Kristin hjúkrunarkona hér í Englandi hefur verið leyst frá störfum eftir að hafa boðist til að biðja fyrir bata roskins sjúklings.
Caroline Petrie, 45, var ásökuð um að hafa ekki í heiðri jafnréttis og fjölmenningar-reglur opinberarar sjúkraþjónustu og býður nú eftir að úrskurðað verði í máli hennar.
Caroline sem vinnur við heimahjúkrun í Norður Somerset, er gift og tveggja barna móðir, finnst hún ekki vera að neyða trú sinni upp á sjúklinga með að bjóðast til að biðja fyrir þeim og að hún hafi oft gert þetta áður. Það eina sem hún óskaði væri að þeir næðu heilsu.
Sjúklingurinn sem sagði frá þessu boði Caroline kvartaði ekki undan hegðun hennar enda sjálfur kristin, en uppljóstaði þessu þegar hann var beðin um að lýsa starfsháttum hennar í venjubundnu eftirliti.
"Ég er ekki reið og ég veit að sumir trúa ekki því sama og ég, en ég er í uppnámi vegna þess að ég nýt þessa starfs og bænin er mikilvægur hluti umönnunarinnar sem ég gef." Sagði Caroline í stuttu viðtali sem ég heyrði við hana í morgun.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 15:27 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Check this out
Efni
Tenglar
Gott að vita
- Origins Of Conflict In The Middle East: Afar góð grein um atriði sögunnar sem sjaldan er fjallað um
- HÆTTULEGAR HUGMYNDIR
- Knattleikur, helg Íþrótt? Frábær síða um uppruna "Knattsleiks eða Íshokkí"
- Rökvillur og samræðubrellur Greinargóð lýsing á helstu rökvillum og samræðubrellum
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrá
- Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda Magnús Þorkell Bernharðsson
- Fasistar og hálfvitar
ELDRI FÆRSLUR
- Ef til er Guð, hver skapaði þá Guð?
- Kom Kristur árið 1844?
- Email að handan
- Stighækkandi opinberun, tengslin milli manna og Guðs samkvæmt Bahai kenningum
- Matthías Jochumsson og hinn persneski Messías
- Gyðinglegur uppruni landvætta og skjaldarmerkis Íslendinga
- Orð sem vert er að kunna skil á
- Guð er Allah - Allah is God - God est Theos - Hvaða tungumál talar þú?
- Tahirih
- Kahlil Gibran og Bahai trúin
- http://
Myndbönd
Bloggvinir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Dagný
- Sigrún Jónsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Anna Gísladóttir
- Arnar Pálsson
- Arinbjörn Kúld
- Ketill Sigurjónsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Egill Bjarnason
- Baldur Kristjánsson
- Bergljót Gunnarsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Anna
- Gunnhildur Sigurjónsdóttir
- Guðmundur Ásgeirsson
- BookIceland
- brahim
- Charles Robert Onken
- Hannes
- Tryggvi Hjaltason
- Anna S. Árnadóttir
- Hrannar Baldursson
- Dúa
- Drífa Kristjánsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Eskil
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eydís Hentze Pétursdóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Árni Karl Ellertsson
- Púkinn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brattur
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Guðmundur Pálsson
- Graceperla
- Grétar Mar Jónsson
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Guðjón Ó.
- Guðmundur Júlíusson
- Gulli litli
- Gylfi Guðmundsson
- Halla Rut
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Rafn Ingvason
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Aðalheiður Haraldsdóttir
- Ómar Bjarki Kristjánsson
- Kaleb Joshua
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Sigga Hjólína
- Bókaútgáfan Hólar
- Hólmdís Hjartardóttir
- Höskuldur Búi Jónsson
- Hrafn Andrés Harðarson
- Óskar Steinn Gestsson
- Hugrún Jónsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Svava frá Strandbergi
- Kári Gautason
- Jón Baldur Lorange
- Já Ísland
- Jakob S Jónsson
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jens Guð
- Jóhann G. Frímann
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jonni
- Jón
- Bergur Thorberg
- Kalikles
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Hjalti Tómasson
- kiza
- Sólveig Klara Káradóttir
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Hrafnhildur Þórarinsdóttir
- Kristberg Snjólfsson
- Kolbrún Hilmars
- Kristinn Theódórsson
- Heimir Eyvindarson
- OM
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- SeeingRed
- Lýður Pálsson
- Lýður Árnason
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Máni Ragnar Svansson
- Marinó G. Njálsson
- Marinó Már Marinósson
- Magnús Bergsson
- Mofi
- Guðbjörg Hrafnsdóttir
- Sigmar Þór Sveinbjörnsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Nexa
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Aðalsteinn Baldursson
- Jón Svavarsson
- Páll Vilhjálmsson
- Sandra María Sigurðardóttir
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Heimir Tómasson
- Róbert Tómasson
- Sæmundur Bjarnason
- Fullt nafn
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sammý
- Sigurður Fannar Guðmundsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigþrúður Pálsdóttir
- Sigurveig Eysteins
- Sigurður Jónsson
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Auðun Gíslason
- Óskar Þorkelsson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- hilmar jónsson
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Þorsteinn Briem
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Grétar Eiríksson
- Sigurður Árnason
- Svala Jónsdóttir
- Svartagall
- Óskar Helgi Helgason
- TARA
- Þarfagreinir
- Þór Saari
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þórdís Bachmann
- Þór Ludwig Stiefel TORA
- Sigurður Rósant
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Andrea
- Villi Asgeirsson
- Vilhjálmur Árnason
- Margrét Sigurðardóttir
- Zaraþústra
- Zedith
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Steinþór Ásgeirsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 786805
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hmmm... Fólk á dánarbeiðni eða aðstandendur þess vilja kannski ekki þá kaldhæðni að einhver trúi því að guð mismunar fólki á þennan hátt. Það getur verið viðkvæmt og fundist jafnvel guð hafa brugðist. Mér finnst sjálfsagt að hún biðji fyrir þeim sem biðja hana um það, en að vera bjóðast til þess er ekki hennar hlutverk.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.2.2009 kl. 15:06
Ps. samt viss um að henni gekk gott eitt til og sorglegt að fólk sem heldur að það sé að hjálpa og vil hjálpa lendi í þessu. Hún hefði líklega átt að fá viðvörun fyrst.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.2.2009 kl. 15:07
Fjölmenning... whats that but crap.
Auðvitað gengur þessi kona langt útfyrir sitt starfssvið..... bænir hafa ekkert að gera með það svið sem hún vinnur við, zero.
Það er vísindalega sannað að bænir gera EKKERT gagn.
Auðvitað átti að gefa henni aðvörun... en kannski var það búið en hún hélt áfram að plögga hjátrú og vitleysu :)
DoctorE (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 15:22
Það eru samt til vísindamenn sem halda því fram eftir að hafa rannsakað málið, a bænir virki DrE. Einn þeirra er prófessor Leslie Francis sem starfar við Háskólann í Bangor. Hann bar saman niðurstöður úr könnunum sem gerðar voru og sýndu að sjúklingum sem beðið var fyrir á sjúkrahúsum vegnaði betur en þeim sem ekki var beðið fyrir, jafnvel þótt þeir vissu ekki af því að verið væri að biðja fyrir þeim.
Nanna; Hér er víst ekki spurt um hvað henni gekk til, aðeins að hún hafði brotið reglurnar. Það sem ég velti fyrir mér er hvort það sé ekki andstætt reglunum að hjúkrunarfólk biðji fyrir fólki yfirleitt. Segjum að þú biðjir fyrir einhverjum sem ekki vill láta biðja fyrir sér og hann síðan fréttir af því. Er það ekki jafn slæmt eða jafnvel verra en að bjóða fram fyrirbænir?
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.2.2009 kl. 15:54
Nei ég held ekki, meina það sem þú gerir heima skiptir ekki máli. Er málið ekki að hún kom sjúklingi eða getur komið sjúkling í uppnám með að bjóða þetta?
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.2.2009 kl. 15:58
Jú, en ef þú værir ekki trúaður og fréttir að það væri verið að biðja fyrir þér út í bæ, mundi það ekki trufla þig, sérstaklega ef einhver sem væri að annast þig tæki þátt í þessum fyrirbænum?
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.2.2009 kl. 16:05
Þær virka ekki... + ef þær virkuðu þá væri guð aumingi.... ég myndi hjálpa manneskju og dýrum i neyð.. .án þess að það þyrfti að VÆLA í mér
http://harvardscience.harvard.edu/medicine-health/articles/prayers-dont-help-heart-surgery-patients
DoctorE (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 16:05
Áður en þið karpið um þetta(Sem er rugl) :)
Stopp klukka er rétt 2 á sólarhring.... stjörnuspá í dagblaði mun mjög líklega alltaf eiga við einhvern... fer eftir hversu margir lesa...
Trúaðir taka "tilviljanir" og gera þær að kraftaverkum.... EN það hefur enginn læknast af útlimamissi EVAR...
DoctorE (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 16:13
Samkvæmt þessum linki þínum DrE er gefið í skin að bænir hafi áhrif, eða allavega vitundin um að verið sé að biðja fyrir þér. Þessi náungi heldur því fram að áhrifin séu neikvæð en þau séu þarna..
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.2.2009 kl. 16:15
Svanur ég veit ekki hvort það myndi trufla mig. Man þegar ég var ófrísk af mínu fyrsta barni voru vinkonur mínar í andaglasi að spá í hvort um væri að ræða strák eða stelpu. Mér var ekki sama, fannst það mjög óþægilegt.
En að óska einhverjum góðs gengi, með bæn eða á annan hátt. Ég hugsa það myndi ekki trufla mig persónulega.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.2.2009 kl. 16:17
Það á að áminna hjúkkuna, trúarbrögð eiga ekki heima á spítölum.
Samkvæmt útdrætti við grein Francis, þá segir hann ekki að sjúklingum sem beðið var fyrir á sjúkrahúsum vegnaði betur en þeim sem ekki var beðið fyrir: "The data demonstrate that a positive attitude toward Christianity is associated with a higher level of self-reported general health. Church attendance and personal prayer convey no additional predictive power after attitude toward Christianity has been taken into account. "
Jákvæð afstaða til kristni skiptir víst máli en það gæti hreinlega verið að almenn jákvæð afstaða til lífsins hefði svona góð áhrif. Svona fljótt á litið finnst mér hann nú ekki eyða miklum tíma í að finna orsakasamband, skoðar bara fylgnina. Gaukurinn er bara með tvær tilvitnanir í þessa fimm ára gömlu grein (og hann á sjálfur aðra þeirra) svo það virðist vera að ég sé ekki einn um þá skoðun að þetta séu hæpin vísindi
Baldvin (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 17:03
Ég velti því fyrir mér hvernig trúaður einstaklingur myndi taka því ef trúlaus hjúkrunarfræðingur myndi stinga að honum á sjúkrabeði, að bænirnar hans væru að öllum líkindum gagnslausar...
Kristín Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 17:07
Skekkjumörk... bottom læn er að bænir gera ekkert gagn, hvort sem fólk veit hvort er beðið fyrir því eða ekki.
Ekkert í þessum heimi klikkar jafn rosalega og bænir, hvers vegna trúir fólk þá á þær..... jú af sömu ástæðu og fólk sendir Nígeríusvindlurum peninga...
DoctorE (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 17:14
Öllu er nú hægt að rífast yfir. Ég hef þá trú að góðar og fallegar hugsanir hafi kraft, og svosem slæmar líka, hvort sem þær eru kallaðar bænir eða hugsanir. þvílík rétthugsun, gengið út í öfgar að mínu viti. Vísindalega sannað eður ei. En hvað ekkert má eins og kerlingin sagði.
Rut Sumarliðadóttir, 2.2.2009 kl. 17:38
Æ, æ reglugerðir mannanna.
Þorkell Sigurjónsson, 2.2.2009 kl. 18:18
Annað dæmi.... fólk á ekkert að vera að hallelújast í vinnunni
http://visir.is/article/20090202/FRETTIR02/307684347
DoctorE (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 18:19
Spurningin er hversu langt á að ganga í að úthýsa trú og trúarbrögðum úr sjúkrahúsum. Eiga hjúkrunarkonur eða læknar t.d. að fá að bera á sér krossa eða vera merktar krossum eins og starfsfólk rauða krossins er? Tákn hans er trúarlegt, tekið beint úr Svissneska fánanum sem aftur á sér fyrirmynd í Arma Christi, svo ekki sé minnst á rauða hálfmánann?
Hvers vegna eru kapellur starfræktar við sum sjúkrahús og til hvers eru sjúkrahúss prestar? -
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.2.2009 kl. 18:24
Mér finnst persónulega að fólk geti borið sín verndartákn og annað sem tengist trúarbrögðum svo lengi sem það ætlar ekki að troða því upp á aðra. Fyrir mér liggja mörkin þar og já svo lengi sem þeir setja sig ekki hærri en aðra vegna trúar.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 2.2.2009 kl. 18:31
Jafnvel í þessu dæmi um norsku ljósmóðurina sem DrE linkar við, kemur til álita þetta starfsheiti "ljósmóðir" sem sumir segja að sé fallegasta orð sem til er í íslenskri tungu.
Það er dregið af heiti rómversku gyðjunnar Luciönu sem var verndargyðja hvítvoðunga. Jafnvel í starfsheitin eru trúarlega gildishlaðin. Mín tilfinning er að menningin sé svo samofin trú og trúarbrögðum að það sé ógerningur að skilja þar á milli og líka í raun óeðlilegt.
Margar af merkustu hjúkrunarkonum og frægustu læknum sögunnar fengu áhuga á umönnunar og líknarstörfum vegna trúar sinnar. Margir líta á sjálft starf sitt, rækt í anda þjónustu, sem hluta af tilbeiðslu sinni. Orð og æði þurfa að fara saman, ekki satt.
Svanur Gísli Þorkelsson, 2.2.2009 kl. 18:43
Þessi hjúkrunarkona átti að sinna hjúkrun og engu öðru. Hún gat sýnt í verki og tali umhyggju sína fyrir sjúklingnum sem hefur góð áhrif á fólk.
Þetta er svipað og ef einhver færi til læknis og hann myndi bjóðast til að biðja fyrir viðkomandi
Margrét St Hafsteinsdóttir, 3.2.2009 kl. 03:11
Snúið sér að líknarstörfum.... líkast til fyrir sjálfa sig og flugmiðann til himnaríkis.
DoctorE (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 08:00
Til Doctor E og annarra sem finnst það mátulegt að að þessi hjúkrunarkona var rekin fyrir að biðja fyrir sjúkling, hvað nú ef múslímsk hjúkrunarkona hefði beðið fyrir múslímskum sjúklingi á svipaðan hátt og þessi brottrekna hjúkrunarkona gerði?
Ef múslímsk hjúkrunarkona hefði verið rekin fyrir bænir sínar, hefði ekki verið sagt að hún væri í fullum rétti til að gera þetta, því þetta væri hluti af hennar menningarheimi því það ætti að bera virðingu fyrir menningu og trúarbrögðum annarra?
Doctor No. (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 08:59
Óskaplega þvaður er þetta Svanur. Prófum að endurorða þetta:
Mín tilfinning er að menningin sé svo samofin fordómum að það sé ógerningur að skilja þar á milli og líka í raun óeðlilegt.
Segðu mér hver munurinn á þessum setningum er.
Mér finnst fólk vera að missa af kjarna málsins. Þetta snýst ekkert um það hvort hjúkrunarkonan var trúuð eða hvort hún stundaði það að biðja fyrir sjúklingum heima hjá sér. Þetta snýstu um að hún er farin að blanda saman starfi sínu og trú. Hún hefur það ábyrgðarhlutverk að sinna sjúklingum. Hún á (og má) ekki blanda trú sinni í það. Jafnvel ekki með því að bjóða sjúklingum upp á bænaþjónustu.
Af hverju í ósköpunum bað hún ekki einfaldlega fyrir þessu fólki án þess að minnast á það við fólkið? Er bænin ekki samtal hjúkrunarkonunnar við gvuð sinn?
Hér er ein lítil grein umvirkni bæna: Hinn tvíræði máttur bænarinnar
Matthías Ásgeirsson, 3.2.2009 kl. 10:29
Það á við það sama yfir alla Doctor No. Þetta snýst ekki um hvaða trúarbrögð heldur rétt sjúklinga til að velja sín trúarbrögð sjálf og ekki láta troða inn á sig eitthvað annað.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.2.2009 kl. 10:31
Matthías; Það er hægt setja mörg orð í staðin fyrir orðin "trú og trúarbrögð" í þessari setningu, og samt hljómar hún samt sennilega .
Þú ert óttalegur staglari Matthías og það sem þú hefur venjulega til málanna að leggja er yfirleitt komið fram, þegar þú kemur á vettvang. Svo er einnig í þetta skiptið. Hafi einhverjir misst af "kjarna málsins" eru það skoðanasystkini þín.
Svanur Gísli Þorkelsson, 3.2.2009 kl. 12:09
Ég vildi ekki að læknir, sem ég leitaði til, biðist til að biðja fyrir mér. Hér er hins vegar um að ræða hjúkrunarfræðing, en það eru yfirleitt þeir sem sjá um hina eiginlegu hjúkrun. Hjó eftir því að sjúklingurinn er kristinn sem og umrædd kona. Held að konan hafi veriða að reyna að veita honum huggun.
Mér finnst svona pólitísk rétthugsun ganga út í öfgar.
Rut Sumarliðadóttir, 3.2.2009 kl. 12:35
Konan hlýtur að hafa gert þetta ítrekað og það hefur verið kvartað yfir því enda segir hún sjálf hafa oft gert þetta. Þarna hljóta vera einhverjir öfgar því það er til svo margt verra en bjóðast til að biðja fyrir öðrum.
Rut hver er munurinn á lækni og hjúkrunarkona bjóði þetta? Eins og þú segir þá hjúkrunarfræðingar um hina eiginlegu hjúkrun ásamt öðru starfsfólki, sem getur verið mjög náin og persónuleg.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.2.2009 kl. 12:52
Matthías Ásgeirsson, 3.2.2009 kl. 22:09
Nanna, einmitt, hjúkrunarfræðingurinn sér um hina eiginlegu hjúkrun. Þar liggur munurinn. Hluti af því er að "peppa" sjúklinginn upp. Hugsanlega helgar tilgangurinn meðalið í þessu tilfelli.
Rut Sumarliðadóttir, 4.2.2009 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.