Golliwogg og tvískynungur BBC

GollyMyndin er af þeirri tegund brúðu sem kölluð er Golliwogg. (Seinna Golliwog) Brúðan er eftirmynd af sögupersónu í barnabókum eftir Florence Kate Upton sem gefnar voru út seint á 19. öld og nutu þá mikilla vinsælda í Betlandi, Bandríkjunum, Evrópu og Ástralíu.  Sumar heimagerðar Golliwogg dúkkur voru kvenkyns en yfirleitt voru þær alltaf karlkyns eins og upprunalega sögupersónan.

Fljótlega var byrjað að nota orðin Golliwog og "wog" sem uppnefni á þeldökku fólki og sem slíkt breiddist notkun þess orðs víða út.

Fyrir nokkru notaði Carol Thatcher, ein af stjórnendum BBC sjónavarpsþáttarins One show, þetta orð um tennisspilarann Jo Wilfried Tsonga. Carol sem er dóttir fyrrverandi forsætisráðsfrúar Bretlands Margrétar Thatcher, lét orð sín falla  í starfsmanna-aðstöðu sjónvarpsins (Green Room) eftir að útsendingu var lokið. Fyrir þetta hefur henni verið vikið úr starfi. Jo-Wilfried-Tsonga

Mikil umræða hefur spunnist út af uppsögn hennar og m.a. bent á að BBC sé með á sínum snærum hálaunaða starfsmenn sem hafa það fyrir atvinnu að ganga fram af fólki með blótsyrðum og hneykslanlegum uppátækjum.

Eru í því sambandi nefndur sem dæmi Jonathan Ross sem nýlega var settur í tímabundið bann á BBC fyrir að hafa tekið þátt í klúrum hrekk ásamt grínaranum Russel Brand sem sagði upp stöðu sinni hjá fjölmiðlarisanum í kjölfarið.

Þessi tvískynungur BBC er orðin að pólitísku bitbeini því hægri sinnaður stjórnmálamaður eins og borgarstjóri Lundúna Boris Johnson sagði þessar refsiaðgerðir gegn Carol of grófar en Hazel Blears samskiptaráðsstýra í ríkisstjórn Browns hefur svarað með því að lýsa stuðningi við ákvörðun BBC.

Þá er þess skemmst að minnast að bæði Charles tilvonandi konungur Bretlands og sonur hans Andrew, notðu báðir hliðstæð uppnefni, "Sooti" (Sóti) og "Paki" um menn sem þeir umgengust. Engar kröfur hafa heyrst um að þeir eigi að segja af sér sínum störfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta er nú ekkert miðað við það sem sumir Íslendingar láta út úr sér, og er jafnvel hampað fyrir.

Sjá: http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/797236/

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.2.2009 kl. 23:29

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Svanur í Baði, já miðað við þessafærslu þína og meðfylgjandi nýð og rógur. Gott að þú vinnur ekki hjá BBC.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.2.2009 kl. 23:32

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

níð, átti þetta nú að vera.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.2.2009 kl. 23:33

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Áttu við að færslan sem þú linkar við sé níð og rógur eða um níð og róg, Vilhjálmur?

Svanur Gísli Þorkelsson, 7.2.2009 kl. 23:42

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Meðfylgjandi níð og róg í athugasemdum við færslu þína, eins og ég skrifaði. Þú varst bara að fárast, eða hvað?

Hvor kom annars fyrst Sambo eða Golliwogg? Í Danmörku hafa menn verið tuktaðir til fyrir að kalla menn Sambo. Ég held ekki að Golliwogg hafi verið gefinn út hér.

Það voru tvær piparmeyjar sem skrifuðu um annars vegar Sambo og hins vegar Golliwogg. Konur eru oft verstar.

Annars er þetta svo meinasaklaust hjá Thatcher, að maður fer nú bara að hlæja þegar maður sér "júðaumræður" og skrif um "gyðingasamsæri" á Íslandi. Ég er ekki að gera Green!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.2.2009 kl. 23:56

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

The Adventures of Two Dutch Dolls and a Golliwogg. útg. fyrst. 1895

The Story of Little Black Sambo, útg. fyrst 1899

Jú, ég var að fárast eða öllu heldur undra mig á því sem haft er eftir þér í JP um álit Íslendinga á Dorrit. Aldrei lesið staf eða heyrt á það minnst að Ólafur Ragnar hefði ekki átt að giftast Gyðingi.

Og það er satt að athugasemdirnar við færsluna eru sumar harðorðar í þinn garð og þú ert þar borinn einhverjum persónulegum ávirðingum. En uppnefnin eru ekki "rasísk" eftir því sem ég fæ best séð.

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.2.2009 kl. 00:40

7 identicon

Hverslags andskotans viðkvæmni og tvískinningsháttur er þetta hjá tjallanum ?  Ég veit ekki betur en að þeir noti sjálfir (þ.a.e.s.) blökkumenn , orðin, nigger, black og negro um sitt eigið fólk, þá ég við allt  litað fólk, að undanskildum Asíubúum.( En um  það að þyrfti að skrifa annan greinarflokk).

Til er land sem heitir Mount negro, (Svartfjallaland) Hvurn andskotann eigum við að kalla landið ? Við meigum ekki, samkvæmt viðkvæmnismælingu blökkumanna eða hvað á að kalla þennann þjóðflokk hörundsdekkri manna, kenna landið við negro, svart eða black. Eigum við að kalla landið colored montain land, nigger mountain land, eða black mountain land ?  Ég gefst upp. Endilega reynið að gefa mér svar við þessari mikilvægustu spurningu sem ég hef þurft að glíma við hér í kvöld. Beztu kveðjur til ykkar allra, Please HELP!. Kristján.

Kristján Helgason (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 01:26

8 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þegar svo er komið, að Íslendingar standa, í fyrsta skipti síðan á víkingaöld, (o.k. ribbaldar), frammi fyrir áþreifanlegum fordómum erlendis,  mætti kannski endurskoða okkar eigin fordóma gagnvart "pólitískri rétthugsun".   Það fyrirbæri getur reyndar verið alveg hundleiðinlegt -og gengið langt út í öfgar -eins og allt annað.

Þegar fréttir berast af því að landar okkar víðs vegar um heim séu þjófkenndir og að ósekju stimplaðir sem ómerkingar, fífl, lygamerðir og svikarar, ætti það þá ekki að auka skilning okkar á öðrum hópum, sem lenda í svipuðu ?

Vegna fordóma, sem eru látnir ganga yfir heilar þjóðir og kynþætti -að ósekju ? (Þó að örlítið brot viðkomandi þjóðar kunni að eiga slíkt skilið...)

Spurningin um orðaval er síðan ekki flóknari en það, að ef forðast á að móðga eða særa manneskjur, á ekki að nota orð sem þeim sjálfum þykja lítillækkandi í sinn garð.

Hafandi búið og starfað í Bretlandi í 11 ár, verð ég að segja að miðað við margar aðrar Evrópuþjóðir þykja mér Bretar hafa staðið sig mun skár í því að taka á kynþáttahatri, en t.d. Frakkar og Þjóðverjar.  

Í dag eru einfaldlega flest þjóðfélög orðin fjölþjóðleg.   Á því þarf að taka af skynsemi og mannskilningi.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 03:29

9 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þú summerar málið skrambi vel í góðri athugasemd Hildur Helga

Svanur Gísli Þorkelsson, 8.2.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband