5.2.2009 | 16:22
Tæknlilegar lausnir á andlegum vandamálum
Sumir trúa því að tæknin og vísindin get leyst flest ef ekki öll vandamál mannkynsins, svo fremi sem þeim sé bara rétt beitt. Þessi trúa er jafnan byggð á þeirri staðreynd að mörg af þeim meinum sem fylgt hafa mannkyninu í gegn um tíðina hafa verið farsællega leyst með tilkomu vísindalegar þekkingar og beitingu hennar gegn vandamálinu. Sú staðreynd sýnir sig e.t.v. best í læknisfræðinni þar sem fjöldi sjúkdóma sem áður voru jafnvel banvænir, eru nú meðhöndlanlegir.
Siðferðilegum spurningum um hvað sé tilhlýðilegt og hvað ekki, þegar kemur að því að bjarga mannslífum, auka líkurnar á langlífi og velsæld og koma til móts við misjafnar og persónulegar kröfur fólks, fækkar stöðugt eða er slegið á frest að svara þangað til þær verða einhvern veginn óþarfar.
Engin spyr lengur hvort það sé siðferðilega rétt að koma í veg fyrir arfgenga sjúkdóma með því að breyta genauppbyggingu einstaklinga. Það gerist einnig æ líklegra, að fólk geti haft áhrif á útlit og atgervi barna sinna með því að breyta genauppbyggingu þeirra.
Þá eru í dag framleiddir róbottar sem hafa þann tilgang einan að vera félagar fólks sem þarfnast félagsskapar en fær hann ekki í nægjanlegum mæli frá samferðafólki sínu. Þessir róbottar sýna viðbrögð við strokum, bregðast við augnaráði og gefa frá sér hljóð eftir því hvernig þeir eru snertir. Allar siðferðislegar spurningar um hvort slíkt sé í lagi eða ekki eru löngu hættar að heyrast. Hver er munurinn á Róbott og hundi ef að hvorutveggja kemur á móts við þarfir einstaklingsins?
Æðstu siðferðilegu rökin við öllum nýungum eru; að ef þau skaða engan, eru þau í lagi og hver og einn verður að meta hvað er skaðlegt fyrir hann sjálfan.
En er þetta rétt? Er ekki hægt að ganga fram af siðferðiskennd fólks svo fremi sem þessi rök halda?
Tökum sem dæmi Þetta;
Í dag geta petafílar keypt sér litlar dúkkur við sitt hæfi sem kynlífsleikföng. Þá er unnið að því að þróa róbott sem sýnir þau viðbrögð sem petafílar sækjast eftir í fórnarlömbum sínum.
Tæknilega er verið að koma á móts við ákveðið vandamál sem mikill fjöldi karlmanna á við að stríða.
Með hvaða rökum er hægt að mótmæla þessu, svo fremi sem þeir gera sér "vélmennisbarn" að góðu? Og hvar á að stöðva þróun vélmenna í þessu tilliti. Má t.d. blanda saman lífrænum vefjum við vélina til að gera hana líkari mennsku barni? -
Hverjar eru ykkar skoðanir á þessu ?
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Heimspeki | Breytt s.d. kl. 16:35 | Facebook
Athugasemdir
Oji bara við hinu síðast nefnda.
Arinbjörn Kúld, 5.2.2009 kl. 23:46
Long time, no see !!!
Þetta eru soltið geggjaðar pælingar
Þar sem hægt er að einangra næstum allt og fletja út að tölvukubba, t.d. er hægt að einangra lykt og senda með tölvupósti (tæknilega framkvæmanlegt) og bragð með sömu aðferð, ætti í framhaldinu að vera hægt fljótlega að einangra hugsanir.
Þegar það er framkvæmanlegt er lausnin einföld, þegar ljótar hugsanir ólæknanlegra síbrotamanna einsog pædofíla skjótast upp í kollinn á þeim eiga þeir að fá raflost, helst beint í punginn.
Það væri svo tæknilega framkvæmanlegt með þvi að græða í þá póla og tölvukubb í rassinn á þeim sem greindi ljótar níðingslegar hugsanir og framkvæma raflostið þegar við á. Og ekki neitt 12 volta.
Soltið í anda "Brand new world" en ekki óframkvæmanlegt, hehe,
Þangað til, bara höggva af þeim báðar hendur svo þær framkvæmi ekki e-h ljótt.
Kveðja,
Katala (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 23:51
Vísindin eru það eina sem getur forðað mannkyni frá útrýmingu....
Við eigum að leggja ofuráherslu á vísindi og þekkingu.. sem og að koma okkur út í geim... mannkynið getur þurrkast út á einum degi... kannski 2morrow....
Allt okkar karp, öll okkar þekking.. trúarbullið og alles verður að engu... það verður ekki einu sinni til í minningunni ef mannkynið fer ekki að gera að því skóna að stofna nýlendur úti í alheiminum
Praise science, shun religion
DoctorE (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 12:47
Ástæðan fyrir þessari framleiðslu er einfaldlega sú að einstaklingar eru búnir að henda í burtu öllu siðferði og hugsa eingöngu um að græða penning.
Það er einn aðal ástæðan fyrir öll ruglinu sem við erum búinn að koma okkur í dag.
Ingolfur (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.