Himnafiskar

SkyFishÞað veit enginn hvað nákvæmlega þetta fyrirbæri er. Það hefur verið ljósmyndað og kvikmyndað og margir hafa á því skoðun. Sumir kalla það Himnafiska, aðrir fljúgandi hólka og einhverjir nefna það Sólverur.

Nýlega birtist stutt en óvenju skýr kvikmynd af þessu fyrirbæri í fréttatíma BBC og ábirgðist fréttastofa þeirra að myndin væri ekki fölsuð.

Um er að ræða fljúgandi fyrirbæri sem margir trúa í dag að séu verur sem búi í einhverju af ytri hvolfum jarðarinnar. Þær ferðast svo hratt að þær eru varla sjánlegar berum augum, en hafa komið fram á ljósmyndum, kvikmyndum og videupptökum, einkum í seinni tíð. Nokkar gamlar ljósmyndir eru til teknar útan úr geimnum sem sýna fjölda slíkra himnafiska rétt fyrir utan gufuhvolvið.  

Fyrstur til að vekja athygli á fyrirbærinu var kvikmyndagerðarmaðurinn José Escamilla, sem uppgötvaði "verurnar" fyrir tilviljun. Árið 1994 var Escamilla að kvikmynda venjuleg UFO fyrirbæri nálægt Midway, New Mexico. Á flimunni birtust myndir af einhverju sem voru ekki faratæki. Escamilla héllt að um væri að ræða fugla eða skordýr. En þegar hann skoðaði kvikmyndina ramma eftir ramma , sá hann a þarna var eitthvað annað á ferðinni.

Síðan að upptökuvélar og símar búnir mynd og videotökugetu urðu algengir, hefur náðst fjöldi mynda af þessum hólkum sem stundum líta út eins og kjósrákir og stundum eins og einhverskonar verur.  En sjón er sögu ríkari;

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er geimvera

Rut Sumarliðadóttir, 18.2.2009 kl. 13:57

2 identicon

Everything should be made as simple as possible, BUT not one bit simpler
Einstein

Yfirnáttúrulegar skýringar eru of einfaldar skýringar :)

http://en.wikipedia.org/wiki/Rod_(cryptozoology)

DoctorE (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:59

3 identicon

DoctorE (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 16:17

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

djöfuls tæknin skemmir allt.. mölfluga   fjórðavíddin hefði verið spennandi sko...

Óskar Þorkelsson, 18.2.2009 kl. 16:44

5 identicon

Maður er svo hissa á hversu fólk er fljótt að segja allt vera spúkí yfirnáttúrulega hluti, geimverur... hahah :)

DoctorE (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 17:51

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef þetta eru einhverjar óþekktar lífverur, væri það nokkuð spúkí Doctor?

Rossini; Þú kemur inn á það sem talað er um í þriðja myndbandinu en án niðurtöðu.

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.2.2009 kl. 22:36

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er miklu meira spennandi að segja "vá spúkí", það er ekkert dularfullt eða rómantískt við stafrænar myndflögur, sem dæmi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.2.2009 kl. 23:01

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mjög áhugavert.

ég get nú ekki alveg skilið þá hugsun að við séum þau "einu lifandi "mannverur " í alheiminum. nafli alheims. því trúi ég alls ekki. vísindamenn eru að gera rannsókn á víddum nú á þessari stundu og sá ég viðtal við einn þeirra þar sem hann var mjög spenntur fyrir þessum rannsóknum . hann reiknaði með að þeir finndu allavega 10 víddir. þá spyr ég mig, af hverju ekki 1000, eða 2000 eða hvað ....

auðvitað eru fleirir víddir, það hafa vísindamenn fundið út úr fyrir löngu, auðvitað eru fleiri lifandi verur í alheiminum, eða er jörðin ennþá flöt?

Kærleiksknús

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.2.2009 kl. 08:41

9 identicon

Það væri spúkí ef þetta væru óþekktar lífverur, amk til að byrja með :)
Það sem var spúkí í gær er bara ekkert spes í dag.

Nafli alheimsins you say Steinunn... trúarbrögðin sögðu okkur vera nafla alheimsins, að við værum eina lífið + að við ættum að drottna yfir öllu.. og við erum alveg rosalega geggjað mikilvæg, alheimurinn var smíðaður í kringum okkur.

DoctorE (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 09:17

10 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þakka athugasemdirnar Lilja, Steinunn og DorctorE.

Sem betur fer erum við daglega að finna eitthvað nýtt og stundum gengur ekki allt sem við héldum að við vissum fyrir víst, upp og saman við nýja þekkingu. Þessi fyrirbæri, ef þetta eru þá einhver fyrirbæri umfram skordýr og ljósglampa, virðast hreyfast með miklum hraða og það er eflaust ástæðan að þau hafa farið huldu höfði fram að þessu. Venjulegt auga greinir það ekki.

Málið verður öllu flóknara þegar að fólk fer að blanda skammtafræðinni inn í þetta því þá þarf að taka tillit til hugmynda um staði og hluti sem geta verið til samtímis á mörgum stöðum í tíma og rúmi o.s.f.r. Eitthvað í ætt við víddapælingar Steinunnar.

En eitt er víst að við komumst ekkert áfram ef við lokum augunum fyrir nýrri þekkingu. Þá fer fyrir okkur eins og Talibönunum sem túlka Kóraninn á einn veg og aðeins einn veg og halda að þeir hafi sannleikann í höndunum vegna þess að þeir fara eftir bókstafnum, þrátt fyrir að hann sé fáránlegur. - Reyndar hafa sumir gagnrýnendur þeirra tileinkað sér sömu taktíkina við að gagnrýna trúarbrögðin og eru því alveg jafn fjarri öllum sannleika og talibanarnir, hvaða trúarbrögðum sem þeir segja sig fylgja.

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.2.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband