Bretar ætla að bursta Júróvisjon keppnina!

Webber og JadeEins og fram hefur komið í fréttum, stefna Bretar á það að vinna Júróvisjón keppnina í ár og til þess að svo megi verða fengu þeir sitt þekktasta tónskáld til að semja lagið, útsetja það og velja flytjandann. 

Bretar hafa aldrei kostað meiru til en nú og fengu sjálfan Andrew Lloyd Webber til að semja lagið. Hann valdi til að flytja það, eftir hrikalega hallærislega og óspennandi útsláttarkeppni sem tók mörg laugardagskvöld, Jade nokkra Ewen.

Hún mun syngja lag Webbers "It's My Time" sem þið getið heyrt og séð hér. 

Breskir gagnrýnendur segja að lagið sé vel til þess fallið að hefja upp standardinn á Júróvisjón keppninni sem reyndar er ekki sagður hár hér í Bretlandi.

En í mínum eyrum hljómar þessi ballaða eins og enn einn söngleikjasmellurinn sem Webber er svo frægur fyrir að fjöldaframleiða.

Jade hefur ágætis rödd en hún er ekki lagviss eins og heyrðist vel síðasta laugardagskvöld þegar hún var tilkynnt sem sigurvegari og flutti aftur lagið sem hún hafði flutt áður um kvöldið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arnar

Bretar hafa ekkert "reynt" að vanda sig síðan þeir fengu fast sæti í úrslitakeppninni!

- þeir borga hana jú að stórum hluta og því er bara hægt að senda eitthvað ódýrt dót íana og þykjast ekkert vera með áhuga áenni

p.s: ætluðu ekki Íslendingar að vinna í fyrra í hittifyrra árið þar áður e.t.c?

Jón Arnar, 3.2.2009 kl. 20:59

2 Smámynd: Brattur

Noh... nú ætla Bretarnir að taka það... það verur mikil pressa á þeim núna... Getur Andrew Lloyd Webber tapað?

Brattur, 3.2.2009 kl. 21:18

3 identicon

Ef tjallinn ætlar að senda þetta lag í keppnina, þá skal ég éta nærbuxur Davíðs Oddssonar ef þeir vinna keppnina. Ég er ekki mikill aðdáandi þessarar keppni en fylgist þó með henni með öðru eyranu ef ég hef ekkert annað að gera. 

En hvernig er það Svanur,stendur þú með höfuðið upp úr öllum þesum voðasnjó sem bretar voru að spá að myndi rigna yfir stóra Bretland í dag og á morgun ?

Hvað varðar athugasemd mína í gær, þá var þar um fljótfærni og lestrarvillu um að ræða, og biðst ég velvirðingar á því.

Í Guðanna bænum haltu áfram að veita okkur þann stórskemmtilega fróðleik sem þú ert þekktur fyrir. Við bíðum með óþreygju eftir einhverju meiru. 

Kv. Kristján. (Núpur 69 - 70) 

Kristján Helgason (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 00:33

4 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jú, komma, Íslendingar ætla altaf að vinna :)

Brattur; ALW hefur ekki klikkað mikið, eiginlega allir söngleikirnir hans verið kassastykki mikil. Ég held samt að hann ríði ekki feitur frá þessari keppni, en hann þarf þess svo sem ekki, því hann græddi mikið á þessum sjónvarpsþáttum þar sem stelpan var valin.

Ekkert mál kæri Kristján. Ef þú borðar nærbuxurnar hans Davíðs þá verð ég líklega að reyna að ná í naríurnar hans Browns. Díll :)

Svanur Gísli Þorkelsson, 4.2.2009 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband