Síríusi A og tók eftir litlum hvítum depli sem var 100.000 sinnum dimmari en Síríus A.


DogonadansÞrátt fyrir þetta vissu Dogonar um tilvist þessarar stjörnu og talvert um eiginleika hennar. Þeir vissu að hún var hvít og þótt hún væri  „með minnstu stjörnum sem finnast“  var hún jafnframt  „þyngsta stjarnan“ og gerð úr efni sem var „þyngra en allt járn jarðarinnar“. Þetta er ágæt lýsing á þéttleika Síríusar B þar sem einn rúmmetri af efni hennar vegur 20.000 tonn. Dogonar vissu að Síríus B var á sporbraut um Síríus A sem tók 50 ár að fara og að hann var ekki  fullkomalega hringlaga heldur ílangur líkt og sporbraut flestra himintungla er, staðreynd sem ekki var vel kunn utan vísindasamfélagsins.

NOMMO
Þekking Dogona á almennri stjörnufræði var líka undraverð. Þeir teiknuðu bauginn í kring um Satúrnus sem ekki er hægt að sjá frá jörðu, þeir vissu að að Júpíter hefur fjögur stór tungl, að pláneturnar snúast um sólina, að jörðin er hnöttur og að hún snýst um möttul sinn. Þeir vissu að Vetrarbrautin er spíral-laga, eitthvað sem ekki var uppgötvað fyrr en seint á síðustu öld.
En það sem hljómar ótrúlegast af öllu er að Dogonar segja að þessi þekking hafi verið færð þeim af verum sem komu fljúgandi ofan frá himnum í einskonar örk. Þessar verur urðu a lifa í vatni og kölluðu sjálfa sig Nommos.


OannesÞetta heiti  veranna og sú þekking sem þær eru sagðar hafa skilið eftir sig á meðal Dogo ættflokksins, vakti athygli sagnfræðingsins Robert Temple. Hann setti heitið í samhengi við vatnaguð Babýloníumanna Oannes, sem sagður er hafa kennt Súmerum stærðfræði, stjörnufræði, landbúnað og skipulagningu samfélags þeirra.


Gríski fornaldar presturinn Berossus lýsir Oannes í bók sinni "Saga Babýlonar"; „Allur líkami dýrsins var líkur fiski og undir fiskhausnum var annað höfuð líkt mannshöfði . Rödd þess og tungumál var mennskt og myndir af því eru enn til....Þegar að sól settist var það siður dýrsins að stinga sér í sjóinn og dveljast alla nóttina í djúpunum því dýrið var bæði land og sjávarskeppna.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

"voru guðirnir geimfarar" spurði eitt sinn þýskur rithöfundur...  Þessi spurning hefur alltaf heillað mig :)

Óskar Þorkelsson, 23.2.2009 kl. 21:53

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

___________________________________________ 

Þær eru ætíð áhugaverðar greinarnar þínar og pistlarnir.

E.t.v., kvittar maður of sjaldan fyrir innlitin...... en takk samt.

Kær kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 24.2.2009 kl. 02:03

3 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Óskar. Margt langt síðan að ég las Eric VD þann og þá var gaman að pæla í þessu sem alvöru.

En ekki lengur.

Það er örfátt sem eftir stendur óútskýrt af hugmyndum hans, þar á meðal Dogo fólkið. Og þótt það hafi verið reynt, eins og Laissez bendir á, að sýna fram á að Griaule og Dieterlein hafi  plantað þessum hugmyndum hjá ættbálknum, hefur það mistekist. Engar nýjar kenningar um sérstaka þekkingu Dogo fólksins hafa komið fram á seinni tímum  sem á einhvern hátt draga úr gildi þeirra, enda er þekkingin víðtæk og tekur ekki aðeins til stjarnfræðinnar þótt hún hafi hlotið mestu athyglina.

Það er stundum erfitt fyrir fólk sem er ákveðið í að hlutirnir séu á einn veg og alls ekki öðruvísi að horfa á eitthvað sem virðist standa gegn átrúnaði þess og því finnst Ochams hnífurinn ætíð skera nær sínum sjónarmiðum en annarra.

Laissez, Margir mannfræðingar "nútímans" reyna að verða sér út um athygli með því að debunka eða gera niðurstöður lærifeðra sinna tortryggilegar.

Og svo skaltu taka eftir því að það er engin persónuleg ályktun dregin í greininni. Þú passar. Þú passar þig og ég passa mig:)

Mitchell-Hedges glerskúpurnar eru taldar ekta. Ekki trúa Wikipedia í einu og öllu. Það eru ekki til neinar Hewlett-Packard rannsóknir.  Chris Morton og Ceri Louise Thomas heimsóttu rannsóknarstofuna og töluðu við vísindamennina, en engar rannsóknir fóru fram.

Takk sömuleiðis Sigurjörn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 24.2.2009 kl. 12:13

4 identicon

Sæll Svanur.

Stórfurðulegt. Þar bættir þú við þekkingu mína.

Takk fyrir. Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 13:10

5 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

Skemmtileg og fræðandi frásögn sem slær augnablik á mitt andlega hungur.

Auðvitað er óendanlegur alheimurinn morandi af tilverum/víddum.

Vilborg Eggertsdóttir, 24.2.2009 kl. 20:02

6 identicon

Ég las það í síðasta eða þarsíðasta lifandi vísindi að Mitchell-Hedges glerskúpurnar séu falsaðar.

Bjögggi (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 17:17

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Bjöggi. Það hafa gengið um kúpurnar þær sögur að þær hafi verið skoðaðar af Hewlett-Packard rannsóknarstofunni og að vísindamenn hennar hafi talið þær falsannir. Sannleikurinn er að sú rannsókn fór aldrei fram. - Það hefur ekkert komið enn fram sem bendir til að þessar "upphaflegu" glerkúpur séu falsaðar. Lifandi vísindi er mikið unnið upp úr net-heimildum.

Nema að Lifandi vísindi sé að vitna í eitthvað alveg nýtt :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.2.2009 kl. 18:08

8 identicon

Talandi um Stjörnufræði þá er komið stjörnukort á íslensku á netið.

http://www.astroviewer.com/gagnvirkt-stjoernukort.php

kveðja Ingó 

Ingo (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 19:47

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Takk fyrir þetta Ingó. Gott að vita:)

Svanur Gísli Þorkelsson, 25.2.2009 kl. 20:00

10 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þeir fjölmiðlamenn og aðrir vísindamenn og sjálfskipaðir sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum sem telja að Davíð Oddsson seðlabankastjóri eigi að segja af sér, telja einnig að Mitchell-Hedges glerskúpurnar séu falsaðar.  Þeir hljóta nú að hafa rétt fyrirsér.

Ég sagði bara svona, það er kominn svefngalsi í mig.......

Kveðja, Björn bóndi  

Sigurbjörn Friðriksson, 26.2.2009 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband