Að hýða norn

Nornin hýddÞað má vel vera að nornarhýðingin sem Eva Hauks og félagar stóðu fyrir hafi vakið fólk til umhugsunar um að þegar allt kemur til alls, elski fólk vöndinn á Íslandi sem og annarsstaðar. Þótt mótmælin hafi verið sögð til að vekja athygli á launung ákvæða í samningi Íslands við erlenda peningasjóði, beina þau einnig athyglinni að því að alþýða fólks sem heldur sig frýja og frjálsa þegna, er enn í þrælsfjötrum.

Rússneska orðið fyrir vinnu er rabota og er dregið af orðinu rab sem merkir þræll. Þar í landi þróuðu stjórnvöld á tímabili, í krafti flokksræðis, skrumskældustu mynd lýðræðis sem um getur.  

Æðsti draumur neysluþjóðfélagsins er í raun, fyrir hvern og einn, að geta lifað eins og þrælsherra þar sem róbótar (vélmenni) vinna alla vinnu svo það sjálft geti verið frjálst.  

Samt hefur sagan sýnt að fólk er jafnframt hrætt við að lifa frjálst og utan verndar og umsjár einhvers sem er voldugri en það sjálft.

Það sem í dag er kallað nútíma vestrænt "lýðræði" er aðeins þunnt gervi gamla lénsherraskipulagsins þar sem pólitískir flokkar fara með völdin í stað óðalsbænda og lénsherra. Alþýðan er jafn bundin í þrælsklafa þeirra og þess stjórnfarslega skipulags sem þeir viðhalda og þrælar "fortíðarinnar" voru eigendum sínum.

Það er ástæðan fyrir því að allar hugmyndir um beint lýðræði, þar sem kosið yrði til löggjafarþings án flokksframboðs eru ætíð slegnar umræðulaust út af borðinu. Jafnvel þótt íslenska stjórnarskráin geri ráð fyrir því að þingheimur kjósi eftir samvisku sinni, er búið að bjaga kerfið á þann hátt að þingmönnum er haldið eins og þrælum undir aga flokkanna. Allir tilburðir til að sýna sjálfstæði eru túlkaðir sem óhlýðni eða jafnvel svik við flokkinn og foringja hans.RomanActor

"Það aumasta sem til er, er að þurfa reiða sig á vilja annarra" sagði sýrlenski þrællinn Publilíus sem á sínum tíma skemmti forn-Rómverjum með trúðsleikjum og skopi. Mér sýnast orð hans enn í fullu gildi og nornarhýðingin á Lækjartorgi túlkaði þau ágætlega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér finnst þetta góður gjörningur og góð grein hjá þér

Finnur Bárðarson, 16.2.2009 kl. 16:25

2 identicon

Mjog gód grein, og sonn, thvi midur.
Thad furdulegasta er addáunin á theim sem á vendinum halda, lemdu mig aftur, og aftur virdist vera einhvers konar fridthaeging.  Augljósasta daemid eru lýdraedislegar kosningar, endalaust endurkjor pískaranna, tho svo ad stadreyndir vanhaefni, takmarkalausa eigingirni og óeinlaegni liggi á bordinu. Sama gegnir um trúarbrogd sem oftar en ekki eru notud sem vondur til thess ad lemja hjardirnar saman og búa til ástaedu til haturs og misklídar í nafni hins heilaga anda, í stad thess ad leggja áherslu á áhugaverd sameiginleg atridi innan allra truarbragda og nyta thau til sameiningar. Hver erum vid eiginlega? 

gerdur palmadottir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 18:33

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þetta var á Lækjartorgi, ekki Austurvelli.

kv.

Gaurinn í rauða kuflinum.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 16.2.2009 kl. 19:20

4 identicon

Sæll Svanur og þakka þér margar ánægjustundir við að lesa bloggið þitt.

 Ég ber sama ótta í brjósti varðandi líkurnar á því að flokkakerfið hleypi í gegn nokkurri þeirri breytingu sem skerði völd þeirra hversu auðsæ lýðræðisbót sem það væri. Enda er nánast innbyggð í í flokkshugmyndina samsöfnun hóps til valda. Þar af leiðir að allir sem fundið sig hafa í að bakka núverandi flokka upp eru kannski ekki vanhæfir en örugglega sýktir.

Hitt er mér þó hugstæðara þetta augnablikið að ég horfði á merkilegustu frétt síðastliðinna mánaða í Kastljósi áðan. Viðtalið og framsetning Tryggva Herberssonar á raunstöðu skulda þjóðarinnar var mér slíkur léttir og gleðivaki að mig langaði til að dansa. Ég kannast við Tryggva og veit fyrir víst að þetta er bráðskarpur náungi og trú því fyllilega sem þarna kom fram.

Það sem ítti við mér að skrifa þér loks var að benda þér á að það er ekki eitt orð um þetta á fréttasíðu Mbl. og tvö ótrúlega lítilvæg komment á vísisblogginu ég bara skil þetta ekki, ég hef séð alla sótrafta á sjó dregna yfir þvílíkum hégóma undanfarið en nú þegar hreinlega ný dögun rís í sótmyrkri þjóðarsálarinnar steinþegir allur pakkinn.

Kær kveðja Konni

Konráð Eyjólfsson (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 23:31

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.2.2009 kl. 01:11

6 identicon

Takk fyrir góða grein Svanur. 

Eitt af stærstu vandamálum okkar Íslendinga er það að við erum illa heft tilfinningalega og ein af afleiðingum þess er skortur á samhjálp og samstöðu. Ég er alinn upp af þeirri kynslóð sem aldrei mátti kvarta, aldrei mátti sýna tilfinningar og mesta skömm sem hægt var hugsa sér var að biðja aðra um hjálp. Þetta var kallað stolt. Þetta hefur m.a. verið fegrað með því að segja "það eru nú allir Íslendingar kóngar", "við erum nú sjálfstætt fólk" eða eitthvað í þá veruna.

Kjaftæði. Þetta er ekki stolt. Þetta er tilfinningalegur dauði sem okkur hefur verið innrættur af foreldrum okkar og forfeðrum og þrælsótti sem okkur hefur verið innrættur í gegn um aldirnar af valdastéttunum í landinu og kirkjunni, því draugabæli. Þetta hefur háð mér alla ævi og ég hef þurft að berjast kerfisbundið við þetta helsi sem mér var innrætt.

Það er þetta sem er að gerast í dag. Þrælsóttinn er svo mikill, að þó skollið sé á stríð við valdaklíkur flokkanna og frjálshyggjudrauga, reynir fólk að útiloka hinn ískalda veruleika og ranglar um Kringlur og Smáralindir þessa lands til að eyða síðustu krónunum sínum í rusl og botnkeyra kreditkortin í leit að stundarfró.

Þröstur Ingólfur Víðisson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 08:33

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég þakka öllum góðar athugasemdir og Einari fyrir leiðréttinguna.

Gerðurkemur inn á hvernig trúarbrögð hafa verið notuð óspart til að viðhalda þessum stjórnarháttum og það er rétt. Alveg fram á tuttugustu öldina sóttu valdhafar umboð sitt til að stjórna til þeirra enda almennt viðurkennt að þeir sem nytu velþóknunar Guðs vegnaði betur en öðrum. Alveg fram á okkar öld var ekki einu sinni gerð tilraun til að aðskilja gestlegt og veraldlegt vald, en um leið og flokkakerfið varð til, tók það við hlutverki trúarbragðanna.

Konráð kemur eftir góða athugasemd inn útreikninga Tryggva Herbertssonar á skuldum þjóðarbúsins. Það sem skekkir svona niðurstöður Tryggva, ef ég skil þær rétt, er að hann reiknar ekki með yfirtöku ríkisins á skuldum bankanna sem sumar hverjar hafa nú verið greiddar með umdeildu lántökufé. Ef að ríkið hafnaði því og léti yfirtöku á bönkunum ganga til baka, eða hreinlega neitaði að viðurkenna skuldirnar, yrði niðurstaðan eitthvað í átt við það sem Tryggvi fær út.

Þresti þakka ég stórgott innlegg í þessa umræðu og reyndar nauðsynlega viðbót við grein mína. Það er árátta okkar að fjalla stöðugt um vitsmunalegar hliðar stjórnmála og samfélagsins í heild og sniðganga tilfinningalegu hliðina sem samt er jafnvel veigameiri þáttur þegar kemur að ákvörðunum, en vitsmunirnir.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.2.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband