11.2.2009 | 14:55
Dagur Rauðu handarinnar
Dagur Rauðu handarinnar er 12. febrúar er alþjóðlegur minningardagur sem settur var til að minnast og draga athygli að örlögum barna sem neydd eru til að taka þátt í hernaði sem hermenn í stríðum og vopnuðum átökum. Tilgangur dagsins er líka að kalla á aðgerðir á móti þessu athæfi og sýna stuðning við börn sem verða fyrir þessari grófu misnotkun.
Sameinuðu þjóðirnar áætla að rúmlega 200.000 börn undir fimmtán ára að aldri séu undir vopnum í heiminum í dag. Flest þeirra tilheyra uppreisnarhópum og vígasveitum líkum þeim sem finna má í Eþíópíu, Afganistan og Burma. Meðal þeirra landa sem alræmd eru fyrir slíka misnotkun barna eru Alþýðulýðveldið Kongó, Rúanda, Úganda, Súdan, Fílbeinsströndin, Mjanmar, Filippseyjar, Kólumbía og Palestína.
Dagur Rauðu handarinnar var stofnsettur árið 2002 þegar að viðbót við mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna tók gildi þann 12. febrúar það ár en hann hafði verið samþykktur af allsherjarþingi SÞ í maí árið 2000. Sem stendur hafa 92 ríki undirritað sáttmálann. Mörg alþjóasamtök beita sér fyrir afnámi barnahermennsku og þar á meðal eru UNICEF (Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna) Amnesty International, Terre des Hommes og Alþjóðlegi Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn.
Enska orðið yfir fótgönguliða "Infantry" er dregið af franska orðinu yfir barn. Tengining varð til vegna þess að yfirmenn vildu að fótgönguliðar þeirra væru undirgefnir og hlýddu boðum yfirmanna líkt og börn. Börn eru vissulega óvanari sjálfstæði og því tilleiðanlegri en fullorðið fólk.
12. febrúar er einnig afmælisdagur tveggja merkra manna sem fæddir eru sama ár, 1809 og því eru rétt 200 ár liðin frá fæðingu þeirra. Báðir höfðu mikil varanleg áhrif á hugmyndir mannkyns og endurmótuðu viðhorf þess um hvað það er að vera mennskur. Segja má að hugmyndir þeirra hafi báðir haft með frelsi okkar sem manneskja að gera, þótt þeir hafi nálgast viðfangsefni sín á gjörólíka vegu. Annar þeirra var fæddur í Englandi og hét Charles Darwin en hinn var fæddur í Bandaríkjunum og hét Abraham Lincoln.
Flokkur: Mannréttindi | Facebook
Athugasemdir
Því miður verður barnaníð, barnaofbeldi og barnahermennska , aldrei afmáð úr sögunni. En hvað getum við gert ? Ena úrræðið sem að við höfum í dag er að senda ríkisstjórnum þeirra landa, sem að virða ekki barnalög, harðorð mótmæli í nafni AMNESTY INTERNATIONAL. Og vona að einhverjar ríkisstjórnir finni að sér vegið og bæti ástandið í sínu landi. En því miður held ég að það sé borin von.
Kv. Kristján.
Kristján Helgason (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 00:54
Og svo átt þú líka afmæli í dag ... til hamningju með daginn :)
gp (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:17
Takk fyrir það Gugga :)
og fyrir þína athugasemd Kristján.
Svanur Gísli Þorkelsson, 12.2.2009 kl. 20:07
Það kom víst út nýlega bók, sem ber saman lífshlaup Darwins og Lincolns. Vissi ekki þetta með Rauðu hendina, né þig, til lukku um daginn.
Arnar Pálsson, 17.2.2009 kl. 17:15
Trúlega þessi.
Svanur Gísli Þorkelsson, 17.2.2009 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.